Ekki viss um að hann hefði sótt Ronaldo ef það hefði staðið til boða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 17:45 Svo vildi Pep aldrei frá Ronaldo eftir allt saman. EPA-EFE/Dave Thompson Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er ekki viss um að hann hefði sótt Cristiano Ronaldo hefði portúgalski framherjinn ekki samið við sitt fyrrum félag Manchester United. Eins og alþjóð veit þá mun Cristiano Ronaldo klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik þegar landsleikjahléinu – sem er nýhafið – lýkur eftir tæplega tvær vikur. Portúgalinn varð að ofurstjörnu á Old Trafford fyrir fjölmörgum árum og er nú snúinn aftur á „heimaslóðir“ ef svo má að orði komast. Eftir að Ronaldo gaf það út að hann vildi fara frá Juventus leit reyndar lengi vel út fyrir að hann væri á leið til Manchester City. Forráðamenn Man United stigu hins vegar inn í og þá – eins og hendi væri veifað – var Portúgalinn á leiðinni aftur á Old Trafford. Nú virðist reyndar sem Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju félagsins. Aðspurður hvort hann hefði fjárfest í leikmanninum hefði Man Utd ekki gert það var svar Spánverjans nokkuð skýrt þó hann hafi verið lengi að koma því frá sér. „Errr … ég held ekki.“ Guardiola was asked if #mcfc would have signed Ronaldo if #mufc hadn't come in for him. With a gigantic pause between the start and the end of his response, he said: "Errrr............................................................................I don't think so."— Simon Bajkowski (@spbajko) August 29, 2021 Reikna má með því að Cristiano Ronaldo sjáist aftur í rauðri treyju Man Utd þann 11. september þegar Newcastle United heimsækir Old Trafford. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig líkt og West Ham United, Chelsea, Liverpool og Everton. Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Eins og alþjóð veit þá mun Cristiano Ronaldo klæðast rauðri treyju Manchester United á nýjan leik þegar landsleikjahléinu – sem er nýhafið – lýkur eftir tæplega tvær vikur. Portúgalinn varð að ofurstjörnu á Old Trafford fyrir fjölmörgum árum og er nú snúinn aftur á „heimaslóðir“ ef svo má að orði komast. Eftir að Ronaldo gaf það út að hann vildi fara frá Juventus leit reyndar lengi vel út fyrir að hann væri á leið til Manchester City. Forráðamenn Man United stigu hins vegar inn í og þá – eins og hendi væri veifað – var Portúgalinn á leiðinni aftur á Old Trafford. Nú virðist reyndar sem Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, hafi haft lítinn sem engan áhuga á að sjá Ronaldo í ljósblárri treyju félagsins. Aðspurður hvort hann hefði fjárfest í leikmanninum hefði Man Utd ekki gert það var svar Spánverjans nokkuð skýrt þó hann hafi verið lengi að koma því frá sér. „Errr … ég held ekki.“ Guardiola was asked if #mcfc would have signed Ronaldo if #mufc hadn't come in for him. With a gigantic pause between the start and the end of his response, he said: "Errrr............................................................................I don't think so."— Simon Bajkowski (@spbajko) August 29, 2021 Reikna má með því að Cristiano Ronaldo sjáist aftur í rauðri treyju Man Utd þann 11. september þegar Newcastle United heimsækir Old Trafford. Liðið er sem stendur í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig líkt og West Ham United, Chelsea, Liverpool og Everton.
Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira