Fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. Innlent 15.11.2024 14:48 Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Kærunefnd húsamála getur ekki lagt blessun sína yfir að húsfélag í fjölbýlishúsi geti sektað íbúa í húsinu vegna lélegra þrifa í sameign. Innlent 15.11.2024 14:38 Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Erlent 15.11.2024 14:28 Hér eru „þessar elskur“ Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku. Innlent 15.11.2024 13:14 Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. Innlent 15.11.2024 12:00 Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Í hádegisfréttum verður rætt við formann fjárlaganefndar um tillögur í fjárlögum sem meðal annars er ætlað að vega upp á móti tekjutapi sem hlýst af því að ekkert verði af fyrirætluðu kílómetragjaldi um áramót. Innlent 15.11.2024 11:41 Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Stúdentafélag Háskólans á Akureyri heldur í dag, með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta, pallborðsumræður með fulltrúum íslenskra stjórnmálaflokka. Umræðurnar bera nafnið „Hvað á ég að kjósa?“ Innlent 15.11.2024 11:32 Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Innlent 15.11.2024 11:28 Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Innlent 15.11.2024 10:57 Brenna líkin á nóttunni Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Innlent 15.11.2024 10:44 Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Áhrifavaldur í Angóla sem gagnrýndi forseta landsins á TikTok og 29 ára kona í Sádí-Arabíu sem birti myndir af sér án þess að klæðast kufli eru meðal manneskja í heiminum sem afplána fangelsisdóma. Amnesty berst fyrir lausn þeirra í herferð. Erlent 15.11.2024 10:10 Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. Innlent 15.11.2024 09:13 Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Erlent 15.11.2024 08:16 Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Innlent 15.11.2024 07:39 Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Norðvestan hvassviðrði eða stormur er að ganga yfir landið í dag og gular eða appelsínugular viðvaranir verða í gildi í öllum landshlutum á einhverjum tímapunkti næsta sólarhringinn og gott betur. Innlent 15.11.2024 07:03 Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað. Innlent 15.11.2024 07:02 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Erlent 15.11.2024 06:55 Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás þar sem grunur leikur á um að hópur einstaklinga hafi ráðist á tvo. Innlent 15.11.2024 06:14 Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. Innlent 15.11.2024 00:08 Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Bandaríska Alríkislögreglan leitar óþekkts einstaklings sem er grunaður um að kveikja í tveimur kjörkössum, annars vegar í Vancouver í Washington-ríki og hins vegar Portland í Oregon-ríki. Þess má geta að borgirnar tvær eru mjög skammt frá hvorri annarri. Erlent 14.11.2024 22:36 Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. Innlent 14.11.2024 22:33 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. Erlent 14.11.2024 21:28 Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Landsréttur hefur sýknað Persónuvernd af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Innlent 14.11.2024 20:55 Sextán flugferðum aflýst Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun. Innlent 14.11.2024 20:42 Konan er fundin Konan sem að lýst var eftir í dag hún Soffía Pétursdóttir, er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Innlent 14.11.2024 20:16 Þórður Snær afboðaði komu sína Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína. Innlent 14.11.2024 19:50 Hitamet féll Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum. Innlent 14.11.2024 19:01 Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista. Innlent 14.11.2024 18:53 Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sósíalistar mælast inni á þingi og flokkurinn fengi fjóra þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing. Fulltrúar flokkanna bregðast við könnuninni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.11.2024 18:02 Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. Innlent 14.11.2024 16:42 « ‹ 15 16 17 18 19 20 21 22 23 … 334 ›
Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk. Innlent 15.11.2024 14:48
Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Kærunefnd húsamála getur ekki lagt blessun sína yfir að húsfélag í fjölbýlishúsi geti sektað íbúa í húsinu vegna lélegra þrifa í sameign. Innlent 15.11.2024 14:38
Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Erlent 15.11.2024 14:28
Hér eru „þessar elskur“ Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku. Innlent 15.11.2024 13:14
Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Framlög til uppbyggingar nýs Landspítala verða lækkuð og kolefnisgjald verður hækkað til að bregðast við sjö milljarða tekjutapi ríkissjóðs vegna frestunar kílómetragjalds. Þetta er meðal tillagna fjárlaganefndar en önnur umræða fjárlaga er fyrirhuguð á Alþingi í dag. Innlent 15.11.2024 12:00
Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Í hádegisfréttum verður rætt við formann fjárlaganefndar um tillögur í fjárlögum sem meðal annars er ætlað að vega upp á móti tekjutapi sem hlýst af því að ekkert verði af fyrirætluðu kílómetragjaldi um áramót. Innlent 15.11.2024 11:41
Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Stúdentafélag Háskólans á Akureyri heldur í dag, með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta, pallborðsumræður með fulltrúum íslenskra stjórnmálaflokka. Umræðurnar bera nafnið „Hvað á ég að kjósa?“ Innlent 15.11.2024 11:32
Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Íslensk stjórnvöld hafa markað nýja stefnu í landamæramálum sem ætlað er að efla landamæraeftirlit, auka viðbrögð við skipulagðri brotastarfsemi og tryggja mannúðlega móttöku og brottflutning hælisleitenda. Innlent 15.11.2024 11:28
Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að 650 milljónir króna verði lagðar í að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Landspítalans svo að sjúklingar þurfi ekki að dvelja á göngum hennar á næsta ári. Þá verði 2,5 milljarðar krónar teknir af framkvæmdafé nýs Landspítala á næsta ári sem ekki er þörf á. Innlent 15.11.2024 10:57
Brenna líkin á nóttunni Forsvarsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur hafa lagt til að lík verði brennd í bálstofunni í Öskjuhlíð að næturlagi á meðan endurskoðun á starfsleyfi bálstofunnar stendur yfir. Innlent 15.11.2024 10:44
Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Áhrifavaldur í Angóla sem gagnrýndi forseta landsins á TikTok og 29 ára kona í Sádí-Arabíu sem birti myndir af sér án þess að klæðast kufli eru meðal manneskja í heiminum sem afplána fangelsisdóma. Amnesty berst fyrir lausn þeirra í herferð. Erlent 15.11.2024 10:10
Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. Innlent 15.11.2024 09:13
Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Erlent 15.11.2024 08:16
Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafa boðað til upplýsingafundar um stefnu stjórnvalda í málefnum landamæra og landsáætlun um samþætta landamærastjórnun. Innlent 15.11.2024 07:39
Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Norðvestan hvassviðrði eða stormur er að ganga yfir landið í dag og gular eða appelsínugular viðvaranir verða í gildi í öllum landshlutum á einhverjum tímapunkti næsta sólarhringinn og gott betur. Innlent 15.11.2024 07:03
Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Fyrrverandi nemandi Flugakademíu Íslands, segir framgöngu þrotabús skólans gagnvart nemendum vera eins og lélegt grín sem hafi gengið of langt. Hún hafi borgað næstum fjórar milljónir fyrir flugtíma áður en að skólanum var lokað. Hún fékk upphæðina endurgreidda en er nú krafin um endurgreiðslu ári eftir að skólanum var lokað. Innlent 15.11.2024 07:02
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Erlent 15.11.2024 06:55
Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú líkamsárás þar sem grunur leikur á um að hópur einstaklinga hafi ráðist á tvo. Innlent 15.11.2024 06:14
Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Sósíalistar fá fjóra menn á þing samkvæmt nýrri könnun Maskínu. En Vinstri grænir myndu hins vegar ekki ná manni inn. Innlent 15.11.2024 00:08
Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Bandaríska Alríkislögreglan leitar óþekkts einstaklings sem er grunaður um að kveikja í tveimur kjörkössum, annars vegar í Vancouver í Washington-ríki og hins vegar Portland í Oregon-ríki. Þess má geta að borgirnar tvær eru mjög skammt frá hvorri annarri. Erlent 14.11.2024 22:36
Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis segir í nefndaráliti að tvö verkefni á Vestfjörðum, á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit, verði meðal veigamestu verkefna í vegagerð á næsta ári. Engin fyrirheit eru gefin um að hægt verði að fara á fullt í önnur ný stór verkefni árið 2025 en sagt að meira svigrúm skapist á árinu 2026. Innlent 14.11.2024 22:33
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. Erlent 14.11.2024 21:28
Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Landsréttur hefur sýknað Persónuvernd af kröfu Íslenskrar erfðagreiningar sem varðaði vinnu fyrirtækisins þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Innlent 14.11.2024 20:55
Sextán flugferðum aflýst Sextán flugferðum frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun í fyrramálið hefur nú verið aflýst sökum veðurs. Búið er að gefa út gula og appelsínugula veðurviðvörun fyrir stóran hluta landsins á morgun. Innlent 14.11.2024 20:42
Konan er fundin Konan sem að lýst var eftir í dag hún Soffía Pétursdóttir, er fundin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Innlent 14.11.2024 20:16
Þórður Snær afboðaði komu sína Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar og fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar, ætlaði að mæta í hlaðvarpið Ein pæling og taka upp þátt í fyrramálið en hann hefur nú afboðað komu sína. Innlent 14.11.2024 19:50
Hitamet féll Hitamet féll á Kvískerjum í Öræfum dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur mælst eins mikill hiti í nóvember á Íslandi. Þá hafa hátt í þrjátíu aurskriður fallið síðan á mánudag sem tengist þessum hlýindum. Innlent 14.11.2024 19:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Fjölmargir hafa tekið til máls í dag á samfélagsmiðlum til að fordæma umdeild skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, eða taka upp hanskann fyrir hann. Heimspekingur segir ekki óeðlilegt að ræða þessi skrif og tekur fram að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, taki áhættu með Þórð á lista. Innlent 14.11.2024 18:53
Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sósíalistar mælast inni á þingi og flokkurinn fengi fjóra þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing. Fulltrúar flokkanna bregðast við könnuninni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 14.11.2024 18:02
Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. Innlent 14.11.2024 16:42