Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Elín Hall í Vogue

Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið

Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. 

Neytendur
Fréttamynd

Bryan Adams til Ís­lands

Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara.

Lífið
Fréttamynd

Frið­rik Ómar og Hera skilja ekkert í úr­slitunum

Birgitta Ólafsdóttir, betur þekkt sem Birgó, segir að skilaboðunum hafi rignt yfir hana í kjölfar þess að hún komst ekki áfram í úrslit Söngvakeppninnar síðastliðinn laugardag. Fjölmargir lýsa yfir furðu vegna málsins, meðal annars Friðrik Ómar og Hera Björk.

Lífið
Fréttamynd

The Smashing Pumpkins til Ís­lands

Bandaríska hljómsveitin The Smashing Pumpkins er á leiðinni til Íslands í fyrsta skiptið. Sveitin mun halda stórtónleika í Laugardalshöllinni þann 26. ágúst. 

Tónlist
Fréttamynd

Fimm lög keppa í Söngva­keppninni í kvöld

Flytjendur fimm laga keppast í kvöld í fyrri undankeppni Söngvakeppninnar á RÚV. Úrslitin fara fram þann 22. febrúar og þá verður framlag Íslands til Eurovision í Sviss í maí valið. Undanúrslitakvöldin verða tvö, í kvöld og næsta laugardag. Aron Can kemur einnig fram í kvöld og flytur tvö lög.

Lífið
Fréttamynd

Irv Gotti er látinn

Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Fleetwood Mac: Þegar eftir­líkingin verður betri en raun­veru­leikinn

Það var mánudagskvöld í Reykjavík, dagurinn sem flestir telja leiðinlegasta dag vikunnar – en ekki þetta kvöld. Í Hörpu beið tónlistarveisla sem átti eftir að sanna að mánudagar geta verið töfrandi. Rumours of Fleetwood Mac, frægasti Fleetwood Mac-eftirlíkingarhópur í heimi, var mættur á svið Eldborgar, og væntingarnar voru stórar. Ég meina, ef Mick Fleetwood sjálfur hefur gefið þeim blessun sína, þá hlýtur þetta að vera eitthvað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið
Fréttamynd

Var til­búinn með tapræðu í matar­boðinu

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Lífið
Fréttamynd

Víkingur Heiðar vann til Gram­my-verð­launa

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er engin þrauta­ganga fyrir mig“

Páll Óskar Hjálmtýsson poppstjarna lýsir ástandi sínu eftir þrefalt kjálkabrot í nýju myndbandi. Hann ætlar ekki í fýlu, benda á sökudólga eða horfa í baksýnisspegilinn. Hann verði kominn á svið aftur áður en fólk veit af.

Lífið
Fréttamynd

Kafla­skil í tískunni þegar hann var tíu ára

„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Merzedes Club snýr aftur

Hljómsveitin Merzedes Club mun snúa aftur eftir langt hlé í Laugardalshöll í maí. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða hluti af afmælisveislu FM95Blö.

Lífið
Fréttamynd

Þungarokkarar komast ekki til Ís­lands

Bandarísku þungarokkararnir í MANOWAR komast ekki til landsins vegna óveðurs, þar sem flug liggur niðri. Því neyðist sveitin til að fresta tónleikum sínum sem fara áttu fram í Hörpu á morgun 1. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Páll Óskar féll í yfir­lið og þríkjálkabrotnaði

Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari kjálkabrotnaði illa eftir að hann féll í yfirlið á heimili sínu á sunnudaginn. Hann segir ástæðuna fyrir yfirliðinu mega rekja til hjartagalla en hann hefur verið á hjartalyfjum síðustu þrjú ár. Páll Óskar gefur í dag út nýtt lag, tekur meiðslunum af æðruleysi og ætlar að vera kominn aftur á svið eftir örfáa mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Syndir á móti straumnum í old school hip­hopi

Tónlistarmaðurinn Talib Kweli kemur fram á tónleikum í Gamla bíó þann 13. febrúar. Tónlistarmaðurinn Saint Pete sér um upphitun ásamt Benna B-Ruff eða Benedikt Frey Jónssyni en hann og Kjartan Trauner frumsýna nýtt efni í upphitun ásamt óvæntum gestum . Benedikt stendur að innflutningi Talib Kweli í gegnum fyrirtæki sitt Liveproject.

Lífið