Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2017 18:15 Guðjón Valur Sigurðsson fer í gegn á móti Makedóníu í dag. vísir/afp Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt. Það var mikið talað um í aðdraganda leiksins hversu þreyttir Makedónarnir yrðu eftir aðeins 19 tíma hvíld milli leikja. Má vel vera að þeir hafi verið þreyttir en það skipti ekki máli því spennan var svo mikil í íslenska liðinu að það gat ekkert í upphafi leiks. Fyrstu fimm skot leiksins klikkuðu og Makedónar komust í 0-4. Fyrsta mark Íslands skoraði Ólafur Guðmundsson eftir 6.30 mínútur. Þetta mark virtist létta álögum af íslenska liðinu því það fór á kostum í kjölfarið. Skoraði fimm mörk í röð og komst yfir, 5-4. Það gekk allt upp og meira að segja Björgvin Páll skoraði úr markinu. Liðið fór á 9-2 sprett og í stöðunni 9-6 var Lino Cervar, þjálfara Makedóníu, nóg boðið og hann tók leikhlé. Við það lagaðist leikur Makedónanna á ný og þeir jöfnuðu, 11-11. Taugar strákanna héldu og þeir héldu frumkvæðinu og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Afar sérstakur hálfleikur að baki. Makedóníu spilaði lengstum með sjö í sókn þó svo liðinu hefði ítrekað verið refsað fyrir það. Það var lítil markvarsla hjá íslenska liðinu, fimm boltar, og vinstri vængurinn var nánast lamaður þar sem lítið kom út úr Ólafi og Janusi Daða. Rúnar Kárason dró vagninn og skoraði fimm mörk í hálfleiknum. Geggjaður. Byrjun á síðari hálfleik var frábær. Aron Rafn kom sterkur í markið undir lok fyrri hálfleiks og varði vel. Hann hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik. Bjarki Már kom inn í hornið og skoraði að vild. Geggjuð innkoma. Vinstri vængurinn var áfram lamaður en strákarnir náðu fimm marka forskoti, 20-15. Þarna vildi maður sjá strákana okkar keyra Makedónana í kaf en þeir eru ótrúlega seigir og neituðu að gefast upp. Minnkuðu í þrjú mörk og hótuðu að gera meira. Makedónar misstu tvo menn af velli í stöðunni, 24-21, en íslenska liðið kastaði frá sér boltanum í stað þess að ganga frá andstæðingnum. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Makedónía. Grátlegt! Tveggja marka leikur, 24-22, og ellefu mínútur eftir. Taugarnar voru eitthvað að stríða okkar mönnum þarna því þeir misstu boltann aftur í næstu sókn. Björgvin Páll kom þá aftur inn af bekknum og varði tvo hrikalega mikilvæga bolta á meðan menn virtust vera að fara á taugum í sókninni. Arnór Atlason steig þá upp, bar ábyrgð enn eina ferðina og lúðraði boltanum í markið. 25-22 og fyrsta markið í átta mínútur. Aftur koma Makedónarnir til baka og minnkuðu muninn í eitt mark, 25-24, er rúmar sjö mínútur voru eftir. Þá fékk Geir Sveinsson nóg og tók leikhlé. Liðið stanslaust að kasta boltanum frá sér og einfaldlega að fara á taugum. Makedónar jöfnuðu svo 25-25 er fjórar mínútur voru eftir. Algjört hrun hjá okkar mönnum. Kiril Lazarov kom svo Makedónum yfir, 25-26, er tvær og hálf mínúta var eftir. Bjarki Már Elísson jafnaði. Allt í járnum en Makedónar svöruðu að bragði. Rúnar Kára jafnaði aftur er rúm mínúta var eftir og allt brjálað í húsinu. Makedónía missti boltann og Ísland í sókn með 50 sekúndur eftir. Rúnar lét verja frá sér er 18 sekúndur voru eftir. Ísland tók ekki leikhlé þarna sem var með ólíkindum. Bekkurinn virtist hafa frosið. Makedónar reyndu ekki að sækja, tóku þriðja sætið og gáfu okkur fjórða sætið og leik gegn Frökkum. Ótrúlegur endir á ótrúlegum leik.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti