Saga Tryggva eiginlega sama sagan og í myndinni „The Air Up There“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2020 14:01 Tryggvi Snær Hlinason við Svartárvatn rétt frá æskuheimili sínu í Bárðardalnum. Skjámynd/S2 Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason verður í eldlínunni á morgun þegar íslenska körfuboltalandsliðið spilar á móti Lúxemborg í forkeppni fyrir HM 202. Á dögunum sýndi sjónvarpsmaðurinn Kristján Már Unnarsson þátt sinn „Um land allt“ þar sem hann heimsótti íslenska landsliðsmiðherjann á sínar heimaslóðir í Svartárkoti i Bárðardal sem er næsthæsta byggða ból landsins. Domino´s Körfuboltakvöld fékk að sýna frá viðtalinu við Tryggva Snæ í þættinum og þá sérstaklega þegar kappinn talaði um helstu leikstaði sína í æskunni. Kristján Már hitti Tryggva þar sem hann var í stuttu sumarfríi frá atvinnumennskunni á Spáni. Hann spurði Tryggvi hvar honum hafi fundist skemmtilegast að leika sér í æsku. Tryggvi sýndi Kristjáni þá Svartárvatn og lónið við útfall þess í Svartá. „Vatnið var leikvöllurinn og það eru margar sögur af þessu vatni,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason við Kristján Már Unnarsson. „Ég nota hvert tækifæri til að fara í vatnið og maður hefur oft lent í því að detta. Bara í gær var ég að leika mér aðeins og hrundi ofan í vatnið. Þau dóu úr hlátri sem voru í bátnum. Það er bara gaman af því og minningarnar frá þessu vatni eru endalausar,“ sagði Tryggvi Snær. „Það er mjög mikið sport að hoppa hér fram af brúnni og synda undir hana og í land hérna megin,“ sagði Tryggvi. Kjartan Atli Kjartansson tók við boltanum eftir innslagið og ræddi Tryggva við sérfræðinga sína í þættinum sem voru þeir Teitur Örlygsson og Hermann Hauksson. „Þetta minnir mig á mynd. Munið eftir myndinni ‚The Air Up There' með Kevin Bacon þegar hann fann einhvern leikmann í Afríku. Þetta er eiginlega saman sagan nema hún er á Norðurlandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. Kjartan Atli, Hermann og Teitur fóru síðan betur yfir sögu Tryggva sem má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. Andstæðingar íslenska landsliðsins hafa sérstakar áhyggjur af Tryggvi Snæ Hlinasyni fyrir leikina tvo í þessari undankeppni enda var hann frábær í leikjum liðsins í febrúar. Tryggvi Snær var þá með 21,0 stig, 14,5 fráköst og 5,5 varin skot á meðaltali í tveimur leikjum íslenska liðsins á móti Slóvakíu og Kósóvó. Hér fyrir neðan má sjá myndbrotið úr þættinum um Tryggva sem og umræðuna um kappann í Körfuboltakvöldinu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Heimsókn til Tryggva í Svartárkot
Körfubolti Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira