Fréttamynd

Al­vot­ech kaupir þróunar­starf­semi Xbra­ne og stefnir að skráningu í Sví­þjóð

Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vaxtalækkun í takt við væntingar en nefndin telur enn þörf á „þéttu“ að­haldi

Samstaða var á meðal nefndarmanna peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti um 25 punkta, sem var í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en samtímis háu raunvaxtastigi er verðbólgan að hjaðna á breiðum grunni og útlit fyrir að hún minnki áfram á næstu mánuðum. Nefndin undirstrikar hins vegar sem fyrr að áfram verði þörf á „þéttu taumhaldi peningastefnunnar.“

Innherji
Fréttamynd

Tolla­stríð ætti að minnka efna­hags­um­svif og styðja við vaxtalækkanir

Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Yfir fimm­tíu milljarða evru­greiðsla ætti að létta á gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða

Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Ekki meira inn­streymi í ríkis­bréf í eitt ár með auknum kaupum er­lendra sjóða

Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Al­vogen býst við hækkun á láns­hæfi eftir fjár­hags­lega endur­skiplagningu

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir því að Standard & Poors muni á næstu dögum uppfæra lánshæfiseinkunn samheitalyfjafyrirtækisins, meðal annars með hliðsjón af breyttri fjármagnsskipan eftir að félagið kláraði endurfjármögnun á langtímalánum þess. Matsfyrirtækið gaf út lánhæfiseinkunn til skamms tíma fyrir helgi sem var sagt endurspegla valkvætt greiðsluþrot á hluta af útistandandi skuldum Alvogen.

Innherji
Fréttamynd

Íbúða­skorturinn veldur því að sér­eigna­stefnan er á „hröðu undan­haldi“

Nú er svo komið að um fimm prósent landsmanna, nánast einvörðungu þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, eiga um þrjátíu prósent allra íbúða á landinu með markaðsvirði sem nemur um helmingi af stærð lífeyrissjóðakerfisins, segir framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélagsins. Vegna lóða- og íbúðaskorts fjölgar ört þeim einstaklingum sem ná ekki að eignast húsnæði, sem veldur því að þeim tekst ekki að byggja upp eigið fé, og afleiðingin er sú að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi.“

Innherji
Fréttamynd

Al­vogen klárar rúm­lega níu­tíu milljarða endur­fjár­mögnun á lánum fé­lagsins

Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess.

Innherji
Fréttamynd

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sér­tækra skatta yfir 60 milljarðar

Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.

Innherji
Fréttamynd

Hjör­leifur tekur við stjórnar­for­menns­kunni í Festi í stað Guð­jóns

Þrátt fyrir að vera kjörinn áfram til stjórnarstarfa þá hefur Guðjón Reynisson, stjórnarformaður Festi í meira en þrjú ár, gefið eftir formennskuna til Hjörleifs Pálssonar eftir að ný stjórn skipti með sér verkum að loknum aðalfundi félagsins fyrr í dag. Talsverðar breytingar urðu sömuleiðis á tilnefningarnefnd smásölurisans en fyrrverandi formaður hennar, sem var gagnrýnd fyrir störf nefndarinnar af stórum hluthafa á átakafundi fyrir um ári, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa.

Innherji
Fréttamynd

Meiri­hluti fólks á barn­eignar­aldri verði brátt „leigu­liðar þeirra sem eldri eru“

Á undanförnum tveimur áratugum hefur hlutfall íbúða í eigu fólks á barneignaraldri lækkað talsvert á sama tíma og það fjölgar verulega í hópi þeirra sem eru fimmtíu ára og eldri sem fjárfesta í íbúðum til viðbótar þeirri sem þeir búa í, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags. Samkvæmt gögnum sem hann hefur dregið fram má sjá að öll aukningin í viðbótaríbúðum sem hafa bæst á markaðinn á því tímabili hafa farið til þeirra sem eldri eru.

Innherji
Fréttamynd

Tveir líf­eyris­sjóðir selja stóran hluta af stöðu sinni í Eik

Einn stærsti fjárfestirinn í Eik hefur á síðustu vikum selt verulegan hluta af stöðu sinni en hlutabréfaverð fasteignafélagsins er niður um meira en tíu prósent frá því um miðja febrúarmánuð. Á sama tíma og tveir lífeyrissjóðir hafa verið minnka talsvert við sig í Eik hefur meðal annars umsvifamikill verktaki verið að kaupa í félaginu og er nú meðal stærstu hluthafa.

Innherji
Fréttamynd

Viðsnúningur í rekstri INNO gæti skilað hlut­höfum SKEL „miklum á­vinningi“

Það þarf ákaflega lítinn bata í rekstri belgísku verslunarkeðjunnar INNO, sem SKEL keypti á liðnu ári ásamt sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia, til að það skili sér í margföldun á hlutafjárvirði þess í bókum fjárfestingafélagsins, að mati hlutabréfagreinanda. Virði óskráðra eigna er lítillega vanmetið í reikningum SKEL og verðmatsgengi á félaginu er talsvert yfir núverandi markaðsgengi, samkvæmt nýrri greiningu.

Innherji
Fréttamynd

Fossar juku hluta­féð um 600 milljónir eftir hækkun á eigin­fjárkröfu bankans

Hlutafé Fossa var hækkað í tveimur áföngum með skömmu millibili undir lok síðasta árs að fjárhæð samtals sex hundruð milljónir en aukningin, sem er sögð til að styðja við áframhaldandi vöxt, var meðal annars gerð til uppfylla nýja lágmarks eiginfjárkröfu af hálfu fjármálaeftirlitsins. Efnahagsreikningur Fossa nærri tvöfaldaðist að stærð á liðnu ári á meðan hreinar rekstrartekjur jukust um sextíu prósent en fjárfestingabankinn skilaði hins vegar lítillegu tapi fyrir skatt.

Innherji
Fréttamynd

Sam­runi TM og Lands­bankans mun „klár­lega hafa á­hrif“ á tekju­vöxt VÍS

Núna þegar samruni Landsbankans, stærsti banki landsins, og TM er að ganga í gegn þá er ljóst að þær breytingar á markaðinum munu „klárlega“ hafa áhrif fyrir tekjuvöxtinn í tryggingastarfsemi Skaga, að sögn forstjórans, en dótturfélaginu VÍS tókst að stækka markaðshlutdeild sína á liðnu ári samhliða miklum iðgjaldavexti. Hann telur jafnframt nánast fullvíst að Skaga verði alltaf „boðin þátttaka í samtali“ sem miðar að „stórum eða smáum hreyfingum“ í átt að frekari hagræðingu og samþjöpun á íslenskum fjármálamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Ó­vænt gengis­styrking þegar líf­eyris­sjóðir fóru að draga úr gjald­eyris­kaupum

Snörp gengisstyrking krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal, hefur komið sérfræðingum nokkuð á óvart og skýrist meðal annars af því að lífeyrissjóðir hafa haldið að sér höndum í kaupum á gjaldeyri. Á meðan sú staða helst óbreytt er sennilegt að krónan verði áfram undir þrýstingi til styrkingar, að mati gjaldeyrismiðlara, þrátt fyrir að hún verði að teljast vera á háum gildum um þessar mundir miðað við flesta mælikvarða.

Innherji
Fréttamynd

Yfir 200 milljarða inn­lána­hengja gæti leitað á eigna­markað með lægri vöxtum

Frá því að raunstýrivextir urðu að nýju jákvæðir fyrir tveimur árum hafa innlán heimilanna aukist um 460 milljarða, mun meira en mætti vænta miðað við leitni vaxtar í hlutfalli við landsframleiðslu, og stóra spurningin er hvert „innlánahengjan“ leitar þegar vextir fara lækkandi, að sögn aðalhagfræðings Kviku. Hann telur sennilegt að áhrifin sjáist fyrst á eignamörkuðum með auknum hvata eignameiri fólks til að ráðstafa lausu fé í áhættusamari fjárfestingar en þegar fram í sækir gæti þessi mikli „umfram“ sparnaður takmarkað svigrúm Seðlabankans til lækkunar á raunvaxtaaðhaldinu.

Innherji
Fréttamynd

Arð­greiðslur frá stórum ríkis­félögum um tíu milljörðum yfir á­ætlun fjár­laga

Hlutdeild ríkissjóðs í boðuðum arðgreiðslum stærstu ríkisfyrirtækjanna, einkum Landsbankans og Landsvirkjunar, verður nærri tíu milljörðum króna meiri á þessu ári heldur en hafði verið áætlað í fjárlögum sem voru samþykkt í nóvember í fyrra. Arðgreiðslurnar minnka hins vegar lítillega að umfangi á milli ára en þar munar mestu um minni hagnað hjá Landsvirkjun eftir að hafa skilað metafkomu á árinu 2023.

Innherji
Fréttamynd

Eignir í stýringu Stefnis jukust um meira en þriðjung á sveiflu­kenndu ári

Hagnaður sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis, dótturfélag Arion banka, stóð nánast í stað í fyrra en á sama tíma jukust hins vegar eignir í stýringu um samtals tæplega níutíu milljarða króna, meðal annars vegar stofnunar stórra nýrra sjóða og jákvæðrar ávöxtunar á ári sem var „heilt yfir gott“ á mörkuðum. Félagið nefnir að sparnaður heimilanna, sem er einkum á innlánsreikningum, sé verulega hár um þessar mundir og með væntingum um frekari vaxtalækkanir er líklegt að þeir fjármuni leiti í áhættusamari fjárfestingarkosti.

Innherji
Fréttamynd

Vænta þess að hagnast ár­lega um nærri hálfan milljarð af leigu á þremur vélum

Með nýju samkomulagi um leigu á þremur vélum úr flota sínum fram til ársins 2027 hafa stjórnendur Play væntingar um að það muni skila sér í árlegum hagnaði fyrir flugfélagið upp á liðlega eina milljón Bandaríkjadala fyrir hverja vél. Hlutabréfaverð Play hefur fallið um nærri þrjátíu prósent eftir að félagið kynnti uppgjör sitt í byrjun vikunnar en fjárfestar telja víst að þörf sé á auknu hlutafé fyrr en síðar.

Innherji
Fréttamynd

Fram­taks­sjóðurinn IS Haf festir kaup á meiri­hluta í sænsku tækni­fyrir­tæki

Sérhæfður fjárfestingarsjóður í haftengdri starfsemi hefur náð samkomulagi um að kaupa meirihluta í sænska félaginu NP Innovation, tæknifyrirtæki með vatnsgæðalausnir fyrir landeldi og velti yfir tveimur milljörðum í fyrra, en þetta er önnur erlenda fjárfesting sjóðsins á innan við ári. Með innkomu IS Haf-sjóðsins sem kjölfestufjárfestir í NP Innovation er ætlunin að hraða enn frekari vexti félagsins á komandi árum.

Innherji