Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Frederik Schram fundinn

Eftir stutt stopp í Dan­mörku er mark­vörðurinn Frederik Schram mættur aftur til Vals eftir að hafa farið frá liðinu eftir síðasta tíma­bil. Þrátt fyrir að hafa ekki ætlað sér að koma aftur til Ís­lands að spila fót­bolta gat hann ekki annað en gripið tækifærið þegar að það gafst. Fjarvera hans í leik gegn FH á dögunum vakti upp spurningar en nú er Frederik Schram mættur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Chelsea örugg­lega í úr­slita­leikinn

Chelsea er komið áfram í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Djurgården í kvöld. Þar muna þeir mæta annað hvort Fiorentina eða Real Betis en leikur þeirra er kominn í framlengingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys

Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt.

Fótbolti
Fréttamynd

Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“

Skiljanlega var létt yfir Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann nýtti tækifærið og skaut létt á þá sem hafa efast um styrk frönsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Völlurinn í Grinda­vík metinn öruggur

Grindavíkurvöllur hefur verið metinn öruggur til æfinga og keppni og því virðist ekkert því til fyrirstöðu að Grindvíkingar taki þar á móti Fjölni úr Grafarvogi á laugardaginn, í fyrsta heimaleik sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í ár.

Íslenski boltinn