Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2016 10:13 Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. Samsett Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Tvær konur voru handteknar um borð í flugvél Icelandair á Keflavíkurflugvelli eftir að þær reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda sem um borð voru. Samkvæmt heimildum Vísis eru konurnar meðlimir í samtökunum No Borders og voru þær að mótmæla því að verið værið að vísa nígeríska hælisleitandanum Eze Okafor úr landi en samtökin telja brottvísun hans ólöglega.Sjá einnig: Flúði Boko Haram en er neitað um hæli á Íslandi Hér að neðan má sjá myndband af atburðinum þar sem konurnar tvær grátbiðja farþega vélarinnar að standa upp til þess að koma megi í veg fyrir að vélin taki í loftið, og þar með að fresta brottvísun Okafor. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr land til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ segir önnur konan. „Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur og að við trúum á mannréttindi,“ heyrist svo áður en að flugfreyja krefst þess að konurnar setjist niður svo að flugvélin geti tekið á loft. Svo virðist sem að konurnar hafi fengið dræmar undirtektir við beiðni sinni.Blaðamaður mbl.is var um borð í vélinni og greinir frá því að flugstjóri vélarinnar hafi sagt lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni. Gengu flugfreyjar um vélina og spurðu farþega hvort að þeir væru sáttir við að lagt væri af stað en farið var yfir farþegalista til þess að ganga úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki um borð. Vélin hélt svo sína leið til Stokkhólms klukkan 09.50 eftir að búið var að handtaka og fjarlægja konurnar tvær úr vélinni.Mótmæltu brottvísun Okafor í gærOkafor hefur verið á Íslandi í fjögur ár en hann hafði sótt um hæli í Svíþjóð áður en hann kom hingað. Íslensk stjórnvöld fara eftir Dyflinnar-reglugerðinni og var Okafor sendur aftur til Svíþjóðar í dag. Fái hann synjun í Svíþjóð er hugsanlegt að hann verði sendur aftur til Nígeríu. Okafor segir að þar sé líf hans í hættu vegna Boko Haram.Á þriðja tug manna mættu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær til þess að mótmæla brottrekstri Nígeríu mannsins Eze Okafor
Flóttamenn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
Kröfðust þess að hælisleitanda yrði sleppt úr haldi Um þrjátíu manns mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í kvöld. 25. maí 2016 21:11