Íslenski boltinn

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

Íslenski boltinn

Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Al­gjör­lega ein­stakt“

Í Stúkunni, upp­gjörs­þætti Bestu deildar karla í fót­bolta í gær­kvöldi, var glæsi­mark Emils Atla­sonar, fram­herja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykja­vík tekið fyrir og var Atli Viðar Björns­son, einn af sér­fræðingum þáttarins, klár á því að markið væri lang­besta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild.

Íslenski boltinn

Hand­rit Ástu Eirar fékk full­komin enda­lok

Eftir að hafa landað sjálfum Ís­lands­meistara­titlinum með Breiða­bliki um ný­liðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði Breiða­bliks, frá því á sunnu­daginn síðast­liðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Á­kvörðun Ástu kom vafa­laust mörgum á ó­vart en hún á þó sinn að­draganda.

Íslenski boltinn

Varði mark botn­liðsins en bar samt af

Á laugardag lauk tímabilinu í Bestu deild kvenna í fótbolta með því að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Þá var þegar ljóst að Fylkir og Keflavík væru fallin niður í Lengjudeildina en það var markvörður botnliðsins sem bar af þegar skoðað er markverðir komu í veg fyrir flest mörk á leiktíðinni.

Íslenski boltinn

Tár­vot Ásta sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina

Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði ný­krýndra Ís­lands­meistara Breiða­bliks í fót­bolta, hefur á­kveðið að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir frá­bæran feril og að­eins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina og er þakk­lát fyrir tímana hjá upp­eldis­fé­laginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi.

Íslenski boltinn

Katrín ekki með slitið kross­band

Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin.

Íslenski boltinn