Fjórtán látnir í skotárás í Kaliforníu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. desember 2015 20:07 Lögregla er á staðnum vísir/epa Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Lögregla og FBI eru nú stödd í San Bernardino í Kaliforníuríki en þar hófu menn skothríð fyrir um klukkustund. Í frétt BBC um málið er talað um tuttugu fórnarlömb og í sjónvarpsútsendingu CNN er sagt frá því að árásarmennirnir séu líklega fleiri en einn. Lögregla og slökkvilið vinna nú hörðum höndum að því að girða svæðið af og koma fólki í öruggt skjól. Mennirnir eru vel vígbúnir en óstaðfestar heimildir herma að þeir séu brynvarðir.Þessi frétt verður uppfærð um leið og frekari upplýsingar berast.Uppfært 23.25: Lögreglan hefur fellt einn árásarmannanna og króað hina tvo af. Uppfært 21.55: Blaðamannafundur fór fram fyrir utan Inland Regional Center í San Bernardino fyrir skemmstu. Þar kom fram að minnst fjórtán væru látnir og allavega fjórtán lægu sárir á sjúkrahúsi. Að sögn barst fyrsta tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan ellefu að staðartíma. Mennirnir mættu þá inn í bygginguna og hófu að skjóta á fólk. Rúmlega fimmhundruð voru þá í byggingunni. Þeir sem komust ósærðir úr árásinni hafa verið færðir í öruggt skjól og er nú verið að yfirheyra þá. Uppfært 21.15: Talið er að minnst einn árásarmannanna hafi náð að flýja vettvang og stendur leit að honum nú yfir. Ekki er vitað hvort að fleiri hafi komist undan. Tölur af mannfalli eru enn á reiki. Skotárásin í dag er 355. skotárásin í Bandaríkjunum þar sem fjórir eða fleiri láta lífið. 2. desember er 336. dagur ársins þannig það gerir rúmlega eina árás á dag. Þá eru ótalin öll þau tilvik þar sem færri en fjórir láta lífið. Sérsveitarmenn sendu sprengjuvélmenni inn í Indland Regional Center þar sem dularfullur böggull fannst. Ekki hefur fengist staðfest hvort þar var á ferðinni sprengja eður ei.Uppfært 20.30: Árásin átti sér stað á Inland Regional Center sem er þjónustumiðstöð fyrir fólk með ýmisskonar þroskaskerðingu. Heimildir ABC herma að tólf séu látnir en sú tala hefur ekki fengist staðfest.Casualty triage near the scene of a mass shooting in #SanBernardino, California. https://t.co/L7lfeaIIlT— Haidar Sumeri (@IraqiSecurity) December 2, 2015 SBFD units responding to reports of 20 victim shooting incident in 1300 block of S. Waterman. SBPD is working to clear the scene.— San Bernardino Fire (@SBCityFire) December 2, 2015 ACTIVE SHOOTER:Area of Orange Show Rd/ Waterman Ave near Park Center, & surrounding area remains VERY ACTIVE. AVOID! pic.twitter.com/5vG0aYW6IL— SB County Sheriff (@sbcountysheriff) December 2, 2015 Myndin sýnir staðsetningu San Bernardinomynd/google maps
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira