Framtíðarlæsi – það sem áður var og væntingar á 21. öld Karl Friðriksson skrifar 1. maí 2020 08:00 Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntir Íslenska á tækniöld Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Viðhorf okkar til framtíðarinnar er að breytast. Framtíðin hefur frá upphafi verið mannkyni hugleikin, en það hvernig við nálgumst og undirbúum framtíðina hefur breyst. Eitt af nýlegri hugtökum á þessu sviði er hugtakið framtíðarlæsi. Framtíðarlæsi snýst um getu eða hæfni við að nýta ákveðna ímyndaða framtíð í dag Ímynduð framtíð eða framtíðir byggjast á væntingum okkar um framvindu eða þróun mála á grundvelli ákveðinna forsendna. Framtíðarlæsi er geta okkar á þessu sviði. Framtíðin sjálf er ekki til staðar en væntingar um það sem gæti gerst eru það. Framtíðarlæsi er hugtak innan framtíðarfræða. Þekktasta aðferð þeirra er sviðsmyndagerð, sem notuð hefur verið hér á landi með góðum árangri allt frá 2007. Segja má að með þátttöku í sviðsmyndagerð aukist framtíðarlæsi þátttakenda og þeirra sem rýna og nota niðurstöður slíkra verkefna. Eitt af markmiðum með stofnun Framtíðarseturs Íslands var einmitt að auka meðvitund stjórnenda á þessu sviði og auka þannig framtíðarlæsi þeirra. Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) hefur að undanförnu beitt sér fyrir útbreiðslu og notkun hugtaksins framtíðarlæsi til að auka getu samfélaga, fyrirtækja og stofnana til að takast á við framtíðaráskoranir, tækifæri eða ógnir. Nýlega gaf stofnunin út bókina Transforming the Future – Anticipation in the 21st century, í ritstjórn Riel Mitter. Hægt er að nálgast bókina hér. Bókin „2052 – svipmyndir úr framtíðinni“ er safn smásagna eftir 25 höfunda, sem allar eiga það sameiginlegt að gerast á Íslandi árið 2052. Markmiðið með bókinni er að hvetja fólk til að hugsa lengra fram í tímann og velta því fyrir sér hvert Ísland er að stefna og hvaða afleiðingar ákvarðanir sem við tökum nú geta haft eftir rúm 30 ár. Hægt er að nálgast bókina hér. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fóstrar nýsköpun framtíðarinnar.Mynd/Sigurjón Ragnar Íslenskar bækur um framtíðina Í lok síðasta árs komu hér á landi út nokkrar bækur sem á einn eða annan hátt fjalla um væntingar og um leið um framtíðina. Þar á meðal eru Skjáskot eftir Berg Ebba, Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson og Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason. Andri Snær fjallar í bók sinni meðal annars um hugtök og mikilvægi þeirra en jafnframt hversu lengi þau eru að ná fótfestu hér. Þessi íhaldssemi á sér væntanlega margar skýringar en hún hefur að vissu marki unnið gegn framþróun hér á landi. Lengi vel var ekki hægt að nota fleirtölumynd orðsins framtíð í rituðum máli, en fleirtala orðsins er einn af hornsteinum framtíðarfræða. Frá árinu 1969 hafa birst nokkrar áhugaverðar greinar í ritinu Samvinnan þar sem framtíðin er í brennidepli. Í einni greininni segir: „Þróunin er svo feikilega ör, að það hefur jafnvel verið sagt, að „framtíðin springi í nútíðinni“. Upp úr öllu þessu er að vaxa ný fræðigrein, sem nefnd er „framtíðarfræði“ (futurology).“ Framtíðarlæsi væri almennara hér á landi ef þessi framtök hefðu ekki verið endaslepp. Höfundur er forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun