
Enski boltinn

Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire
Daniel Sturridge, fyrrverandi framherji Liverpool, skellti skuldinni á Joshua Zirkzee vegna færisins sem Harry Maguire klúðraði undir lok 2-2 jafnteflis Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur skorað á Jack Grealish að sýna það sama og þegar liðið vann þrennuna tímabilið 2022-23.

Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford
Nýkrýndi heimsmeistarinn í pílukasti, Luke Littler, mun sýna bikarinn sem hann vann á heimaleik Manchester United á næstunni.

Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd
Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu.

„Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“
Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, var eðlilega nokkuð ánægður með stigið sem hans menn náðu í þegar þeir heimsóttu topplið Liverpool. Hann vill samt sjá meira frá sínum mönnum sem hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið.

„Verðum að halda áfram og við munum gera það“
„Þetta hefði getað endað verr ef við erum hreinskilnir,“ sagði Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, eftir jafntefli liðsins við erkifjendur sína í Manchester United.

„Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“
„Við höfum verið réttilega gagnrýndir, staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Við höfum tapað of mikið af stigum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn toppliði Liverpool á Anfield.

Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti
Fulham og Ipswich gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrjú markanna komu af vítapunktinum, þar af jöfnunarmark Fulham í uppbótartíma.

Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins
Liverpool og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í einum af skemmtilegri leikjum ensku úrvalsdeildar karla til þessa á leiktíðinni.

Amorim segir leikmenn sína hrædda
Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár.

Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu
Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Antonin Kinsky. Þessi tékkneski markvörður kemur til félagsins frá Slavia Prag þar sem hann hefur haldið markinu hreinu í 14 af 29 leikjum á leiktíðinni.

Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn
Ákveðið hefur verið að stórveldaslagur Liverpool og Manchester United fari fram í dag, á Anfield í Liverpool, eftir óvissu vegna mikillar snjókomu.

„Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var heldur ósáttur með leik sinna manna í 1-1 jafntefli liðsins við Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á laugardag.

Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina
„Nei,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, einfaldlega aðspurður hvort hans liðið væri komið aftur í gírinn eftir 4-1 sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni.

Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn
Birmingham City stefnir hraðbyr á sæti í ensku B-deild karla í fótbolta. Liðið vann 3-0 útisigur á Wigan Athletic í dag þar sem Willum Þór Willumsson skoraði þriðja mark gestanna.

Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool
Brighton & Hove Albion og Arsenal gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla. Með sigri hefðu Skytturnar getað sett aukna pressu á topplið Liverpool.

Slæmt gengi gestanna heldur áfram
Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni.

Meistararnir unnu annan leikinn í röð
Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil.

Isak með Newcastle áfram á miklu flugi
Newcastle hélt áfram flugi sínu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Tottenham. Svíinn Alexander Isak virðist óstöðvandi og skoraði sigurmark leiksins.

Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til
Mohamed Salah hefur að flestra mati átt algjörlega stórkostlega leiktíð hingað til með toppliði Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en Tim Sherwood virðist sjá hlutina öðruvísi.

Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný
Franski miðvörðurinn Wesley Fofana gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Chelsea á leiktíðinni. Þessu greindi Enzo Maresca, þjálfari liðsins, frá á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea um helgina.

Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool
Stjörnuframherjinn Mohamed Salah hefur gefið út að núverandi tímabil verði hans síðasta með enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann má nú þegar semja við lið utan Bretlandseyja.

Nýttu klásúlu í samningi Maguire
Samningur Harry Maguire við Manchester United gildir nú fram í júní 2026, sama mánuð og næsta HM í fótbolta hefst, eftir að klásúla í samningi hans við félagið var virkjuð. Rúben Amorim vill þó meira frá miðverðinum.

Salah henti Suarez úr toppsætinu
Mohamed Salah hefur átt magnaðan fyrri hluta á þessu tímabili og hefur hann þegar slegið nokkur met í ensku úrvalsdeildinni.

Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn
Marcus Rashford verður ekki í leikmannahópi Manchester United í leiknum við erkifjendurna í Liverpool á sunnudaginn. Rúben Amorim, stjóri United, segir að Rashford sé veikur.

Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni
Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi.

Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu
Framtíð Marcus Rashford hjá Manchester United er í uppnámi en það verður ekki auðvelt að finna félag sem hefur efni á honum og launum hans.

Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi
Íslenska knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir þurfti að skilja syni sína eftir á Íslandi þegar hún fór aftur til vinnu sinnar í Englandi.

Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent
Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi.

Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“
Þó að Marcus Rashford hafi sagst í viðtali vilja „nýja áskorun“ og virðist á förum frá Manchester United þá sá hann ástæðu til að leiðrétta frétt The Sun í upphafi nýs árs.