Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Ævar vísinda­maður í miðaldrakrísu

Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu.

Gagnrýni

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló

Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016.

Lífið
Fréttamynd

Uglumorð, aug­lýsingar og dauði inter­netsins

Tungumálaforritið Duolingo „drap“ í síðustu viku helsta kennimerki sitt, grænu ugluna. Dauði uglunnar er markaðstaktík en viðbrögðin sýna líka hvernig vélmenni og fyrirtæki hafa tekið yfir samfélagsmiðla og eyðilagt alla umræðu.

Menning
Fréttamynd

„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“

„Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni.

Lífið
Fréttamynd

„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá.

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­sjáan­legt fjölskyldudrama

Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Heim er nýjasta verkið úr smiðju Hrafnhildar Hagalín og fjallar um íslenska fjölskyldu á krossgötum. Þetta er ekki verk sem leitast við að umbylta leikhúsforminu eða tækla mikilvæg samfélagsmálefni. Hér er kastljósinu beint að ástinni, fjölskylduböndum og hvernig leyndarmál hafa tilhneigingu til að finna sér leið á yfirborðið. Vandi verksins er hins vegar að leyndarmálin eru frekar augljós og verkið hefði þurft á betri leikstjórn að halda en það fær úr höndum þjóðleikhússtjóra.

Gagnrýni
Fréttamynd

Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square

Það er sjaldan dauð stund hjá dansaranum Írisi Ásmundardóttur sem var stödd í New York um helgina til þess að ganga tískupallinn á tískuvikunni í New York. Hún er með ýmis járn í eldinum og vinnur með alls kyns listafólki hvaðan af úr heiminum. Blaðamaður ræddi við Írisi um þessi ævintýri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ís­lensku krydd­píurnar en hver er hvað?

Oddviti Vinstri grænna grínaðist með það á þriðjudag að oddvitar flokkanna sem nú standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavík væru kryddpíur, en ekki valkyrjur. Vísaði hún þar annars vegar til frægrar enskrar popphljómsveitar og hins vegar til oddvitanna í ríkisstjórn.

Lífið
Fréttamynd

Mótsvar til að lifa af and­lega og sökkva ekki í hyl­dýpið

„Ég oft fengið þessa spurningu, þið eruð ótrúlega fá á Íslandi en það eru ótrúlega margir skapandi einstaklingar á Íslandi, hvað er það?“ segir Lilja Birgisdóttir, ein af stofnendum ilm-og listverslunarinnar Fischersunds. Hún er viðmælandi í nýrri hlaðvarpsseríu í stjórn Haralds „Halla“ Þorleifssonar, Labbtúr.

Menning
Fréttamynd

Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti

„Ég var í fjarsambandi og var hrædd um að sofna vegna þeirrar yfirvofandi staðreyndar að um leið og ég myndi vakna yrði komið að kveðjustund,“ segir tónlistarkonan Róshildur. Hún var að senda frá sér lagið Tími, ekki líða og framleiddi sjálf samhliða því tónlistarmyndband. Blaðamaður ræddi við hana um verkefnið.

Tónlist
Fréttamynd

For­seta­hjónin mættu á frum­sýningu Sigur­vilja

Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Lífið
Fréttamynd

Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans

Það var gríðarleg stemning á Listasafni Íslands síðastliðinn föstudag þar sem gestir flykktust að til að taka þátt í Safnanótt. Safnahús Listasafns Íslands voru full út úr dyrum fram eftir kvöldi enda nóg um að vera.

Lífið
Fréttamynd

Hraðstefnumót fyrir eldri borgara

Bíó Paradís efnir til hraðstefnumóts fyrir eldri borgara að lokinni sýningu á hjartnæmri ástarsögu sem slegið hefur í gegn erlendis og hlotið lof gagnrýnenda.

Lífið