Fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. Erlent 7.2.2025 16:39 Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Erlent 7.2.2025 15:59 Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Málflutningur í fjársvikamáli bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism í Hæstarétti fer fram 19. febrúar. Skylt var að veita þeim áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sýknudómi þeirra í héraði var snúið við í Landsrétti. Innlent 7.2.2025 15:55 Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Ástandið í Goma í Austur-Kongó er verulega slæmt eftir að borgin féll á dögunum í hendur uppreisnarmanna en þar hafa tugir þúsunda barna búið á götum borgarinnar. Kynferðisofbeldi er algengt en konur og kannski sérstaklega börn eru gífurlega berskjölduð fyrir því. Erlent 7.2.2025 14:44 Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Ítalski sjónvarpskokkurinn Gino D’Acampo hefur verið ásakaður um óviðeigandi og ógnandi hegðun af fjölda samstarfsfólks fimmtán ár aftur í tímann. D’Acampo hefur neitað öllum ásökunum. Erlent 7.2.2025 14:42 Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Birkir Jón Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 7.2.2025 14:23 Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Aðgerðum RARIK vegna óveðursins sem gekk yfir landið síðustu daga er að mestu lokið. Innlent 7.2.2025 14:22 Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur. Innlent 7.2.2025 14:12 Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Innlent 7.2.2025 13:52 Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir. Innlent 7.2.2025 13:45 Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Ráðherra segir ríkissáttasemjara hafa óskað eftir aðkomu Hafþórs Einarssonar, skrifstofustjóra mennta- og barnamálaráðuneytis, að kjaradeilu kennara. Hann hafi hvorki rætt við kennara né komið bréfi til þeirra. Innlent 7.2.2025 13:37 Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Innlent 7.2.2025 13:09 Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Stéttarfélögin Efling og Hlíf hafa vísað kjaradeildu sinni við Sorpu byggðasamlag til ríkissáttasemjara. Ástæðan er sögð sú að framkvæmdastjóri byggðasamlagsins hafi tekið fram fyrir hendurnar á samninganefnd sem ræddi við stéttarfélögin. Innlent 7.2.2025 11:55 Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. Innlent 7.2.2025 11:55 Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra, sem segir forsendur fyrir endurgreiðslu styrkja, sem greiddir voru til stjórnmálaflokka þrátt fyrir ranga skráningu, ekki vera fyrir hendi. Innlent 7.2.2025 11:44 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. Erlent 7.2.2025 11:35 Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Innlent 7.2.2025 11:08 Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Innlent 7.2.2025 10:55 Taka upp þráðinn eftir hádegi Fundur í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög er á dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Innlent 7.2.2025 10:45 Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. Innlent 7.2.2025 10:44 Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Skíðalyftan Kóngurinn í Bláfjöllum er ógangfær vegna skemmda sem urðu af völdum eldinga í óveðrinu sem gekk yfir í vikunni. Þá sprakk hluti af stýribúnaði snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Innlent 7.2.2025 10:35 Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. Erlent 7.2.2025 09:52 „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum. Innlent 7.2.2025 09:00 Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. Erlent 7.2.2025 08:20 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag. Erlent 7.2.2025 07:42 Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að nokkrir ágætlega myndarlegir úrkomubakkar fari yfir landið í dag. Áður en dagur er að kveldi komin megi því búast við að það hafi snjóað eða slyddað í flestum landshlutum. Veður 7.2.2025 07:09 Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). Erlent 7.2.2025 07:00 Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Erlent 7.2.2025 06:54 Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Skömmu síðar barst tilkynning um mann sem var að hafa í hótunum og reyndist þá um að ræða þjófin úr fyrra málinu. Innlent 7.2.2025 06:21 Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. Innlent 6.2.2025 23:30 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 334 ›
Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. Erlent 7.2.2025 16:39
Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Ungur starfsmaður DOGE, hefur sagt af sér eftir að hann var bendlaður við síðu á samfélagsmiðli þar sem hann lét fjölda rasískra ummæla falla. Hinn 25 ára gamli Marko Elez, hefur komið að vinnu DOGE við að skera verulega niður hjá alríkinu í Bandaríkjunum, undir stjórn Elons Musk, auðugasta manns heims. Erlent 7.2.2025 15:59
Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Málflutningur í fjársvikamáli bræðra sem stýrðu trúfélaginu Zuism í Hæstarétti fer fram 19. febrúar. Skylt var að veita þeim áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sýknudómi þeirra í héraði var snúið við í Landsrétti. Innlent 7.2.2025 15:55
Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Ástandið í Goma í Austur-Kongó er verulega slæmt eftir að borgin féll á dögunum í hendur uppreisnarmanna en þar hafa tugir þúsunda barna búið á götum borgarinnar. Kynferðisofbeldi er algengt en konur og kannski sérstaklega börn eru gífurlega berskjölduð fyrir því. Erlent 7.2.2025 14:44
Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Ítalski sjónvarpskokkurinn Gino D’Acampo hefur verið ásakaður um óviðeigandi og ógnandi hegðun af fjölda samstarfsfólks fimmtán ár aftur í tímann. D’Acampo hefur neitað öllum ásökunum. Erlent 7.2.2025 14:42
Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Birkir Jón Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram á vef Alþingis. Innlent 7.2.2025 14:23
Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Aðgerðum RARIK vegna óveðursins sem gekk yfir landið síðustu daga er að mestu lokið. Innlent 7.2.2025 14:22
Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi verður opnað í fyrramálið klukkan níu en það er til húsa á Selfossi þar sem Húsasmiðjan var áður með verslun sína við Eyraveg 42. Þrjár bílalúgur verða í apótekinu, sem verða opnar mánudag til laugardags frá níu á morgnana til níu á kvöldin. Lyfsöluleyfishafi er Helma Björk Óskarsdóttir, klínískur lyfjafræðingur. Innlent 7.2.2025 14:12
Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Innlent 7.2.2025 13:52
Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Ákveðið hefur verið að Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verði staðgengill Ölmu Möller, heilbrigðisráðherra, í málum sem varða fyrri störf hennar sem landlæknir. Innlent 7.2.2025 13:45
Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Ráðherra segir ríkissáttasemjara hafa óskað eftir aðkomu Hafþórs Einarssonar, skrifstofustjóra mennta- og barnamálaráðuneytis, að kjaradeilu kennara. Hann hafi hvorki rætt við kennara né komið bréfi til þeirra. Innlent 7.2.2025 13:37
Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Hreinsunarstarf er hafið á Austurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir landið í vikunni. Mikill liðsauki hefur borist á Stöðvarfjörð þar sem mikið verk er fyrir höndum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir tjónið í plássinu mikið Innlent 7.2.2025 13:09
Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Stéttarfélögin Efling og Hlíf hafa vísað kjaradeildu sinni við Sorpu byggðasamlag til ríkissáttasemjara. Ástæðan er sögð sú að framkvæmdastjóri byggðasamlagsins hafi tekið fram fyrir hendurnar á samninganefnd sem ræddi við stéttarfélögin. Innlent 7.2.2025 11:55
Verða ekki krafin um endurgreiðslu Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. Innlent 7.2.2025 11:55
Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra, sem segir forsendur fyrir endurgreiðslu styrkja, sem greiddir voru til stjórnmálaflokka þrátt fyrir ranga skráningu, ekki vera fyrir hendi. Innlent 7.2.2025 11:44
Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. Erlent 7.2.2025 11:35
Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Þorskar á Íslandsmiðum voru fjórðungi stærri og þrisvar sinnum eldri að meðaltali á fyrstu öldunum eftir landnám en í samtímanum. Ný rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands leiðir í ljós að auknar veiðar höfðu strax áhrif á stærð þorsstofnsins á 14. öld. Innlent 7.2.2025 11:08
Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Innlent 7.2.2025 10:55
Taka upp þráðinn eftir hádegi Fundur í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög er á dagskrá í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan eitt í dag. Innlent 7.2.2025 10:45
Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. Innlent 7.2.2025 10:44
Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Skíðalyftan Kóngurinn í Bláfjöllum er ógangfær vegna skemmda sem urðu af völdum eldinga í óveðrinu sem gekk yfir í vikunni. Þá sprakk hluti af stýribúnaði snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Innlent 7.2.2025 10:35
Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti í gær tilnefningu Russel Vought í embætti yfirmanns fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Það er sama áhrifamikla embætti og hann gegndi í fyrri stjórnartíð Trumps en í millitíðinni var Vought einn aðalhöfunda hins umdeilda plaggs, Project 2025. Erlent 7.2.2025 09:52
„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum. Innlent 7.2.2025 09:00
Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast fækka starfsmönnum U.S. Agency for International Development (USAID) úr 10 þúsund í tæplega 300. Þetta hefur New York Times eftir heimildarmönnum. Erlent 7.2.2025 08:20
Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag. Erlent 7.2.2025 07:42
Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir að nokkrir ágætlega myndarlegir úrkomubakkar fari yfir landið í dag. Áður en dagur er að kveldi komin megi því búast við að það hafi snjóað eða slyddað í flestum landshlutum. Veður 7.2.2025 07:09
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). Erlent 7.2.2025 07:00
Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Erlent 7.2.2025 06:54
Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um þjófnað úr verslun í miðborginni. Skömmu síðar barst tilkynning um mann sem var að hafa í hótunum og reyndist þá um að ræða þjófin úr fyrra málinu. Innlent 7.2.2025 06:21
Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Kona sem varð fyrir árás nemanda þegar hún starfaði sem grunnskólakennari árið 2017 og hlaut tíu prósenta örorku fyrir vikið, á rétt á skaðabótum frá tryggingafélagi sveitarfélagsins sem rekur skólann. Innlent 6.2.2025 23:30