Innherji
Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju
Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis.
Skiptir eignarhaldið engu máli?
Það skyldi engan undra að kaup yfirvalda í Sádí Arabíu á enska knattspyrnufélaginu Newcastle hafi þurft að ræða í þaula, jafnt á krám sem og í stjórnarherbergjum.
Sigurjón Sighvatsson: „Við höfum siglt inn í öld ímyndunaraflsins“
„Ég laðast ekki að verkefnum eingöngu vegna þess að í þeim felast viðskiptatækifæri. Þau þurfa að vera skapandi. Sköpunargleði er það sem keyrir mig áfram,“ segir Sigurjón Sighvatsson, sem á að baki langan feril í kvikmyndagerð og fyrirtækjarekstri af ýmsum toga.
Baráttan um borgina að hefjast
Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.
Gangverk kaupir Döðlur
Hugbúnaðarhúsið Gangverk hefur gengið frá kaupum á hönnunarfyrirtækinu Döðlur Studio.
Fréttabréf Santé: Fegurðin að utan?
Ekki hefur enn tekist að færa sönnur á uppruna eða eðli fegurðar, hvort hún komi að utan eða innan.
Dagur í lífi Magnúsar Berg: „Engar afsakanir í boði“
Magnús Berg Magnússon er forstjóri danska hönnunarfyrirtækisins NORR11. Hann vaknar á bakaratíma til að fara út að hlaupa og segir danska samstarfsmenn dæma hart fyrir bruðlið sem það er að kaupa kaffi þegar það er hægt að fá það frítt á skrifstofunni.
Hagræðingaraðgerðir Regins báru ávöxt
Hagræðingaraðgerðir innan Regins hafa borið árangur, að því er kemur fram í verðmati Jakobsson Capital á fasteignafélaginu. Rekstrarhagnaðarhlutfall Regins hækkaði úr 69,5 prósentum upp í 73,3 prósent milli ára en þetta er besta rekstrarhagnaðarhlutfall Regins síðan Jakobsson Capital hóf að gera verðmöt á félaginu árið 2016.
Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann
Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið.
Seðlabankastjóri: Mikilvægt að lífeyrissjóðir geti fjárfest meira erlendis
Ekki er útlit fyrir að breytingar verði gerðar strax í byrjun næsta árs til hækkunar á því 50 prósenta hámarki sem erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna mega vera sem hlutfall af heildareignum þeirra. Hlutfall erlendra eigna tveggja stærstu lífeyrissjóða landsins – LSR og Lífeyrissjóður verslunarmanna – var um mitt þetta ár komið í liðlega 42 prósent.
Fortuna Invest vikunnar: Ert þú með puttann á púlsinum?
Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rósa Kristinsdóttir og Kristín Hildur Ragnarsdóttir skipa fræðsluvettvanginn Fortuna Invest. Þær munu birta fjölbreytt efni á Innherja í hverri viku.
Enginn sá fyrir hagvaxtarauka á svona tímum
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir að enginn hafi séð fyrir þann gríðarlega samdrátt sem varð í hagkerfinu eða hagvaxtarskotið sem fylgdi á samningstíma Lífskjarasamningsins. Þó hefði verið skynsamlegra að hagvaxtartenging launa hefði miðast við raunverulega aukningu landsframleiðslu yfir allan samningstímann, en ekki milli ára.
Ríkið sýknað af milljarða kröfum vegna útboðs tollkvóta
Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum heildverslunarinnar Ásbjörns Ólafssonar ehf., um endurgreiðslu útboðsgjalds vegna innflutnings á landbúnaðarvörum. Hefði fyrirtækið haft betur hefði ríkið þurft að endurgreiða útboðsgjöld að upphæð yfir fjórir milljarðar króna sem innheimt hafa verið af innflutningsfyrirtækjum frá því árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda.
Fjárfestar veðji á mikinn söluhagnað hjá Skeljungi
Verðmatsgengi Skeljungs, samkvæmt greiningu Jakobsson Capital, hljóðar upp á 11 krónur á hlut en markaðsgengi smásölufélagsins er í dag 13,9 krónur, eða 26 prósentum hærra. Í verðmatinu er þó lögð áhersla á að verðmatsgengið segi aðeins hálfa söguna í ljósi þess að Skeljungur er í miklum breytingafasa.
Af háum hesti: Skeifa var glaðlegasti svipurinn
Brynjar Níelsson fjallar um íslenskt heilbrigðiskerfi og Manchester United.
Seðlabankastjóri: „SA sömdu klárlega af sér"
„Ég er hissa að séu stórar yfirlýsingar um að himinn og jörð séu að farast þegar við erum fyrirsjáanlega að hækka vexti núna. Vextir eru í 2 prósentum. Þeir voru í 4,5 prósentum þegar Lífskjarasamningurinn var gerður. Mér finnst svona yfirlýsingar úr korti við alla skynsemi og úr takti við raunveruleikann,” sagði Ásgeir Jónsson, Seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs Íslands sem fram fór í morgun og bar yfirskriftina Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn?
Hagvaxtarauki kemur fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir
Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna, sem kveður á um launahækkun vegna hagvaxtar þessa árs og tekur gildi frá maí á næsta ári, skýtur skökku við að mati, viðmælenda Innherja í veitinga- og smásölugeiranum.
Hótun verkalýðsleiðtoga yfirlýsing um að þeir ætli að semja um verðbólgu
Seðlabankastjóri telur að það hafi verið „mistök“ af hálfu aðila vinnumarkaðarins að ná ekki saman í haust um að falla frá hinum svonefnda hagvaxtarauka á næsta ári, sem tryggir launafólki hlutdeild í ávinningnum þegar landsframleiðsla á hvern íbúa eykst, en hann mun að óbreyttu virkjast og leiða til enn meiri launahækkana en áður var spáð.
Ísland geti orðið fjármálamiðstöð norðurslóða
Arion banki vinnur markvisst að því að auka umsvif sín á norðurslóðum og telja stjórnendur bankans að íslenska fjármálakerfið geti gegnt lykilhlutverki á svæðinu. „Ísland er í einstakri stöðu til að verða fjármálamiðstöð norðurslóða,“ sagði Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun.
Umboðsskylda á pólitískum tímum
Fáum dylst að nú er COP26 nýlokið sem er ráðstefna 197 landa sem hafa undirgengist sáttmála á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hefur að markmiði að „Preventing “dangerous” human interference with the climate system.“
Nýr hugsunarháttur hefur umbylt rekstri Arion banka
„Skilaboðin okkar árið 2019 voru einföld,“ sagði Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, aðstoðarbankastjóri Arion banka, á markaðsdegi bankans sem var haldinn í morgun. Ásgeir fór yfir árangurinn sem Arion banki hefur náð frá síðasta markaðsdegi bankans fyrir tveimur árum þegar stjórnendur kynntu nýja stefnu til að umbylta fyrirtækjalánabókinni.
Niðurgreiðsla skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verði sífellt kostnaðarsamari
Í nýrri úttekt Samtaka atvinnulífsins er komist að þeirri afgerandi niðurstöðu að sveitarfélögum þurfi að fækka hressilega. Borgarstjóri tekur undir og segir sveitarfélögin sum hver alltof veik til að standa undir lögbundinni þjónustu í náinni framtíð. Kjarkleysi pólítíkurinnar og íhaldssemi sumra minni sveitarfélaga standi nauðsynlegum sameiningum fyrir þrifum. SA segja niðurgreiðslu skattgreiðenda á ósjálfbærum rekstri minni sveitarfélaga verða sífellt kostnaðarsamari.
Fyrirsjáanlegur vandi
Á seinasta ári námu opinber útgjöld helmingi allrar framleiðslu í landinu. Svigrúm til skuldsetningar heimilaði slíka niðurstöðu. En óháð vilja stjórnmálamanna til að uppfylla allar kröfur og þarfir samfélagsins eru þeir bundnir af framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið.
Ráðuneytisstjóri situr í stjórn Þjóðarsjóðs Ómanríkis
Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, hefur setið í stjórn Þjóðarsjóðs Ómanríkis (OIA) í tæplega ár. Þetta kemur fram í hagsmunaskráningu Guðmundar á vef Stjórnarráðsins.
Ölgerðin setur stefnuna á hlutabréfamarkað í byrjun næsta árs
Stjórn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, hefur tekið ákvörðun um að hefja formlegan undirbúning að skráningu félagsins á aðalmarkað Kauphallarinnar hér á landi.
Seldi í Bláa lóninu og keypti í Arion
Félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og aðaleigenda útgáfufélags Fréttablaðsins, hefur nýlega bæst við hluthafahóp Arion banka og heldur í dag á bréfum í bankanum sem eru metin á tæplega 700 milljónir króna að markaðsvirði.
Íbúðamarkaðurinn okkar
Fjármagn stýrir miklu. „Cash is king“ er stundum sagt á enskunni. Ein stærsta yfirsjónin í aðdraganda kreppunnar 2008 á heimsvísu var hve lítið hagfræðilíkön tóku mið af áhrifum fjármálakerfisins á hagkerfið. Nú er talað um fjármálasveiflu, ekki bara hagsveiflu.
Posabirgir stærstu færsluhirða landsins er í sigti bandarískra yfirvalda
Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði húsleit á skrifstofu kínverska kortaposaframleiðandans PAX Global Technhology í lok október en það er einn helsti birgir stærstu færsluhirðanna á Íslandi; SaltPay og Valitor.
Alþjóðaumhverfið á nýju ári
Það stefnir allt í að 2021 reynist gott ár fyrir innlenda og erlenda hlutabréfamarkaði. Íslenska hlutabréfavísitalan hefur hækkað um tæp 40% frá áramótum samanborið við 19% hækkun heimsvísitölu hlutabréfa.
Alvotech að klára um 50 milljarða fjármögnun fyrir tvíhliða skráningu
Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech er á lokametrunum með að tryggja sér samtals um 400 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 52 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða tvískráningu félagsins á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi í byrjun næsta árs. Áætlað er að íslenskir fjárfestar muni þar af leggja félaginu til um 6 til 7 milljarða króna.