Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ekki séns að fara í sumar­frí“

Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs Akureyri, átti góðan leik þegar lið hennar minnkaði muninn í 2-1 í einvígi sínu gegn Val í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Haukar - Grinda­vík 76-73 | Deildar­meistararnir fengu líf­línu

Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73.

Körfubolti
Fréttamynd

„Erfitt að spila við þessar að­stæður“

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var himinlifandi með að fara með sigur af hólmi frá erfiðum útivelli í Skógarselinu í Breiðholti í kvöld en lið hans bar sigurorð af ÍR í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Stjarnan er þar með komin í 2-0 en hafa þarf betur í þremur leikjum til þess að fara í undanúrslitin.   

Körfubolti
Fréttamynd

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“

Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var allt annað en sáttur við dómaratríóið sem sá um dómgælsuna þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigur Stjörnunnuar þýðir að liðið er komið í kjörstöðu með 2-0 forystu í einvíginu. 

Körfubolti
Fréttamynd

Hamar/Þór og KR í kjör­stöðu

Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum.

Körfubolti