Samkvæmislífið

Samkvæmislífið

Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Fréttamynd

Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki

Sérstök forsýning á þáttaröðinni Reykjavík 112 fór fram í Smárabíói síðastliðinn þriðjudag. Þættirnir byggja á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur, DNA, og verða frumsýndir í Sjónvarpi Símans Premium um páskana.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu

Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan.

Lífið
Fréttamynd

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tíðarhringstakturinn magnaður upp á Kjarvals­stöðum

Fríður hópur kvenna mættu á Kjarvalsstaði í gærkvöldi og áttu notalega og nærandi stund saman. Markmið kvöldsins var að vekja athygli á kröftum og töfrum kvenlíkamans þar sem hugað var að líkama og sál með fræðslu, hreyfingu og gefandi vellíðunarstund.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt

Verðlaunahátíð Lúðursins var haldin með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld í Háskólabíó þar sem auglýsingastofur landsins komu saman til að fagna vinnu og uppskeru auglýsingaherferða á liðnu ári.

Lífið
Fréttamynd

Skálað fyrir skíthræddri Unni

Það var blásið til heljarinnar teitis í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld þegar uppistandið Skíthrædd, í söngleikjaformi, eftir Unni Elísabetu var loksins frumsýnt. Salurinn var í trylltu stuði.

Menning
Fréttamynd

Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóð­minja­safninu

Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. 

Lífið
Fréttamynd

Ástin blómstraði í karókí

Ofurskvísan Brynja Bjarnadóttir tryllti lýðinn á barnum Nínu síðastliðið fimmtudagskvöld en hún stendur fyrir vikulegum karókíkvöldum þar. Arnar Gauti hennar heittelskaði var á svæðinu og tóku þau nokkur lög saman. 

Lífið
Fréttamynd

Sjóð­heit stemning í eftirpartýi Flóna

Margar af heitustu stjörnum landsins komu saman síðastliðið föstudagskvöld á Edition hótelinu í Reykjavík til að fagna eftir að tónlistarmaðurinn Flóni hélt vel heppnaða tónleika fyrir fullum sal á Listasafni Reykjavíkur.

Lífið
Fréttamynd

Mikil ást á klúbbnum

Rómantíkin sveif yfir klúbbnum um síðustu helgi þegar skemmtistaðurinn AUTO fagnaði Valentínusardeginum með stæl. Gestir dönsuðu um með rauðar rósir og stórstjarnan Bríet tróð upp.

Lífið
Fréttamynd

Gellurnar fjöl­menntu í af­mæli Porra

Páll Orri Pálsson, verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka og fyrrverandi þáttastjórnandi Veislunnar á FM957, fagnaði 26 ára afmæli sínu og tveimur háskólagráðum, með heljarinnar veislu á skemmtistaðnum Nínu síðastliðið laugardagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Sjóð­heitt teiti ein­hleypra og dildókast

Það var sjóðandi heit orka og rafmögnuð stemning þegar um fjögur hundruð manns mættu í glæsilegt teiti á vegum kynlífstækjaverslunarinnar Blush og stefnumótaappsins Smitten á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin mættu á frum­sýningu Sigur­vilja

Íslenska heimildamyndin Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói á laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Lífið