Fréttir

„Þetta er ekki bara okkar stríð“

Umheimurinn þarf að sjá eyðilegginguna og horfast í augu við þær hörmungar sem blasa við vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þetta segir varaborgarstjóri í Poltava þar sem íbúar hafa ekki farið varhluta af árásum Rússa. Íbúar glíma daglega við afleiðingar mannskæðra árása sem gerðar hafa verið á íbúabyggð í borginni síðan stríðið hófst.

Erlent

Með hnút í maganum yfir næstu skila­boðum eltihrellis

„Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson.

Innlent

Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænu­garði

Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú.

Erlent

Eldur kviknaði út frá inn­taki í ál­verinu

Eldur kviknaði í olíu í rafmagnsinntaki í álveri Norðuráls á Grundartanga. Rýma þurfti kerskála álversins og kalla slökkvilið á vettvang. Eldurinn var lítill og urðu engin slys á fólki. Verið að keyra álverið aftur upp í fullan styrk en það varð alveg rafmagnslaust.

Innlent

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent

Raf­magnið sló út víða um land

Rafmagnslaust var á Vestfjörðum og hluta Austfjarða um skamma stund vegna bilunar í dreifikerfi Landsnets. Búið er að gera við bilunina og rafmagn víða komið aftur á.

Innlent

Að­eins eitt þungt öku­tæki má vera á Ölfus­ár­brú í einu

Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028.

Innlent

Hand­tóku einn til við­bótar

Lögreglan á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í gærkvöld. Einnig hefur verið lögð fram krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar á manndrápsmálinu í Gufunesi.

Innlent

Sam­þykkti að hætta á­rásum á orkuinnviði

Donald Trump og Vladimír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, töluðu saman í síma í dag. Þá ræddu þær innrás Rússa í Úkraínu og mögulegt vopnahlé þar. Rússar voru fyrstir að tjá sig um símtalið og hafa meðal annars sagt að Pútín hafi krafist þess að hergagnasendingum til Úkraínu yrði hætt, ef hann eigi að samþykkja vopnahlé.

Erlent

Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein

Kona búsett í Bolungarvík ásamt fjölskyldu sinni taldi mann, sem er búsettur erlendis vera kominn hingað til lands til að vinna henni og fjölskyldu hennar mein. Eftir rannsókn telur lögreglan að hann sé í raun ekki hér á landi.

Innlent

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verk­efni

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Innlent

Sam­þykktu breytingar á stjórnar­skrá Þýska­lands

Þingmenn í neðri deild þýska þingsins samþykktu í dag stjórnarskrárbreytingar sem ætlað er að auðvelda ríkinu að auka fjárútlát til hernaðaruppbyggingar og varnarmála. Breyting snýr að skuldaþaki Þýskalands og gerir meðal annars ríkinu auðveldar að skuldsetja sig ef fjármunir eiga að renna til varnarmála.

Erlent

Sögu­leg á­rás dróna og ró­bóta

Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum.

Erlent

Taka þurfi fastar á börnum sem beita of­beldi

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að erfitt sé að meta hvort alvarlegum ofbeldismálum sé að fjölga. Aukin athygli í fjölmiðlum gefi þá tilfinningu en óvíst sé hvort sú sé raunin.  

Innlent

Þing­manni blöskrar svör Rósu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Innlent

Má bera eig­anda Gríska hússins út

Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana.

Innlent