Breskum ferðamönnum til Íslands fækkar um 9.000 19. desember 2008 12:03 Breskum ferðamönnum sem komu til Íslands síðasta sumar fækkaði um 9.000 miðað við árið á undan. Þetta er hluti af almennri þróun í Bretlandi en samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins ákváðu milljón Bretar að sitja heima síðasta sumar í stað þess að ferðast erlendis í fríum sínum. Í umfjöllun um málið á Timesonline kemur fram að ferðamannastraumurinn frá Bretlandi jókst á fyrrihluta ársins en síðan varð skarpur viðsnúningur á þeirri þróun í sumar þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Þeir staðir sem mesta fækkunin varð á komu Breta voru Grikkland þar sem breskum ferðamönnum fækkaði um yfir 100.000 miðað við árið í fyrra. En Eystrasaltsríkin fundu einnig verulega fyrir þessu. Tildæmis fækkaði komum Breta til Litháen um nær helming, úr 55.000 í 30.000 og svipaða sögu er að segja frá Eistlandi þar sem breskum ferðamönnum fækkaði úr 41.000 í 29.000. Hvað Ísland varðar komu 43.000 breskir ferðamenn til landsins á þessu ári en þeir voru 52.000 talsins í fyrra. Stór hluti af þessum fjölda kom í styttri eða helgarferðir. Og á næsta ári er reiknað með enn meiri fækkun breskra ferðamanna á erlendri grundu. Nefnir Times sem dæmi að Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands hefur fækkað ferðum sínum um 28% fyrir þennan vetur og um 16% fyrir næsta sumar. Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breskum ferðamönnum sem komu til Íslands síðasta sumar fækkaði um 9.000 miðað við árið á undan. Þetta er hluti af almennri þróun í Bretlandi en samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins ákváðu milljón Bretar að sitja heima síðasta sumar í stað þess að ferðast erlendis í fríum sínum. Í umfjöllun um málið á Timesonline kemur fram að ferðamannastraumurinn frá Bretlandi jókst á fyrrihluta ársins en síðan varð skarpur viðsnúningur á þeirri þróun í sumar þegar fjármálakreppan skall á með fullum þunga. Þeir staðir sem mesta fækkunin varð á komu Breta voru Grikkland þar sem breskum ferðamönnum fækkaði um yfir 100.000 miðað við árið í fyrra. En Eystrasaltsríkin fundu einnig verulega fyrir þessu. Tildæmis fækkaði komum Breta til Litháen um nær helming, úr 55.000 í 30.000 og svipaða sögu er að segja frá Eistlandi þar sem breskum ferðamönnum fækkaði úr 41.000 í 29.000. Hvað Ísland varðar komu 43.000 breskir ferðamenn til landsins á þessu ári en þeir voru 52.000 talsins í fyrra. Stór hluti af þessum fjölda kom í styttri eða helgarferðir. Og á næsta ári er reiknað með enn meiri fækkun breskra ferðamanna á erlendri grundu. Nefnir Times sem dæmi að Tui, stærsta ferðaskrifstofa Bretlands hefur fækkað ferðum sínum um 28% fyrir þennan vetur og um 16% fyrir næsta sumar.
Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira