Fyrsta tap Tottenham í deildinni staðreynd Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. september 2021 13:30 Patrick Vieira vann sinn fyrsta sigur sem stjóri Crystal Palace EPA-EFE/ANDY RAIN Crystal Palace vann rétt í þessu góðan sigur á taplausu Tottenham liði á heimavelli, 3-0. Fyrir leikinn voru Tottenham taplausir eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leikina á tímabilinu, alla með einu marki gegn engu. Bjuggust því flestir við sigri hvítklæddra í dag. En annað kom á daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði liðin sköpuðu sér mestmegnis hálffæri þá breyttist leikurinn þegar að Japhet Tagnanga fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu. Tanganga var á hálum ís eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið sitt nokkrum mínútum áður fyrir brot á Wilfried Zaha og var dómari leiksins ekki lengi að draga upp seinna gula þegar Tanganga var seinn í tæklingu. There s your Palace. #CPFC | #CRYTOT pic.twitter.com/83Rcjd6T4x— Crystal Palace F.C. (@CPFC) September 11, 2021 Í kjölfarið sóttu heimamenn stíft og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu þegar að Ben Davies handlék boltann inni í teignum. Zaha fór á punktinn, gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá Hugo Lloris í markinu. En Crystal Palace voru ekki hættir. Á 84. mínútu vann Zaha boltann ofarlega á vellinum og geystist fram völlinn. Hann átti svo fyrirgjöf á Odsonne Edouard sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 2-0 og Tottenham búið að játa sig sigrað. Edouard var svo aftur á ferðinni á 92. mínútu eftir skyndisókn og skoraði þriðja markið. Þetta var fyrsti deildarsigur Palace undir stjórn Patrick Vieira. Tottenham eru ennþá á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en nokkur lið geta komist ofar í dag. Crystal Palace er með fimm stig. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Fyrir leikinn voru Tottenham taplausir eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leikina á tímabilinu, alla með einu marki gegn engu. Bjuggust því flestir við sigri hvítklæddra í dag. En annað kom á daginn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem bæði liðin sköpuðu sér mestmegnis hálffæri þá breyttist leikurinn þegar að Japhet Tagnanga fékk að líta rauða spjaldið á 58. mínútu. Tanganga var á hálum ís eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið sitt nokkrum mínútum áður fyrir brot á Wilfried Zaha og var dómari leiksins ekki lengi að draga upp seinna gula þegar Tanganga var seinn í tæklingu. There s your Palace. #CPFC | #CRYTOT pic.twitter.com/83Rcjd6T4x— Crystal Palace F.C. (@CPFC) September 11, 2021 Í kjölfarið sóttu heimamenn stíft og fengu vítaspyrnu á 76. mínútu þegar að Ben Davies handlék boltann inni í teignum. Zaha fór á punktinn, gerði engin mistök og skoraði af öryggi framhjá Hugo Lloris í markinu. En Crystal Palace voru ekki hættir. Á 84. mínútu vann Zaha boltann ofarlega á vellinum og geystist fram völlinn. Hann átti svo fyrirgjöf á Odsonne Edouard sem skoraði með hnitmiðuðu skoti úr teignum. 2-0 og Tottenham búið að játa sig sigrað. Edouard var svo aftur á ferðinni á 92. mínútu eftir skyndisókn og skoraði þriðja markið. Þetta var fyrsti deildarsigur Palace undir stjórn Patrick Vieira. Tottenham eru ennþá á toppi deildarinnar með níu stig eftir fjóra leiki en nokkur lið geta komist ofar í dag. Crystal Palace er með fimm stig.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira