Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Vekur at­hygli“ að Arion hafi ekki fært upp virði verð­mætra þróunar­eigna

Stærsti einkafjárfestirinn í Arion segir að væntingar sínar hafi staðið til þess að bankinn myndi endurmeta virði eignarhluta bankans í verðmætum þróunareignum, sem eru Blikastaðalandið og Arnarlandið, en „einhverra hluta vegna“ hafi stjórnendur ekki gert það þótt framgangur þeirra verkefna undanfarin misseri sé augljós. Þá segist forstjóri Stoða, sem situr í stjórn Bláa lónsins, að ef ytri þættir verði hagfelldir í rekstrarumhverfi ferðaþjónustufélagsins þá verði mögulega hægt að ráðast í skráningu í Kauphöllina á næsta ári.

Innherji
Fréttamynd

Bundið slit­lag á síðasta kafla Norðausturvegar

Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027.

Innlent
Fréttamynd

Létu rauða við­vörun ekki stoppa sig

Þrátt fyrir rauða veðurviðvörun voru þónokkrir á ferð um miðbæ Reykjavíkur í dag. Ferðamenn í stuttu stoppi sem vildu ekki eyða deginum inni á hótelherbergi, fólk á leið heim úr vinnu og einn hlaupari sem þurfti að klára æfingu dagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Um 500 nýjar í­búðir byggðar í Ár­nesi í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi

Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal.

Innlent
Fréttamynd

Vest­firðingar þokast nær langþráðum vegabótum

Borgarverk í Borgarnesi átti lægsta tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og reyndist tilboð verktakans 280 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Vegagerðin snertir helsta náttúrudjásn Vestfjarða, fossinn Dynjanda.

Innlent
Fréttamynd

Styrkjum inn­viði okkar mikil­vægustu at­vinnu­greinar

Ferðaþjónustan skapar fleiri störf og aflar meiri gjaldeyris en aðrar greinar – greinin er ung og því nauðsynlegt að stjórnvöld og fyrirtækin í greininni eigi gott samráð um mótun starfsumhverfis hennar, segir formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu.

Umræðan
Fréttamynd

Þúsund skref auka­lega skila 15 prósent lægri dánar­tíðni

Þúsund skref aukalega á dag lækka dánartíðni fólks um fimmtán prósent. Þetta kemur fram í rannsókn þar sem tvö hundruð og tuttugu þúsund manns var fylgt eftir um árabil. Endurhæfingarlæknir segir að öll viðbótarhreyfing bæti lífslíkur fólks, sérstaklega eldri hópa.

Innlent
Fréttamynd

Hátt raun­gengi að nálgast „þol­mörk“ og spá því að krónan muni gefa eftir

Þrátt fyrir miklar sveiflur í hagkerfinu síðustu misseri og ár hefur krónan haldist „ótrúlega stöðug“ en eftir talsverða hækkun á raungenginu er það komið á þann stað vera ekki sjálfbært við núverandi aðstæður, einkum fyrir samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar, og margt sem bendir til að gengi krónunnar muni veikjast á árinu, að mati hagfræðinga Arion. Ólíklegt er að fjárfestar auki við framvirka stöðu sína með krónunni, samkvæmt greiningu bankans, sem endurspeglar meðal annars auknar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar og óvissu hver áhrifin verða af boðuðum komu- og auðlindagjöldum.

Innherji
Fréttamynd

Eru skattar og gjöld verðmæta­sköpun?

Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ömur­legasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segir veggjalús komna til að vera á Íslandi. Eins og stendur er hann á ferðalagi um landið til að eyða veggjalús. Hann segir veggjalúsinni hafa fjölgað verulega á Íslandi síðustu misseri. „Puttalangur frá helvíti,“ segir hann samstarfsmann sinn kalla hana. Steinar Smári fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ferðaþjónustu­fólk kemur saman

Í upphafi hvers árs er mikið um að vera hjá ferðaþjónustufólki sem kemur saman til að ráðfæra sig við hvert annað, finna nýjar hugmyndir og skapa verðmæti.

Skoðun
Fréttamynd

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum.

Lífið samstarf