Jón Daði dýrkaður og dáður hjá Bolton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 10:01 Jón Daði skorar annað mark sitt um helgina. Twitter@OfficialBWFC Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæra innkomu um helgina er hann kom inn af bekknum hjá Bolton Wanderers og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Accrington Stanley. Gaf hann sér svo tíma til að leika við ungan aðdáanda Bolton-liðsins á leiðinni heim. Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira