Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins.

Hrýs hugur við að skólahverfið taki stakka­skiptum

Á mánudag verður tekin ákvörðun um framtíðarskipulag skólahverfisins í Laugardal. Íbúum hverfisins er mikið niðri fyrir og hafa sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að borgaryfirvöld hlusti á raddir þeirra og geri ekki róttækar breytingar á fyrirkomulagi skólamála og tvístri nemendahópnum með nýjum unglingaskóla.

„Þetta tíðkast víðar en við höldum“

Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum.

Korpuskóli skásti möguleikinn í afleitri stöðu

Tekin hefur verið ákvörðun um að nemendur í 8. bekk Hagaskóla verði í vikunni fluttir tímabundið í Korpuskóla í Grafarvogi. Þar mun kennsla fara fram í um 3-5 vikur á meðan leyst er úr brunavarnamálum í bráðabirgðahúsnæði þeirra í Ármúla. Formaður Foreldrafélags Hagaskóla segir þetta skásta möguleikann í annars afleitri stöðu.

Ekki í anda trúarinnar að tvístra nemendahópum

Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur við Laugarneskirkju vísar á bug ásökunum um að kirkjan sé að kynda undir ófriðarbál með því að afþakka kirkjuheimsóknir á vegum grunnskólanna í aðventunni. Ákvörðunin hafi verið tekin sérstaklega til að slökkva ófriðarbál því andstaða hafi við skipulagðar kirkjuheimsóknir hafi farið stigvaxandi. Þá sé það ekki í anda kirkjunnar að skilja börn út undan.

Misvægi atkvæða eftir búsetu gangi ekki árið 2022

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, vill gera vægi atkvæða milli kjördæma eins jafnt og stjórnarskrá heimilar. Það gangi ekki árið 2022 að vægi atkvæðis fari eftir því hvar viðkomandi búi á landinu.

Biðla til stjórn­valda um að af­stýra 20 prósenta hækkun fast­eigna­skatta

Þrenn hagsmunasamtök hafa sent út ákall til stjórnvalda um að afstýra tuttugu prósenta hækkun fasteignaskatta-og gjalda. Formaður Landssambands eldri borgara bendir á að eldri bogarar hafi enga möguleika til að auka sínar tekjur eins og aðrir þjóðfélagshópar. Endurskoða þurfa hvernig fasteignamat sé reiknað.

„Kærkomin“ kólnun á fasteignamarkaði

Fyrstu greinilegu merki um kólnun á fasteignamarkaði sjást nú. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% á milli júlí og ágúst en slík lækkun hefur ekki átt sér stað síðan árið 2019. Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans segir hin kælandi áhrif vera kærkomin en þau urðu meðal annars til þess að verðbólguspá hagfræðideildarinnar gerir nú ráð fyrir enn meiri hjöðnun verðbólgu.

Sjá meira