

Bílar
Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres
„Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn. Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1 en Hakka Trygging® fylgir öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres.
Fréttir í tímaröð

Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan
Í fimmta þætti skoðar James Einar Becker Porsche Macan 4S. Er þetta í fyrsta skipti sem Porsche framleiðir Macan sem 100% rafmagnsbíl. Hann hefur þetta að segja um bílinn.

Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu
Hætta er á að hægist á orkuskiptum í samgöngum ef stjórnvöld reyna að beina styrkjum til rafbílakaupa í auknum mæli til tekjulægra og yngra fólks, að mati framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Yngra og tekjulægra fólk kaupi mun síður nýja bíla en þeir sem eru eldri og tekjuhærri.

Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt
Ákvörðun um sekt vegna stöðvunarbrotagjalda í Reykjavík verður framvegis í höndum starfsfólks á skrifstofu. Eftirlit verður fyrst og fremst rafrænt þótt eftirlit gangandi stöðumælavarða hverfi ekki alveg.

Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk
Sveinn Waage framkvæmdastjóri hefur sett Tesluna sína á sölu. Hann segist langþreyttur á því áreiti sem fylgi því að eiga slíkan bíl. Hann vill losna við fararskjótann sem fyrst og slær því vel af verðinu. Hann sér frið og ró sem því fylgi í hillingum.

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Nýr Mitsubishi Outlander PHEV verður frumsýndur dagana 31. mars til 5. apríl í höfuðstöðvum Heklu við Laugaveg í Reykjavík.

Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða
Lögmaður telur ríkið hafa bakað sér milljarða skaðabótakröfu þar sem lög um olíugjald brjóti í bága við stjórnarskrá. Hann vinnur nú að lögsókn vegna gjaldtöku síðustu fjögurra ára.

Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að stjórnvöld vestanhafs hygðust leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af Evrópusambandinu og Kanada.

„Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“
„Við erum að búa til einstaklinga sem eru að fara öðlast ökuréttindi og búa þá undir umferðina svo þeir séu sem öruggastir fyrir okkur öll og þá sjálfa,“ segir Þuríður B. Ægisdóttir, formaður Ökukennarafélags Íslands, en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni.

Salóme tekur við af stofnanda Ísorku
Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ísorku. Hún tekur við starfinu af Sigurði Ástgeirssyni stofnanda fyrirtækisins.

Tesluvandinn
Nú hefur það breyst á síðustu mánuðum og árum að Tesla er ekki lengur bara eitthvað bílafyrirtæki. Stærsti eigandi þess og helsti talsmaður, Elon Musk, hefur stigið inn á svið stjórnmála og mannréttindamála með svo afgerandi hætti að það er ekki lengur hægt að líta á fyrirtækin sem hann byggir sín auðæfi á sem bara venjuleg fyrirtæki á markaði.

Svefnvana Gnarr varð var við grunsamlegan skemmdarvarg
Þingmaðurinn Jón Gnarr varð var við grunsamlegan mann í götunni sinni um fjögurleytið í nótt. Hann hafi ætlað að hringja á lögregluna þegar maðurinn hvarf á braut. Reyndist viðkomandi hafa unnið skemmdarverk á Teslu.

Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk
Tork gaur heldur áfram með þáttaröð sína á Vísi. Í fjórða þætti heldur James Einar Becker til Lapplands eða nánar tiltekið Jokkmokk í norður Svíðþjóð. Þangað var honum boðið á frosið stöðuvatn af Polestar til að reynsluaka Polestar 2, 3 og 4.

Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4
Vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin laugardaginn 15. mars síðastliðinn í brakandi blíðu og logni við Þursaborg á Langjökli. Um 400 manns skráðu sig í ferðina, flestir frá höfuðborgarsvæðinu en stórir hópar frá Norður- og Suðurlandi og víðar að líka.

Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð
Ég hallaði sætinu aftur, setti mjóbaksnuddið í gang og lokaði augunum. Þrjátíu mínútna hleðslustopp þarf ekki að vera svo slæmt. Ég sat í Ford Capri, fornfrægum sportbíl sem geystist á ný inn á markaðinn síðasta sumar, endurfæddur sem rafbíll.

Freista þessa að selja Frumherja og um fimm milljarða fasteignasafn
Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.

Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar
Reynir Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar.

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna.

Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda
Þjóðskrá hefur tekið við framleiðslu á ökuskírteinum úr plasti. Gert er ráð fyrir að flestir sem beðið hafa eftir nýjum ökuskírteinum fái skírteinin um næstu mánaðarmót.

Af hverju kílómetragjald?
Til umræðu á Alþingi er nýtt tekjuöflunarfyrirkomulag ríkisins til að standa undir vegakerfinu. Þetta er stórt skref í átt að sjálfbærri, sanngjarnri og gagnsærri skattlagningu ökutækja og umferðar á Íslandi.

Lada Sport okkar tíma
Splunkuný þáttaröð af Tork gaur hófst í janúar hér á Vísi. Í þriðja þætti skoðar James Einar Becker Dacia Duster Extreme III, sem er hagkvæmasti jepplingurinn til sölu í dag. Hann hefur þetta að segja um bílinn.

Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl
Ferðinni var heitið austur fyrir fjall og allt á kafi í snjó. Spáin lofaði þó hæglætis vetrarveðri og það var spenningur í mér. Ég var á Peugeot E-3008 GT, 100% rafbíl, framdrifnum og flottum með uppgefna allt að 525 km drægni (WLTP)

Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt
Þóra Tómasdóttir dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu henti fyrirspurn um Teslu-skömm inn á Facebook-hópinn „Tesla eigendur og áhugafólk“ en hlaut frekar dræmar viðtökur við spurningum sínum.

„Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni
Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár.