Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 10:10 El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Vísir/AP Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur. Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56