Fyrsta tap Tottenham í deildinni staðreynd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 13:30 Patrick Vieira vann sinn fyrsta sigur sem stjóri Crystal Palace EPA-EFE/ANDY RAIN Crystal Palace vann rétt í þessu góðan sigur á taplausu Tottenham liði á heimavelli, 3-0. Fyrir leikinn voru Tottenham taplausir eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leikina á tímabilinu, alla með einu marki gegn engu. Bjuggust því flestir við sigri hvítklæddra í dag. En annað kom á daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði liðin sköpuðu sér mestmegnis hálffæri þá breyttist leikurinn þegar að Japhet Tagnanga fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu. Tanganga var á hálum ís eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið sitt nokkrum mínútum áður fyrir brot á Wilfried Zaha og var dómari leiksins ekki lengi að draga upp seinna gula þegar Tanganga var seinn í tæklingu. There s your Palace. #CPFC | #CRYTOT pic.twitter.com/83Rcjd6T4x— Crystal Palace F.C. (@CPFC) September 11, 2021 Í kjölfarið sóttu heimamenn stíft og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu þegar að Ben Davies handlék boltann inni í teignum. Zaha fór á punktinn, gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá Hugo Lloris í markinu. En Crystal Palace voru ekki hættir. Á 84. mínútu vann Zaha boltann ofarlega á vellinum og geystist fram völlinn. Hann átti svo fyrirgjöf á Odsonne Edouard sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 2-0 og Tottenham búið að játa sig sigrað. Edouard var svo aftur á ferðinni á 92. mínútu eftir skyndisókn og skoraði þriðja markið. Þetta var fyrsti deildarsigur Palace undir stjórn Patrick Vieira. Tottenham eru ennþá á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en nokkur lið geta komist ofar í dag. Crystal Palace er með fimm stig. Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Fyrir leikinn voru Tottenham taplausir eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leikina á tímabilinu, alla með einu marki gegn engu. Bjuggust því flestir við sigri hvítklæddra í dag. En annað kom á daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði liðin sköpuðu sér mestmegnis hálffæri þá breyttist leikurinn þegar að Japhet Tagnanga fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu. Tanganga var á hálum ís eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið sitt nokkrum mínútum áður fyrir brot á Wilfried Zaha og var dómari leiksins ekki lengi að draga upp seinna gula þegar Tanganga var seinn í tæklingu. There s your Palace. #CPFC | #CRYTOT pic.twitter.com/83Rcjd6T4x— Crystal Palace F.C. (@CPFC) September 11, 2021 Í kjölfarið sóttu heimamenn stíft og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu þegar að Ben Davies handlék boltann inni í teignum. Zaha fór á punktinn, gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá Hugo Lloris í markinu. En Crystal Palace voru ekki hættir. Á 84. mínútu vann Zaha boltann ofarlega á vellinum og geystist fram völlinn. Hann átti svo fyrirgjöf á Odsonne Edouard sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 2-0 og Tottenham búið að játa sig sigrað. Edouard var svo aftur á ferðinni á 92. mínútu eftir skyndisókn og skoraði þriðja markið. Þetta var fyrsti deildarsigur Palace undir stjórn Patrick Vieira. Tottenham eru ennþá á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en nokkur lið geta komist ofar í dag. Crystal Palace er með fimm stig.
Enski boltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira