Erlent

Ný landa­mæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða

Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 

Erlent

Banda­rískt her­skip skaut niður fjór­tán dróna Húta

Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 

Erlent

Pilturinn er kominn aftur til Bret­lands

Hinn sautján ára Alex Batty, sem fannst í Frakklandi á miðvikudag eftir að hafa verið saknað í sex ár, er kominn aftur til Bretlands samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Manchester. 

Erlent

Flúði eftir fjár­svik og nú talinn njósnari Rússa

Jan Marsalek, fyrrverandi rekstrarstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, er grunaður um að hafa stolið tveimur milljörðum dala úr reikningum fyrirtækisins. Skömmu eftir að ljóst var að peningarnir voru horfnir, í júní 2020, steig Marsalek upp í einkaflugvél í Austurríki og var honum flogið til Belarús.

Erlent

Mette aldrei verið ó­vin­sælli

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hefur aldrei verið óvinsælli samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Epinion sem framkvæmd var á dögunum.

Erlent

Emírinn í Kúveit látinn

Sjeik Nawaf al-Ahmad al-Sabah, emírinn í Kúveit, er látinn 86 ára að aldri. Hann tók við völdum af bróður sínum árið 2021. Krónprinsinn sjeik Meshal Al Ahmad Al Jaber, 83 ára hálfbróðir emírsins látna, tekur við völdum en hann var elsti krónprins heimsins.

Erlent

Greiði mæðgunum ríf­lega tuttugu milljarða

Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump og borgarstjóri New York borgar, hefur verið dæmdur til að greiða mæðgum, sem hann rægði með ásökunum um kosningasvindl, 148 milljónir dala. Það gerir ríflega tuttugu milljarða króna.

Erlent

Ísraelskir her­menn drápu þrjá gísla

Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.

Erlent

Leyni­leg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu

Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð.

Erlent

Kastaði hand­sprengjum inn á fjöl­mennan fund

Bæjarfulltrúi sprengdi að virðist þrjár handsprengjur á fjölmennum fundi í ráðhúsi Keretsk-bæjar í vesturhluta Úkraínu í dag. Árásarmaðurinn var sagður hafa dáið og 26 aðrir eru særðir, en lögreglan dró síðar til baka að maðurinn hefði dáið og er hann sagður í alvarlegu ástandi.

Erlent

Harry lagði Mirror í hakkaramáli

Harry Bretaprins hefur lagt eigendur breska götublaðsins Daily Mirror í máli sem hann höfðaði á hendur þeim fyrir að hafa brotist inn í síma hans. Þeim hefur verið gert að greiða prinsinum bætur sem nema 140 þúsund pundum eða rúmum 25 milljónum króna.

Erlent

Enn eitt skipið fyrir eld­flaug á Rauða­hafi

Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það.

Erlent

Fannst í Frakk­landi eftir sex ára leit

Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook.

Erlent

Grunur um að hinir hand­teknu tengist Hamas

Þýskir saksóknarar fullyrða að þeir þrír sem voru handteknir í Þýskalandi í dag og sá fjórði í Hollandi að beiðni þýskri yfirvalda hafi tengsl við Hamas-samtökin. Þrír til viðbótar voru handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Danmörku. Allir sjö eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka.

Erlent

Við­horf Íra til inn­flytj­enda að breytast hratt

Írland hefur lengi þótt nokkuð merkilegt fyrir þar sakir að þar hafa fjar-hægri stjórnmálaflokkar aldrei náð fótfestu. Þá hefur írska þjóðin verið stolt af því hvernig tekið er á móti farand- og flóttafólki þar.

Erlent

Enginn friður fyrr en mark­miðum Pútíns er náð

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að markmið hans varðandi innrásina í Úkraínu gildi enn. Enginn friður verði fyrr en þeim markmiðum hafi verið náð. Þetta sagði forsetinn á maraþonfundi þar sem hann á að hafa svarað spurningum almennings í Rússlandi.

Erlent

Varar við hruni hjálpar­starfs á Gasa­ströndinni

Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar.

Erlent