Umfjöllun: Frakkland - Ísland 5-2 | Ævintýrinu lokið í Frakklandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2016 20:45 Kolbeinn Sigþórsson skorar hjá Frökkum. Vísir/EPA Ævintýri íslenska landsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi lauk í kvöld þegar strákarnir okkar voru sendir heim af gestgjöfunum á Stade de France, 5-2. Því miður þurfti þetta að enda svona. Franska liðið sýndi í leiknum hversu ótrúlega gott það er þó strákarnir okkar spiluðu sinn versta leik á mótinu. Heimamenn voru betri á nær öll sviðum fótboltans, lögðu leikinn frábærlega upp og verðskulduðu sigurinn. Fyrir leikinn voru Frakkar ekki búnir að skora í fyrri hálfleik á Evrópumótinu og þeirra helstu gagnrýnendur vildu meina að þeir gætu ekki orðið meistarar ef það héldi áfram. Heimamenn svöruðu kallinu í kvöld, því miður gegn okkur, og skoruðu fjögur í fyrri hálfleik. Ísland fékk fyrsta færið þegar Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætis skot úr teignum strax á þriðju mínútu. Það var ekki færið sem skipti máli í því heldur uppspilið sem var mjög gott en okkar menn gáfu sér tíma á boltann og byggðu upp góða sókn. Það var aftur á móti eina færið sem strákarnir sköpuðu sér úr opnum leik í fyrri hálfleik þrátt fyrir að fá að vera meira með boltann en aðrir mótherjar Íslands hafa boðið upp á. Frakkar leyfðu strákunum að senda boltann eins og þeir vildu á eigin vallarhelmingi en mættu svo í pressu þegar boltinn fór yfir miðju og unnu boltann trekk í trekk. Frakkar reyndu að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og sækja hratt og það gekk upp á 13. mínútu þegar Oliver Giroud skoraði eftir sendingu yfir vörnina frá Blaise Matuidi. Frakkarnir voru ekkert búnir að gera fram að þessu en einstaklingsgæði tveggja leikmanna komu Frökkum í 1-0. Íslenska liðið er svo sannarlega ekki vant því að fá á sig mörk þegar boltanum er lyft yfir vörnina og síður en svo úr föstum leikatriðum. Því var það jafnvel enn furðulegra þegar Paul Pogba skoraði með flottum skalla eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Aðdragandi þess marks var líka sending yfir vörnina sem leiddi að horninu. Íslenska vörnin ekki lík sjálfri sér. Fyrir leik var vitað að Frakkar væru allt annað skrímsli en enska liðið og það sannaðist. Didier Dechamps og hans menn voru með leikáætlun, höfðu augljóslega skoðað íslenska liðið miklu betur, sýndu því virðingu frá fyrstu mínútu með því að taka leikinn alvarlega og uppskáru eftir því. Að sleppa með 2-0 inn í hálfleikinn hefði verið eitthvað en í staðinn tvöfaldaðist forskotið. Skot fyrir utan teig frá Dimitri Payet söng í netinu á 43. mínútu og á lokamínútu seinni hálfleiks slapp Antonie Griezmann einn í gegn eftir klaufalega tilburði Kára Árnasonar og lyfti boltanum yfir Hannes. 4-0. Leik lokið eftir 45 mínútur. Ísland varð með þessu fyrsta liðið til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Tölfræði sem enginn vill geta státað sig af. Frakkar skutu fimm sinnum á markið í fyrri hálfleik og skoruðu fjórum sinnum. Það gekk allt upp hjá Frökkum á meðan íslenska liðið var ekki upp á sitt besta og það dugir skammt gegn liði eins og Frakklandi. Lars og Heimir gerðu tvær skiptingar í hálfleik til að reyna að fríska upp á hlutina enda ekki annað hægt. Sverrir Ingi leysti af Kára í miðverðinum og Alfreð kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson sem var á meðal skárstu leikmönnum fyrri hálfleiks. Strákarnir voru ekkert að leggja árar í bát og minnkuðu muninn á 56. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 22. landsliðsmark eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðsson. Snilld frá báðum; sendingin á nærstöng upp á tíu og afgreiðslan eins og hjá heimsklassa framherja. Bjartsýnustu Íslendingum dreymdi þarna um ævintýrlega endurkomu, en ekkert varð af henni. Þremur mínútum síðar skoraði Oliver Giroud fimmta mark Frakka með skalla eftir aukaspyrnu Dimitri Payets. Hannes Þór Halldórsson fór í skógarferð og Giroud stangaði boltann í autt netið. Hannes, sem er búinn að vera svo magnaður á mótinu, var langt frá sínu besta í kvöld. Strákarnir börðust áfram dyggilega studdir af mögnuðum áhorfendum sem áttu stúkuna; 8.000 á móti 68.000. Þó ekki allt hafi gengið upp, stundum ekkert, var engin uppgjöf í okkar mönnum. Á 82. mínútu trylltist allt í stúkunni þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í því sem gæti verið hans síðasti landsleikur. Bláa hafið í stúkunni var enn að fagna innkomu Eiðs þegar Birkir Bjarnason bjargaði aðeins deginum hjá sér með skallamarki á 84. mínútu og lagaði stöðuna fyrir Ísland, 5-2. Það urðu lokatölur leiksins. Stærsta tap Íslands í mótsleik síðan það tapaði 2-0 gegn Króatíu ytra í frægum umspilssleik árið 2013. Einnig er þetta fyrsta þriggja marka tapið hjá íslenska landsliðinu síðan Lars Lagerbäck tók við því. Ævintýrinu er lokið í bili en þrátt fyrir þetta tap eru strákarnir fyrir löngu búnir að berja sér leið inn í hjörtu þjóðarinnar. Tapið er stórt á pappír en þeir verða ekki dæmdir fyrir þessar 90 mínútur heldur allt sem þeir hafa gert og afrekað á síðustu árum.BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS!ICELAND STARTING LINEUP!#ISL vs #FRA @UEFAEURO pic.twitter.com/wHcxKKDLhm— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2016 Kolbeinn skorar: Stúkan syngur enn. Þetta er fallegt. Hér er mark Kolbeins. #EMÍsland #ISL https://t.co/JMCuxGRElu— Síminn (@siminn) July 3, 2016 Birkir Bjarna skorar. Birkir Bjarnason skorar. Engin uppgjöf. #EMÍsland https://t.co/ujpklLxnLI— Síminn (@siminn) July 3, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Ævintýri íslenska landsliðsins í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi lauk í kvöld þegar strákarnir okkar voru sendir heim af gestgjöfunum á Stade de France, 5-2. Því miður þurfti þetta að enda svona. Franska liðið sýndi í leiknum hversu ótrúlega gott það er þó strákarnir okkar spiluðu sinn versta leik á mótinu. Heimamenn voru betri á nær öll sviðum fótboltans, lögðu leikinn frábærlega upp og verðskulduðu sigurinn. Fyrir leikinn voru Frakkar ekki búnir að skora í fyrri hálfleik á Evrópumótinu og þeirra helstu gagnrýnendur vildu meina að þeir gætu ekki orðið meistarar ef það héldi áfram. Heimamenn svöruðu kallinu í kvöld, því miður gegn okkur, og skoruðu fjögur í fyrri hálfleik. Ísland fékk fyrsta færið þegar Gylfi Þór Sigurðsson átti ágætis skot úr teignum strax á þriðju mínútu. Það var ekki færið sem skipti máli í því heldur uppspilið sem var mjög gott en okkar menn gáfu sér tíma á boltann og byggðu upp góða sókn. Það var aftur á móti eina færið sem strákarnir sköpuðu sér úr opnum leik í fyrri hálfleik þrátt fyrir að fá að vera meira með boltann en aðrir mótherjar Íslands hafa boðið upp á. Frakkar leyfðu strákunum að senda boltann eins og þeir vildu á eigin vallarhelmingi en mættu svo í pressu þegar boltinn fór yfir miðju og unnu boltann trekk í trekk. Frakkar reyndu að vinna boltann á eigin vallarhelmingi og sækja hratt og það gekk upp á 13. mínútu þegar Oliver Giroud skoraði eftir sendingu yfir vörnina frá Blaise Matuidi. Frakkarnir voru ekkert búnir að gera fram að þessu en einstaklingsgæði tveggja leikmanna komu Frökkum í 1-0. Íslenska liðið er svo sannarlega ekki vant því að fá á sig mörk þegar boltanum er lyft yfir vörnina og síður en svo úr föstum leikatriðum. Því var það jafnvel enn furðulegra þegar Paul Pogba skoraði með flottum skalla eftir hornspyrnu á 20. mínútu. Aðdragandi þess marks var líka sending yfir vörnina sem leiddi að horninu. Íslenska vörnin ekki lík sjálfri sér. Fyrir leik var vitað að Frakkar væru allt annað skrímsli en enska liðið og það sannaðist. Didier Dechamps og hans menn voru með leikáætlun, höfðu augljóslega skoðað íslenska liðið miklu betur, sýndu því virðingu frá fyrstu mínútu með því að taka leikinn alvarlega og uppskáru eftir því. Að sleppa með 2-0 inn í hálfleikinn hefði verið eitthvað en í staðinn tvöfaldaðist forskotið. Skot fyrir utan teig frá Dimitri Payet söng í netinu á 43. mínútu og á lokamínútu seinni hálfleiks slapp Antonie Griezmann einn í gegn eftir klaufalega tilburði Kára Árnasonar og lyfti boltanum yfir Hannes. 4-0. Leik lokið eftir 45 mínútur. Ísland varð með þessu fyrsta liðið til að fá á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Tölfræði sem enginn vill geta státað sig af. Frakkar skutu fimm sinnum á markið í fyrri hálfleik og skoruðu fjórum sinnum. Það gekk allt upp hjá Frökkum á meðan íslenska liðið var ekki upp á sitt besta og það dugir skammt gegn liði eins og Frakklandi. Lars og Heimir gerðu tvær skiptingar í hálfleik til að reyna að fríska upp á hlutina enda ekki annað hægt. Sverrir Ingi leysti af Kára í miðverðinum og Alfreð kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson sem var á meðal skárstu leikmönnum fyrri hálfleiks. Strákarnir voru ekkert að leggja árar í bát og minnkuðu muninn á 56. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði sitt 22. landsliðsmark eftir sendingu frá Gylfa Þór Sigurðsson. Snilld frá báðum; sendingin á nærstöng upp á tíu og afgreiðslan eins og hjá heimsklassa framherja. Bjartsýnustu Íslendingum dreymdi þarna um ævintýrlega endurkomu, en ekkert varð af henni. Þremur mínútum síðar skoraði Oliver Giroud fimmta mark Frakka með skalla eftir aukaspyrnu Dimitri Payets. Hannes Þór Halldórsson fór í skógarferð og Giroud stangaði boltann í autt netið. Hannes, sem er búinn að vera svo magnaður á mótinu, var langt frá sínu besta í kvöld. Strákarnir börðust áfram dyggilega studdir af mögnuðum áhorfendum sem áttu stúkuna; 8.000 á móti 68.000. Þó ekki allt hafi gengið upp, stundum ekkert, var engin uppgjöf í okkar mönnum. Á 82. mínútu trylltist allt í stúkunni þegar Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í því sem gæti verið hans síðasti landsleikur. Bláa hafið í stúkunni var enn að fagna innkomu Eiðs þegar Birkir Bjarnason bjargaði aðeins deginum hjá sér með skallamarki á 84. mínútu og lagaði stöðuna fyrir Ísland, 5-2. Það urðu lokatölur leiksins. Stærsta tap Íslands í mótsleik síðan það tapaði 2-0 gegn Króatíu ytra í frægum umspilssleik árið 2013. Einnig er þetta fyrsta þriggja marka tapið hjá íslenska landsliðinu síðan Lars Lagerbäck tók við því. Ævintýrinu er lokið í bili en þrátt fyrir þetta tap eru strákarnir fyrir löngu búnir að berja sér leið inn í hjörtu þjóðarinnar. Tapið er stórt á pappír en þeir verða ekki dæmdir fyrir þessar 90 mínútur heldur allt sem þeir hafa gert og afrekað á síðustu árum.BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS!ICELAND STARTING LINEUP!#ISL vs #FRA @UEFAEURO pic.twitter.com/wHcxKKDLhm— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2016 Kolbeinn skorar: Stúkan syngur enn. Þetta er fallegt. Hér er mark Kolbeins. #EMÍsland #ISL https://t.co/JMCuxGRElu— Síminn (@siminn) July 3, 2016 Birkir Bjarna skorar. Birkir Bjarnason skorar. Engin uppgjöf. #EMÍsland https://t.co/ujpklLxnLI— Síminn (@siminn) July 3, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira