Innlent

Fréttamynd

Traustið við frost­mark

Talsverðar breytingar eru milli ára á trausti Íslendinga til stofnana. Traust til borgarstjórnar hefur ekki verið jafnlítið síðan 2008. Traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist mest milli ára meðan traust til embætti forseta Íslands tekur stærstu dýfuna.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lög­reglu í fyrra

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir.

Innlent
Fréttamynd

Vill aukna fjöl­breytni í lögregluna: „Okkar við­skipta­vinir eru alls konar“

Árgangurinn sem hefur nám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri í haust verður líklega sá langfjölmennasti til þessa. Ríkislögreglustjóri segir fjölda lögreglumanna haldast í hendur við öryggistilfinningu þeirra sjálfra og borgaranna. Hún bindur vonir við að fólk af erlendum uppruna sæki um til að lögreglan endurspegli breytta samsetningu þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Leita til Ís­lands að nýjum stjóra eftir skraut­lega upp­sögn

Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Af­staða Ís­lands skýr

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sótti neyðarfund Emmanuels Macron Frakklandsforseta. Til umræðu voru öryggis- og varnarmál álfunnar og friðarviðræður í stríðinu milli Úkraínu og Rússa. Forsætisráðherra segir afstöðu Íslands skýra.

Innlent
Fréttamynd

Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tók í dag þátt í fundi Emanuels Macron Frakklandsforseta um öryggi Evrópu og málefni Úkraínu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forsætisráðherra um það sem fór fram á fundinum sem boðað var til vegna viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa um frið í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Slit­lag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu síðasta ómalbikaða kafla Grafningsvegar, brekkuna á vesturbakka Sogsins sem liggur upp frá brúnni við Írafossvirkjun og í átt að Ljósafossvirkjun. Fyrirhugað er að drífa verkið áfram og skal því að fullu lokið í sumar, fyrir 1. ágúst 2025.

Innlent
Fréttamynd

Frið­jón sakar eigin­mann Heiðu Bjargar um karl­rembu

Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað.

Innlent
Fréttamynd

Rófustappan olli niður­gangi þorrablótsgesta

Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri ótímabundin verk­föll boðuð

Félagsfólk Félags leikskólakennara, sem starfar í leikskólum í Hafnarfirði og Fjarðabyggð hefur samþykkt að fara í ótímabundin verkföll, hafi samningar ekki náðst fyrir 17. mars annars vegar og 24. mars hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán ára barn hafði mikla peninga af níðingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu.

Innlent
Fréttamynd

Lang­flestir hafa minnsta trú á Ingu

Þriðjungur þjóðarinnar hefur minnstar væntingar til Ingu Sæland af ráðherrunum ellefu í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Forsætisráðherra ber höfuð og herðar yfir aðra ráðherra hvað væntingar varðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi að­gangur hefur bara víst valdið tjóni“

Lögmaður flugmanns sem missti starfsleyfið eftir uppflettingu Samgöngustofu í sjúkraskrám furðar sig á fullyrðingum þess efnis að ekkert tjón hafi orðið vegna aðgangs utanaðkomandi aðila að sjúkraskrám Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Þingið kafi í styrkveitingarnar

Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, mun leggja til á fundi nefndarinnar í dag að stofnað verði til frumkvæðisathugunar á styrkveitingum ríkisins til stjórnmálaflokka.

Innlent