Fréttir Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Innlent 6.3.2025 06:45 Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Átta ungmenni voru handtekinn í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt í tveimur aðskildum málum. Innlent 6.3.2025 06:30 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. Erlent 5.3.2025 23:46 Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 5.3.2025 23:30 Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Eldur kom upp í húsnæði Fylgifiska við Nýbýlaveg í Kópavogi í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn, sem var minni háttar. Innlent 5.3.2025 23:16 Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir þjóð sína verða að átta sig á sérstakri stöðu sinni þar sem hún búi bæði yfir kjarnorkuvopnum og skilvirkasta og best vígbúna her Evrópu. Erlent 5.3.2025 22:29 Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi. Innlent 5.3.2025 21:41 Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Innlent 5.3.2025 21:20 Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Innlent 5.3.2025 20:44 Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. Innlent 5.3.2025 19:45 Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ VÆB æði hefur gripið yngri kynslóðina og öskudagsbúningar barnanna báru þess sannarlega merki í dag þar víða mátti sjá glitta í speglagleraugu og silfurklæði. Einnig sást til íkorna, Squid Game persóna og Donalds Trump í öskudagsfjöri. Innlent 5.3.2025 19:13 Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.3.2025 18:12 Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Forseti Hæstaréttar segir af og frá að fækka dómurum við réttinn úr sjö í fimm, líkt og lagt er til í einni sextíu hagræðingartillagna sem lagðar voru fram í gær. Með tillögunni sé æðsta dómstigi þjóðarinnar sýnd vanvirðing. Innlent 5.3.2025 17:50 „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Innlent 5.3.2025 17:26 Bílarnir dregnir upp úr sjónum Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu. Innlent 5.3.2025 16:35 Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Reykjavíkurborg þurfti um áramótin að leiðrétta greiðslur til starfsmanna upp á samanlagt 34 milljónir króna vegna kerfisvillu við útreikning desemberuppbótar. Um 4900 starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu of mikið greitt. Innlent 5.3.2025 16:00 „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Innlent 5.3.2025 15:53 Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. Innlent 5.3.2025 15:04 Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. Innlent 5.3.2025 14:52 Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Formaður BHM telur ljóst að hagræðingartillaga til ríkisstjórnar, sem snýst um réttindi opinberra starfsmanna, komi greinilega frá hagsmunahópum í atvinnulífinu. Alvarlegt sé að engir útreikningar til stuðnings tillögunni liggi fyrir. Innlent 5.3.2025 13:27 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. Erlent 5.3.2025 13:15 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal síðastliðinn föstudag hét Pálmi Kristjánsson. Innlent 5.3.2025 12:26 Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður meðal annars fjallað áfram um hagfræðingartillögurnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í gær. Innlent 5.3.2025 11:46 Skipverji brotnaði og móttöku frestað Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. Innlent 5.3.2025 11:25 Skila sex hundruð milljónum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga. Innlent 5.3.2025 11:23 Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Innlent 5.3.2025 11:13 Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. Erlent 5.3.2025 10:35 Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Innlent 5.3.2025 09:27 Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Innlent 5.3.2025 09:07 Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi KPMG og Orkuklasinn boða til fundar um stöðu og þróun í vindorku á Íslandi og framtíðarsýn í málaflokknum undir yfirskriftinni „Með byr í seglum“. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra ávarpar fundinn. Dagskrá hefst klukkan 9:30 og verður í beinni á Vísi. Innlent 5.3.2025 09:01 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 334 ›
Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Innlent 6.3.2025 06:45
Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Átta ungmenni voru handtekinn í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt í tveimur aðskildum málum. Innlent 6.3.2025 06:30
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. Erlent 5.3.2025 23:46
Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Innlent 5.3.2025 23:30
Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Eldur kom upp í húsnæði Fylgifiska við Nýbýlaveg í Kópavogi í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn, sem var minni háttar. Innlent 5.3.2025 23:16
Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir þjóð sína verða að átta sig á sérstakri stöðu sinni þar sem hún búi bæði yfir kjarnorkuvopnum og skilvirkasta og best vígbúna her Evrópu. Erlent 5.3.2025 22:29
Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir tollastríð hafið og horfur á að verðbólga geti orðið nokkru meiri fyrir vikið. Óvíst sé hvort tollahækkunum verði beitt gegn Íslandi en í öllu falli gæti tollastríðið leitt til óbeins verðþrýstings hér á landi. Innlent 5.3.2025 21:41
Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Leikkonan Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin 76 ára að aldri. Anna Kristín fæddist þann 16. júlí 1948 á Böggvistöðum í Svarfaðardal og var hún dóttir Kristjönu Margrétar Sigurpálsdóttur og Arngríms Stefánssonar. Innlent 5.3.2025 21:20
Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Innlent 5.3.2025 20:44
Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segist stoltur af almenningi vegna þess hve umhugað honum sé um rekstur ríkissjóðs. Hann segir tal um að í tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri felist stríðsyfirlýsing til opinberra starfsmanna innistæðulaust. Innlent 5.3.2025 19:45
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ VÆB æði hefur gripið yngri kynslóðina og öskudagsbúningar barnanna báru þess sannarlega merki í dag þar víða mátti sjá glitta í speglagleraugu og silfurklæði. Einnig sást til íkorna, Squid Game persóna og Donalds Trump í öskudagsfjöri. Innlent 5.3.2025 19:13
Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.3.2025 18:12
Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Forseti Hæstaréttar segir af og frá að fækka dómurum við réttinn úr sjö í fimm, líkt og lagt er til í einni sextíu hagræðingartillagna sem lagðar voru fram í gær. Með tillögunni sé æðsta dómstigi þjóðarinnar sýnd vanvirðing. Innlent 5.3.2025 17:50
„Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sveitarstjórn Húnabyggðar segir uppsögn Kjarnafæðis Norðlenska á 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni á Blönduósi vera reiðarslag fyrir samfélagið. Sveitarfélagið ætlar sér að reyna að finna lausnir til að hjálpa þeim sem misstu vinnuna. Innlent 5.3.2025 17:26
Bílarnir dregnir upp úr sjónum Búið er að draga á land bílana tvo sem fóru í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu á mánudagsmorgun þegar stærðarinnar alda gekk yfir höfnina. Tveir menn fóru einnig í sjóinn og liggur annar þeirra þungt haldinn á gjörgæslu. Innlent 5.3.2025 16:35
Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Reykjavíkurborg þurfti um áramótin að leiðrétta greiðslur til starfsmanna upp á samanlagt 34 milljónir króna vegna kerfisvillu við útreikning desemberuppbótar. Um 4900 starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu of mikið greitt. Innlent 5.3.2025 16:00
„Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Snorri Másson þingmaður Miðflokksins kvaddi sér hljóðs á Alþingi í dag, í dagskrárliðnum Störf þingsins, og fór yfir það sem hann kallaði brenglað rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Innlent 5.3.2025 15:53
Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Forsvarsfólk BSRB, BHM og Kennarasambands Íslands, KÍ, gagnrýna í sameiginlegri yfirlýsingu að í tillögum hagræðingarhóps stjórnvalda sé fjallað um að leggja af áminningarskyldu í lögum um starfsmenn hins opinbera. Þau segja tillöguna vanvirðingu í garð opinberra starfsmanna. Innlent 5.3.2025 15:04
Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. Innlent 5.3.2025 14:52
Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Formaður BHM telur ljóst að hagræðingartillaga til ríkisstjórnar, sem snýst um réttindi opinberra starfsmanna, komi greinilega frá hagsmunahópum í atvinnulífinu. Alvarlegt sé að engir útreikningar til stuðnings tillögunni liggi fyrir. Innlent 5.3.2025 13:27
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. Erlent 5.3.2025 13:15
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal síðastliðinn föstudag hét Pálmi Kristjánsson. Innlent 5.3.2025 12:26
Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður meðal annars fjallað áfram um hagfræðingartillögurnar sem kynntar voru á blaðamannafundi í gær. Innlent 5.3.2025 11:46
Skipverji brotnaði og móttöku frestað Móttöku nýs hafrannsóknaskips, Þórunnar Þórðardóttur HF 300, hefur verið frestað um tæpa viku. Ástæðan er sú að koma þurfti handleggsbrotnum áhafnarmeðlimi undir læknishendur. Innlent 5.3.2025 11:25
Skila sex hundruð milljónum Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að falla frá ráðstöfun 600 milljón króna af fjárheimildum ársins 2025 og lagt til við fjármála- og efnahagsráðherra að horft verði til þess við gerð frumvarps til fjáraukalaga. Innlent 5.3.2025 11:23
Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Innlent 5.3.2025 11:13
Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Ummæli Donald Trump um Grænland í ræðu forsetans á bandaríska þinginu í nótt hafa vakið hörð viðbrögð í Danmörku. Erlent 5.3.2025 10:35
Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason, blaðamenn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, eru tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna 2024. Innlent 5.3.2025 09:27
Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma. Innlent 5.3.2025 09:07
Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi KPMG og Orkuklasinn boða til fundar um stöðu og þróun í vindorku á Íslandi og framtíðarsýn í málaflokknum undir yfirskriftinni „Með byr í seglum“. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsmálaráðherra ávarpar fundinn. Dagskrá hefst klukkan 9:30 og verður í beinni á Vísi. Innlent 5.3.2025 09:01