Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá kemur enski boltinn heim í sumar og verður á dagskrá hjá Stöð 2 Sport næstu árin. Enski boltinn 10.4.2025 15:30
Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Leicester-liðið sem Arnar Gunnlaugsson lék með um aldamótin spilaði ekki bara af krafti. Leikmenn liðsins skemmtu sér einnig af krafti. Enski boltinn 10.4.2025 09:00
Salah nálgast nýjan samning Eftir mikla óvissu bendir flest til þess að Mohamed Salah muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Enski boltinn 10.4.2025 08:30
Settu met sem enginn vill eiga Leicester City setti met sem enginn vill eiga þegar liðið tapaði 0-3 fyrir Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 8. apríl 2025 11:32
Of ungur til að auglýsa veðmál Þegar Jeremy Monga kom inn á fyrir Leicester gegn Newcastle í gærkvöld var hann í fagurblárri treyju án nokkurrar auglýsingar framan á búningnum, öfugt við alla liðsfélaga sína. Enski boltinn 8. apríl 2025 10:30
Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Newcastle United er komið í baráttuna um að enda meðal efstu fjögurra liða ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Leicester City. Refirnir frá Leicester geta hins vegar ekki neitt og eru svo gott sem fallnir. Enski boltinn 7. apríl 2025 20:55
Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Sóknarleikmönnum Chelsea hefur gengið illa fyrir framan markið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá áramótum. Markahæstur liðsins á þessu ári er varnarmaðurinn Marc Cucurella. Enski boltinn 7. apríl 2025 16:03
Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Virgil van Dijk hefur rofið þögnina um áframhaldandi veru fyrirliðans hjá Liverpool eftir yfirstandandi leiktíð. Samningur hans, líkt og Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold, rennur út í sumar. Enski boltinn 7. apríl 2025 14:38
Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Króatinn Ivan Juric hefur yfirgefið lið Southampton sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær eftir tap fyrir Tottenham Hotspur. Aldrei hefur lið fallið eins snemma úr deildinni. Enski boltinn 7. apríl 2025 10:45
Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Gary Neville, fyrrveranda fyrirliða Manchester United, var býsna heitt í hamsi þegar hann kvartaði yfir því hversu slakur honum fannst Manchester-slagurinn í gær vera. Hann segir að fótboltinn í dag sé of vélrænn. Enski boltinn 7. apríl 2025 08:31
Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að stuðningsmenn Manchester United ættu að skammast sín vegna söngva um móður Phils Foden. Enski boltinn 7. apríl 2025 07:32
„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Fyrrum fyrirliði Manchester United sagði eftir jafntefli liðsins gegn Manchester City í dag að liðið væri enn ekki nægilega gott. United var betra liðið í leiknum í dag og fékk fleiri færi til að skora. Enski boltinn 6. apríl 2025 23:00
Ekkert mark í grannaslagnum Nágrannaliðin Manchester City og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Etihad-leikvanginum í dag. Baráttan um Evrópusæti harðnar enn. Enski boltinn 6. apríl 2025 17:35
Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Chelsea og Brentford gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 6. apríl 2025 15:00
Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Southampton féll úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag eftir tap á móti Tottenham á útivelli. Tottenham vann leikinn 3-1. Enski boltinn 6. apríl 2025 15:00
Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Liverpool tapaði fyrsta deildarleik sínum síðan í september og mistókst að auka forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 tap á útivelli á móti Fulham í dag. Enski boltinn 6. apríl 2025 14:57
„Ég er 100% pirraður“ Arsenal og Everton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og minnkuðu þar með enn frekar vonir Arsenal um að ná toppsæti deildarinnar af Liverpool. Jöfnunarmark Everton kom úr afar umdeildri vítaspyrnu. Enski boltinn 6. apríl 2025 08:00
Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Aston Villa vann góðan sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Stigin þrjú eru mikilvæg í baráttunni um Evrópusæti á næsta tímabili. Enski boltinn 5. apríl 2025 18:25
Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor. Enski boltinn 5. apríl 2025 16:04
Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gæti átt von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu eftir að enskir miðlar birtu í dag fréttir um það að Lundúnafélagið hafi brotið rekstrarreglur UEFA. Enski boltinn 5. apríl 2025 13:36
Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í níu stig þegar félagið heimsótti Bítlaborgina í dag. Everton og Arsenal gerðu þá 1-1 jafntefli í síðasta leik félaganna á Goodison Park. Enski boltinn 5. apríl 2025 13:27
Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir það út í hött að halda því fram að liðið hans geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð. Enski boltinn 5. apríl 2025 07:03
„Sorgardagur fyrir Manchester City“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um fréttir dagsins en Kevin De Bruyne staðfesti þá að hann sé á sínu síðasta tímabili með félaginu. Enski boltinn 4. apríl 2025 22:32
Bruno bestur í mars Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, var valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fimmta sinn sem hann fær þessi verðlaun og í fyrsta skipti síðan 2020. Enski boltinn 4. apríl 2025 17:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti