Höfðar mál eftir að hafa verið ranglega vistaður á geðdeild í tæp þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2021 10:42 Joshua Spriestersbach er nú fimmtíu ára gamall. Hann var handtekinn á Havaí árið 2017 og var í tvö ár og átta mánuði á geðdeild því lögregluþjónar fóru mannavilt. EPA/AP Joshua Spriestersbach, var handtekinn fyrir mistök á Honolúlú árið 2017 og vistaður á geðdeild í nærri því þrjú ár, því lögreglan fór mannavillt. Hann hefur nú höfðað mál gegn yfirvöldum á Havaí-eyjum, lögregluþjónum, lögmönnum og læknum sem að máli hans komu. Lögmenn Spriestersbachs segjast vilja að breytingar verði gerðar svo gengið verði úr skugga um enginn annar lendi í því sama og skjólstæðingur þeirra. Þá vilja þær fá bætur sem ákveðnar verði fyrir dómi. Spriestersbach var handtekinn þar sem hann sofnaði á gangstétt í röð við athvarf fyrir heimilislausa á Honolúlú. Hann hélt að verið væri að handtaka sig fyrir að sofa á gangstéttinni en lögregluþjónninn sem handtók hann taldi hann vera eftirlýstan mann sem héti Thomas Castleberry. Látinn neyta mikilla lyfja Spriestersbach staðhæfði að svo væri ekki en mótmæli hans skiluðu engum árangri. Hann var talinn eiga við geðræn vandamál að stríða og lagður inn á geðdeild ríkissjúkrahúss Havaí þar sem hann var látinn neyta mikilla lyfja. Þetta var þrátt fyrir að hann sýndi skírteini með nafni sínu og gat sýnt að hann var annarsstaðar þegar vitað var að Castleberry var í dómsal. Sjá einnig: Vistaður í tæp þrjú ár á geðdeild eftir að lögreglan fór mannavillt Þáverandi lögmenn Spriestersbachs, sem skipaðir voru af ríkinu, trúðu honum ekki heldur. Einn geðlæknir hlustaði þó á hann að endingu og þurfti ekki meira en nokkrar leitir á Google og nokkur símtöl til að komast að því að Spriestersbach væri líklegast að segja satt. Reyndu að hylma yfir málið Hann bað rannsóknarlögregluþjón um að skoða málið. Sá bar saman fingraför og myndir af mönnunum tveimur og komst að hinu sanna. Þá hafði Spriestersbach varið tveimur árum og átta mánuðum á geðdeildinni. Hinn raunverulegi Castleberry hafði þar að auki verið í fangelsi í Alaska frá árinu 2016. Búist er að hann verði látinn laus á næsta ári. Spriestersbach og bandamenn hans í Hawaii Innocence Project halda því fram að þegar mistökin urðu ljós hafi þeir sem að málinu komið haldið fund sín á milli og reynt að hylma yfir vistun hans. Honum var sleppt í laumi og voru engin gögn til um vistun hans. Höfðu áður staðfest að hann væri ekki Castleberry AP fréttaveitan segir að lögsókn Spriestersbachs hafi varpað frekari ljósi á mál hans. Sérstaklega það að þegar hann var handtekinn árið 2011, fyrir að sofa á stigagangi skóla á Honolúlú, sagðist Spristersbach heita Castleberry en það var eftirnafn afa hans. Lögregluþjónar fengu þá upp meldingu um Thomas Castleberry sem hafði verið eftirlýstur frá 2009. Þeir áttuðu sig þó á því að Spriestersbach væri ekki Thomas Castleberry. Þegar hann var handtekinn aftur árið 2015, gaf Spriestersbach upp rétt nafn sitt en í kerfi lögreglunnar var skráð að hann gengi einnig undir nafninu Thomas Castleberry. Þá var hann handtekinn vegna ákærunnar frá 2009. Castleberry hafði verið eftirlýstur fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2006. Í lögsókn Spriestersbachs segir að lögregluþjónar hafi bæði tekið fingraför Spriestersbachs og tekið myndir af honum en enginn hafi borið það saman við fingraför eða mynd af Castleberry. Vilja breytingar Lögmenn Spriestersbachs segja lögregluþjóna, verjendur hans sem skipaðir voru af ríkinu og lækna hafa haft aðgang að upplýsingum sem hefðu auðveldlega getað sannað að hann væri að segja satt. Að hann væri ekki Thomas Castleberry. „Fyrir janúar 2020 reyndi ekki ein manneskja að kanna skoða þær upplýsingar sem fyrir lágu til að kanna hvort Joshua væri að segja satt. Að hann væri ekki Castleberry,“ segir í lögsókninni. „Þess í stað ákváðu þeir að Joshua væri með ranghugmyndir og óhæfur því hann neitað að viðurkenna að hann væri Castleberry og gekkst ekki við glæpum hans.“ Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Lögmenn Spriestersbachs segjast vilja að breytingar verði gerðar svo gengið verði úr skugga um enginn annar lendi í því sama og skjólstæðingur þeirra. Þá vilja þær fá bætur sem ákveðnar verði fyrir dómi. Spriestersbach var handtekinn þar sem hann sofnaði á gangstétt í röð við athvarf fyrir heimilislausa á Honolúlú. Hann hélt að verið væri að handtaka sig fyrir að sofa á gangstéttinni en lögregluþjónninn sem handtók hann taldi hann vera eftirlýstan mann sem héti Thomas Castleberry. Látinn neyta mikilla lyfja Spriestersbach staðhæfði að svo væri ekki en mótmæli hans skiluðu engum árangri. Hann var talinn eiga við geðræn vandamál að stríða og lagður inn á geðdeild ríkissjúkrahúss Havaí þar sem hann var látinn neyta mikilla lyfja. Þetta var þrátt fyrir að hann sýndi skírteini með nafni sínu og gat sýnt að hann var annarsstaðar þegar vitað var að Castleberry var í dómsal. Sjá einnig: Vistaður í tæp þrjú ár á geðdeild eftir að lögreglan fór mannavillt Þáverandi lögmenn Spriestersbachs, sem skipaðir voru af ríkinu, trúðu honum ekki heldur. Einn geðlæknir hlustaði þó á hann að endingu og þurfti ekki meira en nokkrar leitir á Google og nokkur símtöl til að komast að því að Spriestersbach væri líklegast að segja satt. Reyndu að hylma yfir málið Hann bað rannsóknarlögregluþjón um að skoða málið. Sá bar saman fingraför og myndir af mönnunum tveimur og komst að hinu sanna. Þá hafði Spriestersbach varið tveimur árum og átta mánuðum á geðdeildinni. Hinn raunverulegi Castleberry hafði þar að auki verið í fangelsi í Alaska frá árinu 2016. Búist er að hann verði látinn laus á næsta ári. Spriestersbach og bandamenn hans í Hawaii Innocence Project halda því fram að þegar mistökin urðu ljós hafi þeir sem að málinu komið haldið fund sín á milli og reynt að hylma yfir vistun hans. Honum var sleppt í laumi og voru engin gögn til um vistun hans. Höfðu áður staðfest að hann væri ekki Castleberry AP fréttaveitan segir að lögsókn Spriestersbachs hafi varpað frekari ljósi á mál hans. Sérstaklega það að þegar hann var handtekinn árið 2011, fyrir að sofa á stigagangi skóla á Honolúlú, sagðist Spristersbach heita Castleberry en það var eftirnafn afa hans. Lögregluþjónar fengu þá upp meldingu um Thomas Castleberry sem hafði verið eftirlýstur frá 2009. Þeir áttuðu sig þó á því að Spriestersbach væri ekki Thomas Castleberry. Þegar hann var handtekinn aftur árið 2015, gaf Spriestersbach upp rétt nafn sitt en í kerfi lögreglunnar var skráð að hann gengi einnig undir nafninu Thomas Castleberry. Þá var hann handtekinn vegna ákærunnar frá 2009. Castleberry hafði verið eftirlýstur fyrir að rjúfa skilorð vegna dóms frá 2006. Í lögsókn Spriestersbachs segir að lögregluþjónar hafi bæði tekið fingraför Spriestersbachs og tekið myndir af honum en enginn hafi borið það saman við fingraför eða mynd af Castleberry. Vilja breytingar Lögmenn Spriestersbachs segja lögregluþjóna, verjendur hans sem skipaðir voru af ríkinu og lækna hafa haft aðgang að upplýsingum sem hefðu auðveldlega getað sannað að hann væri að segja satt. Að hann væri ekki Thomas Castleberry. „Fyrir janúar 2020 reyndi ekki ein manneskja að kanna skoða þær upplýsingar sem fyrir lágu til að kanna hvort Joshua væri að segja satt. Að hann væri ekki Castleberry,“ segir í lögsókninni. „Þess í stað ákváðu þeir að Joshua væri með ranghugmyndir og óhæfur því hann neitað að viðurkenna að hann væri Castleberry og gekkst ekki við glæpum hans.“
Bandaríkin Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira