„Mikill heiður að fá að vera brautryðjandi“ Andri Eysteinsson skrifar 17. júní 2019 23:03 Aldís Amah Hamilton, Fjallkonan 2019. Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. Þeir sem ekki sáu hana í því hlutverki gátu í dag séð hana í sviðsljósinu á Austurvelli þar sem hún gegndi hlutverki holdgervings þjóðarinnar, Fjallkonunnar sjálfrar. Aldís segir í samtali við Vísi að fá að leika hlutverk Fjallkonunnar hafi lengi verið draumur hennar og það væri í raun ótrúlegt að hann hafi ræst. „Þetta er alveg ótrúlegt. Það er mikill heiður að fá að vera brautryðjandi í þessu, að því leyti að vera hálf íslensk og lituð í þokkabót. Ég er svo ánægð með að fá að gegna þessu frábæra hlutverki, Fjallkona Íslands, tákn þjóðarinnar,“ segir Aldís. Það hafi komið henni á óvart að fá kallið. Kall sem hún þurfti að halda leyndu fyrir fjölskyldu og vinum en ekki er tilkynnt um hver Fjallkonan er hverju sinni fyrr en að hún birtist á tröppum Alþingishússins 17. júní.Hlaut skammir frá vinkonuhópnum vegna leyndarinnar „Það var haft samband við mig fyrir um einum og hálfum mánuði síðan,“ segir Aldís og bætir við að þrátt fyrir að Fjallkona þurfi að halda hlutverki sínu algjörlega leyndu hafi hún fengið góðfúslegt leyfi til þess að láta foreldra sína vita hvar þeir ættu að vera í hátíðahöldunum og á hvaða tíma. „Ég er búin að fá fullt af skömmum frá fólki sem skildi ekki að það þurfi að halda þessu leyndu, vinkonuhópurinn var ekki sáttur en þeir sem voru á Austurvelli voru náttúrulega himinlifandi að sjá mig þarna,“ segir Aldís. Líkt og aðrar fjallkonur sem á undan henni hafa komið las Aldís upp ljóð, ort sérstaklega fyrir þetta tilefni. Í ár hlotnaðist tónlistarmanninum Bubba Morthens sá heiður að fá að semja ljóðið og var hann að sögn valinn sérstaklega til þess af forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur. Ljóðið sem Bubbi samdi og Aldís flutti heitir Landið flokkar ekki fólk. „Ljóðið er magnað og maður sér það núna hvað það er viðeigandi, það snerti við mjög mörgum og mér finnst þetta ljóð alveg dásamlegt,“ segir Aldís. „Ég íhugaði að hafa samband við Bubba í aðdragandanum og ræða ljóðið og sjá hvernig hann vildi að því yrði komið til skila en ég ákvað að hafa trú á mér fyrst ég var valin í þetta hlutverk og þá fannst mér betra að fá pláss til að taka við ljóðinu og túlka það eins og ég vildi gera. Ég held það hafi komist ágætlega til skila,“ segir Aldís Amah.Taugarnar þandar Aldís segir taugarnar hafa verið þandar rétt áður en að augnablikinu kom, „Ég gjörsamlega skalf, Leikhúsið er ólíkt að því leyti að þú ert yfirleitt ekki einn á sviðinu. Hér er orkan líka öll önnur, maður er að fylla upp í hlutverk sem svo margar sterkar og flottar konur hafa leikið á undan mér,“ „Annað en í leikhúsinu er enginn hér sem getur hvíslað að þér, enginn sem getur hjálpað og ekki hægt að fara af sviðinu.“ segir Aldís sem flutti fallegt ljóð Bubba Morthens af krafti og uppskar að því loknu lófaklapp frá þéttsetnum Austurvelli„Allt stressið sem ég fann fyrir síðustu daga meira og minna hvarf eftir fyrstu línur ljóðsins og adrenalínið tók yfir,“ segir Aldís og bætir við að þegar flutningi hennar var lokið og áhorfendur klöppuðu fyrir ávarpi Fjallkonunnar hafi hellst yfir hana mun meiri ró en hún hafði gert ráð fyrir.Aldís í pontu á Austurvelli.Vísir/FÞHVann að herferð fyrir Fjallkonuna þegar henni var boðið hlutverk Fjallkonunnar Eftir að flutningi Aldísar var lokið rétt eins og hátíðahöldunum á Austurvelli hélt Aldís ásamt sínum nánustu á nýjan veitingastað í miðbænum með mjög viðeigandi nafn, Fjallkonuna við Ingólfstorg, þar var skálað áður en að við tók miðbæjarrölt í veðurblíðunni sem heillaði Reykvíkinga í allan dag. „Dagurinn var frábær, besti 17. júní sem ég hef lifað og það verður erfitt að toppa hann,“ segir Aldís. Hún hefur áður verið í eins konar hlutverki Fjallkonunnar, en Aldís var ein þeirra kvenna sem fengin var til þess að taka þátt í auglýsingaherferð áðurnefnds veitingastaðar, Fjallkonunnar. Í þeirri herferð voru teknar myndir af ýmsum konum og þær til að mynda birtar á Instagram síðu veitingastaðarins. Í myndatöku fyrir þá herferð sagði Aldís aðstandendum Fjallkonunnar að það væri draumur hennar að fá að gegna því hlutverki. „Við hlógum bara að því, kannski eftir nokkur ár.“ Hlutverk hennar sem Fjallkonan á þjóðhátíðardaginn setti hins vegar strik í reikninginn hvað varðaði þátttöku Aldísar í auglýsingaherferð veitingastaðarins. Eftir að hún hafði verið valin þurfti hún að draga sig um tíma úr því verkefni en mátti í raun ekki segja aðstandendum ástæðuna fyrir því. „Þetta var virkilega flókið og það er hræðilegt að þurfa að draga sig svona úr verkefni en ég sagði við þær að þær þyrftu að bíða og ég myndi svo gefa grænt ljós á það hvenær mætti birta myndina,“ segir Aldís Amah. Aldís segist þá hafa gefið veitingastaðnum grænt ljós í dag og þegar hún hafi sest þar niður eftir flutning sinn hafi myndin þegar verið komin upp á vegg. Með túlkun sinni á Fjallkonunni í dag skráir Aldís nafn sitt í hóp margra af ástsælustu leikvenna þjóðarinnar, má þar meðal annara nefna, Kristbjörgu Kjeld, 1962 og 1971, Tinnu Gunnlaugsdóttur, 1979, Halldóru Geirharðsdóttur, 1997, Sólveigu Arnarsdóttur, 2007, Selmu Björnsdóttur 2013, og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur 2018, að öðrum ólöstuðum en lista yfir allar Fjallkonur frá 1944 má finna hér. Ljóð Bubba Morthens, Landið flokkar ekki fólk, sem Aldís flutti í dag má lesa hér að neðan og einnig horfa á flutning Aldísar.Landið flokkar ekki fólkSjáðu landið okkar allra með mosamjúkan opinn faðminn tekur okkur öllum eins og við erum landið okkar flokkar ekki fólk Sjáðu við stiklum á hálum arfinum kærleikurinn vex upp úr rauðu hafi hjartans Í kvöld er stjörnurnar falla á spegilinn og rökkurmjúk aldan ber þær að landi skal ég tína upp þó ekki væri nema eina til þess að minnast sumarkvölda norður í dumbshafi Við skulum drekka sólargeisla saman að norðan og sáldra yfir hann blágrýtismylsnu úr esjunni og fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni Múrar gera það sem múrar gera loka þig inni rammgerðastir eru þeir sem reistir eru í höfðum manna Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins og fögnum lífinu Sjáðu sífellt bætast við blóm í garðinn undursamlega fögur hér eru auð rúm sem bíða barna og drauma þeirra Júníbjört nóttin mun þvo af þeim martröðina og dögunin mun leiða þau inn í bjarta framtíð Regnboginn hefur blessað börnin silfurtært er málið í munni þeirra hlustum á orð þeirra því dag einn munum við hin eldri ganga í spor þeirra Ég veit ekki alveg hvað það þýðir að vera Íslendingur nema ég vakna dag hvern með landið mitt á tungunni Það dugar 17. júní Reykjavík Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton. 17. júní 2019 18:00 Fljúgandi Desdemóna Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. 25. júlí 2016 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Aldís Amah Hamilton er 28 ára leikkona sem útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands fyrir þremur árum. Aldís hefur meðal annars leikið hlutverk Desdemónu í uppsetningu Vesturports á Shakespeareverkinu Óþelló sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 2016. Þeir sem ekki sáu hana í því hlutverki gátu í dag séð hana í sviðsljósinu á Austurvelli þar sem hún gegndi hlutverki holdgervings þjóðarinnar, Fjallkonunnar sjálfrar. Aldís segir í samtali við Vísi að fá að leika hlutverk Fjallkonunnar hafi lengi verið draumur hennar og það væri í raun ótrúlegt að hann hafi ræst. „Þetta er alveg ótrúlegt. Það er mikill heiður að fá að vera brautryðjandi í þessu, að því leyti að vera hálf íslensk og lituð í þokkabót. Ég er svo ánægð með að fá að gegna þessu frábæra hlutverki, Fjallkona Íslands, tákn þjóðarinnar,“ segir Aldís. Það hafi komið henni á óvart að fá kallið. Kall sem hún þurfti að halda leyndu fyrir fjölskyldu og vinum en ekki er tilkynnt um hver Fjallkonan er hverju sinni fyrr en að hún birtist á tröppum Alþingishússins 17. júní.Hlaut skammir frá vinkonuhópnum vegna leyndarinnar „Það var haft samband við mig fyrir um einum og hálfum mánuði síðan,“ segir Aldís og bætir við að þrátt fyrir að Fjallkona þurfi að halda hlutverki sínu algjörlega leyndu hafi hún fengið góðfúslegt leyfi til þess að láta foreldra sína vita hvar þeir ættu að vera í hátíðahöldunum og á hvaða tíma. „Ég er búin að fá fullt af skömmum frá fólki sem skildi ekki að það þurfi að halda þessu leyndu, vinkonuhópurinn var ekki sáttur en þeir sem voru á Austurvelli voru náttúrulega himinlifandi að sjá mig þarna,“ segir Aldís. Líkt og aðrar fjallkonur sem á undan henni hafa komið las Aldís upp ljóð, ort sérstaklega fyrir þetta tilefni. Í ár hlotnaðist tónlistarmanninum Bubba Morthens sá heiður að fá að semja ljóðið og var hann að sögn valinn sérstaklega til þess af forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur. Ljóðið sem Bubbi samdi og Aldís flutti heitir Landið flokkar ekki fólk. „Ljóðið er magnað og maður sér það núna hvað það er viðeigandi, það snerti við mjög mörgum og mér finnst þetta ljóð alveg dásamlegt,“ segir Aldís. „Ég íhugaði að hafa samband við Bubba í aðdragandanum og ræða ljóðið og sjá hvernig hann vildi að því yrði komið til skila en ég ákvað að hafa trú á mér fyrst ég var valin í þetta hlutverk og þá fannst mér betra að fá pláss til að taka við ljóðinu og túlka það eins og ég vildi gera. Ég held það hafi komist ágætlega til skila,“ segir Aldís Amah.Taugarnar þandar Aldís segir taugarnar hafa verið þandar rétt áður en að augnablikinu kom, „Ég gjörsamlega skalf, Leikhúsið er ólíkt að því leyti að þú ert yfirleitt ekki einn á sviðinu. Hér er orkan líka öll önnur, maður er að fylla upp í hlutverk sem svo margar sterkar og flottar konur hafa leikið á undan mér,“ „Annað en í leikhúsinu er enginn hér sem getur hvíslað að þér, enginn sem getur hjálpað og ekki hægt að fara af sviðinu.“ segir Aldís sem flutti fallegt ljóð Bubba Morthens af krafti og uppskar að því loknu lófaklapp frá þéttsetnum Austurvelli„Allt stressið sem ég fann fyrir síðustu daga meira og minna hvarf eftir fyrstu línur ljóðsins og adrenalínið tók yfir,“ segir Aldís og bætir við að þegar flutningi hennar var lokið og áhorfendur klöppuðu fyrir ávarpi Fjallkonunnar hafi hellst yfir hana mun meiri ró en hún hafði gert ráð fyrir.Aldís í pontu á Austurvelli.Vísir/FÞHVann að herferð fyrir Fjallkonuna þegar henni var boðið hlutverk Fjallkonunnar Eftir að flutningi Aldísar var lokið rétt eins og hátíðahöldunum á Austurvelli hélt Aldís ásamt sínum nánustu á nýjan veitingastað í miðbænum með mjög viðeigandi nafn, Fjallkonuna við Ingólfstorg, þar var skálað áður en að við tók miðbæjarrölt í veðurblíðunni sem heillaði Reykvíkinga í allan dag. „Dagurinn var frábær, besti 17. júní sem ég hef lifað og það verður erfitt að toppa hann,“ segir Aldís. Hún hefur áður verið í eins konar hlutverki Fjallkonunnar, en Aldís var ein þeirra kvenna sem fengin var til þess að taka þátt í auglýsingaherferð áðurnefnds veitingastaðar, Fjallkonunnar. Í þeirri herferð voru teknar myndir af ýmsum konum og þær til að mynda birtar á Instagram síðu veitingastaðarins. Í myndatöku fyrir þá herferð sagði Aldís aðstandendum Fjallkonunnar að það væri draumur hennar að fá að gegna því hlutverki. „Við hlógum bara að því, kannski eftir nokkur ár.“ Hlutverk hennar sem Fjallkonan á þjóðhátíðardaginn setti hins vegar strik í reikninginn hvað varðaði þátttöku Aldísar í auglýsingaherferð veitingastaðarins. Eftir að hún hafði verið valin þurfti hún að draga sig um tíma úr því verkefni en mátti í raun ekki segja aðstandendum ástæðuna fyrir því. „Þetta var virkilega flókið og það er hræðilegt að þurfa að draga sig svona úr verkefni en ég sagði við þær að þær þyrftu að bíða og ég myndi svo gefa grænt ljós á það hvenær mætti birta myndina,“ segir Aldís Amah. Aldís segist þá hafa gefið veitingastaðnum grænt ljós í dag og þegar hún hafi sest þar niður eftir flutning sinn hafi myndin þegar verið komin upp á vegg. Með túlkun sinni á Fjallkonunni í dag skráir Aldís nafn sitt í hóp margra af ástsælustu leikvenna þjóðarinnar, má þar meðal annara nefna, Kristbjörgu Kjeld, 1962 og 1971, Tinnu Gunnlaugsdóttur, 1979, Halldóru Geirharðsdóttur, 1997, Sólveigu Arnarsdóttur, 2007, Selmu Björnsdóttur 2013, og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur 2018, að öðrum ólöstuðum en lista yfir allar Fjallkonur frá 1944 má finna hér. Ljóð Bubba Morthens, Landið flokkar ekki fólk, sem Aldís flutti í dag má lesa hér að neðan og einnig horfa á flutning Aldísar.Landið flokkar ekki fólkSjáðu landið okkar allra með mosamjúkan opinn faðminn tekur okkur öllum eins og við erum landið okkar flokkar ekki fólk Sjáðu við stiklum á hálum arfinum kærleikurinn vex upp úr rauðu hafi hjartans Í kvöld er stjörnurnar falla á spegilinn og rökkurmjúk aldan ber þær að landi skal ég tína upp þó ekki væri nema eina til þess að minnast sumarkvölda norður í dumbshafi Við skulum drekka sólargeisla saman að norðan og sáldra yfir hann blágrýtismylsnu úr esjunni og fagna fjölmenningu hér í miðnætursólinni Múrar gera það sem múrar gera loka þig inni rammgerðastir eru þeir sem reistir eru í höfðum manna Rífum þá niður og göngum inn í víðáttu frelsisins og fögnum lífinu Sjáðu sífellt bætast við blóm í garðinn undursamlega fögur hér eru auð rúm sem bíða barna og drauma þeirra Júníbjört nóttin mun þvo af þeim martröðina og dögunin mun leiða þau inn í bjarta framtíð Regnboginn hefur blessað börnin silfurtært er málið í munni þeirra hlustum á orð þeirra því dag einn munum við hin eldri ganga í spor þeirra Ég veit ekki alveg hvað það þýðir að vera Íslendingur nema ég vakna dag hvern með landið mitt á tungunni Það dugar
17. júní Reykjavík Tengdar fréttir Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton. 17. júní 2019 18:00 Fljúgandi Desdemóna Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. 25. júlí 2016 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Sjá meira
Fjallkonan í ár er Aldís Amah Hamilton Hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hófst á Austurvelli í dag. Fjallkonan flytur ávarp en ávallt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til á hátíðarathöfninni. Í ár er fjallkonan Aldís Amah Hamilton. 17. júní 2019 18:00
Fljúgandi Desdemóna Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. 25. júlí 2016 09:00