Fagnaðarlæti er Kristmundur og Júlí komu til baka: „Þetta lag...“ Máni Snær Þorláksson skrifar 18. mars 2023 20:14 Kristmundur Axel og Júlí Heiðar komu fram á Hlustendaverðlaununum í gær. Hulda Margrét Ólafsdóttir Þeir Kristmundur Axel og Júlí Heiðar slógu eftirminnilega í gegn fyrir þrettán árum. Nú hafa þeir snúið bökum saman á ný en þeir frumfluttu nýtt lag á Hlustendaverðlaununum í gær. Þá tóku þeir einnig smellinn sinn, við mikinn fögnuð viðstaddra. Kristmundur og Júlí unnu Söngvakeppni framhaldskólanna árið 2010 með laginu Komdu til baka. Í laginu syngja þeir félagar eigin texta yfir lagið Tears In Heaven með Eric Clapton. Lagið fjallar að mestu um fíknivanda föður Kristmundar. Júlí rifjaði það upp í Veislunni með Gústa B á FM957 í vikunni hvernig það kom til að þeir tóku þátt í keppninni á sínum tíma: „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum: Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt,“ segir Júlí. „Þetta lag... er orðið þrettán ára gamalt“ Nú er komið út nýtt lag með tvíeykinu sem nefnist Ég er. Kristmundur og Júlí frumfluttu lagið á Hlustendaverðlaununum sem fóru fram í gærkvöldi. Fyrir það hafði Júlí flutt lagið sitt Ástin heldur vöku sem tilnefnt var sem lag ársins á hátíðinni. Þá var Júlí tilnefndur sem flytjandi ársins og söngvari ársins. Eftir að hafa sungið nýja lagið sagði Kristmundur fyrstu tvö orðin í Komdu til baka: „Þetta lag...“ Allur salurinn sá hvað í stefndi og fagnaði ákaft. Þá kláraði Kristmundur setninguna sem var örlítið breytt þeirri sem er í upphaflega laginu: „...er orðið þrettán ára gamalt. Má ég heyra alla hérna syngja með?“ Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Kristmundur og Júlí unnu Söngvakeppni framhaldskólanna árið 2010 með laginu Komdu til baka. Í laginu syngja þeir félagar eigin texta yfir lagið Tears In Heaven með Eric Clapton. Lagið fjallar að mestu um fíknivanda föður Kristmundar. Júlí rifjaði það upp í Veislunni með Gústa B á FM957 í vikunni hvernig það kom til að þeir tóku þátt í keppninni á sínum tíma: „Þetta var mjög skemmtilegt. Þegar við tókum þessa ákvörðun þá vorum við heima hjá þér Kristmundur. Ég tók upp kassagítarinn og var að spila lagið þitt. Þá einhvern veginn, eitthvað gerðist þar. Við hugsuðum: Já, bíddu við. Það er einhver söngkeppni. Við verðum að taka þátt,“ segir Júlí. „Þetta lag... er orðið þrettán ára gamalt“ Nú er komið út nýtt lag með tvíeykinu sem nefnist Ég er. Kristmundur og Júlí frumfluttu lagið á Hlustendaverðlaununum sem fóru fram í gærkvöldi. Fyrir það hafði Júlí flutt lagið sitt Ástin heldur vöku sem tilnefnt var sem lag ársins á hátíðinni. Þá var Júlí tilnefndur sem flytjandi ársins og söngvari ársins. Eftir að hafa sungið nýja lagið sagði Kristmundur fyrstu tvö orðin í Komdu til baka: „Þetta lag...“ Allur salurinn sá hvað í stefndi og fagnaði ákaft. Þá kláraði Kristmundur setninguna sem var örlítið breytt þeirri sem er í upphaflega laginu: „...er orðið þrettán ára gamalt. Má ég heyra alla hérna syngja með?“
Hlustendaverðlaunin Tónlist Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira