Fréttir

Myrti sjö konur og þrjá karla

Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum.

Erlent

Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra um­mæla

Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims.

Erlent

Fyrsta bílaapótekið á Suður­landi

Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur.

Innlent

Jóhann Páll gengur í stað Ölmu

Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir.

Innlent

Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag

Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið

Innlent

Verða ekki krafin um endur­greiðslu

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. 

Innlent

Styrkir ekki endur­greiddir og ó­veðrinu slotar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra, sem segir forsendur fyrir endurgreiðslu styrkja, sem greiddir voru til stjórnmálaflokka þrátt fyrir ranga skráningu, ekki vera fyrir hendi.

Innlent

Sóttu fimm kíló­metra inn fyrir varnir Rússa

Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra.

Erlent

Einn höfunda Project 2025 aftur hátt­settur í Hvíta húsinu

Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025.

Erlent

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Innlent

Lýsa yfir neyðar­á­standi á Santorini

Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag.

Erlent

Myndar­legir úr­komu­bakkar fara yfir landið

Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að nokkrir ágætlega myndarlegir úrkomubakkar fari yfir landið í dag. Áður en dagur er að kveldi komin megi því búast við að það hafi snjóað eða slyddað í flestum landshlutum.

Veður

Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Skömmu síðar barst tilkynning um mann sem var að hafa í hótunum og reyndist þá um að ræða þjófin úr fyrra málinu.

Innlent