Haukar halda sér í toppbaráttunni Haukar lögðu Stjörnuna með sex marka mun í Olís deild karla, lokatölur í Garðabænum 23-29. Handbolti 19.2.2025 22:31
ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Dagur Arnarsson skoraði níu mörk þegar ÍBV vann 31-29 sigur gegn Gróttu í Vestmannaeyjum í dag, í Olís-deildinni í handbolta. Ófarir Seltirninga halda því áfram en Eyjamenn eru komnir með átján stig, upp að hlið Stjörnunnar í 6.-7. sæti eftir 17 umferðir af 22. Handbolti 16.2.2025 15:30
Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Valur vann 17 marka sigur þegar liðið sótti ÍR heim í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 31-48. Handbolti 15.2.2025 17:45
Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Haukar unnu sterkan fjögurra marka sigur er liðið tók á móti ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 28-24. Handbolti 12. febrúar 2025 17:16
Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. Handbolti 12. febrúar 2025 14:28
„Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Ísak Gústafsson sneri aftur í lið Vals í kvöld, í 33-26 sigri gegn FH. Hann hefur verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla en segir hnéð núna í „toppmálum.“ Einbeiting hans er núna öll á toppbaráttunni sem Valur er í, þó skiptin til Danmerkur í sumar séu spennandi. Handbolti 11. febrúar 2025 23:01
Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Valur vann afar sannfærandi sjö marka sigur, 33-26, gegn FH í sextándu umferð Olís deildar karla. FH byrjaði betur og var með forystuna eftir fimmtán mínútur en eftir það voru Valsmenn með öll völd á vellinum. Nú munar aðeins einu stigi milli liðanna í deildinni, FH á toppnum með 23 stig en Valur í fjórða sæti með 22 stig. Handbolti 11. febrúar 2025 22:00
Ísak á leið í atvinnumennsku Selfyssingurinn Ísak Gústafsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við TMS Ringsted. Þessi 21 árs gamli handboltamaður fer til Danmerkur í sumar. Handbolti 11. febrúar 2025 09:00
Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason er orðinn langmarkahæstur í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 10. febrúar 2025 20:16
KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu KA gerði sér góða ferð suður og sótti fimm marka sigur gegn ÍR í sextándu umferð Olís deildar karla. Lokatölur 34-39 í Skógarselinu. Handbolti 9. febrúar 2025 17:41
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Fram sigraði Aftureldingu með tveggja marka mun í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í dag. Framarar voru sjö mörkum undir í hálfleik en frábær byrjun þeirra í seinni hálfleik lagði grunninn að dramatískum sigri og á endanum fór leikurinn 34-32, heimamönnum í vil. Handbolti 8. febrúar 2025 20:00
„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. Handbolti 8. febrúar 2025 19:40
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. Handbolti 8. febrúar 2025 19:00
HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa HK vann eins marks sigur á Haukum í Olís deild karla í handbolta í kvöld. HK vann 30-29 eftir að hafa náð þriggja marka forystu á lokakafla leiksins. Handbolti 7. febrúar 2025 21:55
„Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Stjarnan krækti í stig gegn FH í Krikanum. Gestirnir úr Garðabæ enduðu leikinn frábærlega og náðu að jafna á síðustu mínútunni og leikurinn endaði 29-29. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð sáttur með stigið eftir leik. Sport 4. febrúar 2025 21:50
Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Afturelding, Fram og Valur unnu góða sigra þegar Olís-deild karla í handbolta fór af stað á nýjan leik eftir langa pásu sökum HM í handbolta. Handbolti 4. febrúar 2025 21:15
Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum FH og Stjarnan skildu jöfn í fyrstu umferðinni eftir að HM- og jólafríinu lauk. Leikurinn var jafn og spennandi og það var Hans Jörgen Ólafsson sem gerði síðasta mark leiksins og tryggði Stjörnunni stig. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Handbolti 4. febrúar 2025 20:59
ÍBV vann í Grafarvogi ÍBV sótti sigur í Grafarvog þegar liðið mætti Fjölni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Handbolti 4. febrúar 2025 20:03
Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar og leikgreinandi fyrir Dag Sigurðsson hjá króatíska karlalandsliðinu í handbolta, segir skrif Víðis Sigurðssonar hafa slegið sig. Víðir hafi séð að sér og beðist afsökunar, sem Gunnar kann að meta, og málinu sé lokið af hans hálfu. Handbolti 4. febrúar 2025 08:03
FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handknattleiksdeild FH hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins í Olís-deild karla í handbolta. Handbolti 1. febrúar 2025 22:47
Oggi snýr aftur heim Þorgils Jón Svölu Baldursson, línu- og varnarmaður, mun leika á ný með Val það sem eftir lifir leiktíðar í handboltanum hér á landi. Handbolti 30. janúar 2025 15:48
Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Dómstóll HSÍ vísaði kröfum Stjörnunnar um að HK yrði dæmt tap í leik liðanna í Olís-deild karla eða að leikurinn yrði leikinn aftur frá byrjun. Úrslitin í leiknum standa. Handbolti 17. desember 2024 14:10
Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Afturelding missti af tækifærinu að minnka forskot FH á toppi Olís-deildarinnar eftir að liðið gerði jafntefli við KA á Akureyri í kvöld. KA var grátlega nálægt því að næla í bæði stigin í leiknum. Handbolti 14. desember 2024 20:41
Mikil spenna í Eyjum ÍBV og Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli, 26-26, í miklum spennuleik í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 14. desember 2024 15:08