Menning

Tíunda graðasta þjóð veraldar

Íslendingar njóta kynlífs um það bil tvisvar í viku og hafna í tíunda sæti í skoðanakönnun Durex-smokkaframleiðandans um tíðni bólfara um veröld víða.

Menning

Opnir tímar í tréskurði

Tréskurður tilheyrir bæði tómstundagamni og nytjalist og þá kúnst er hægt að læra á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Leiðbeinandi er Sigmundur Hansen og hann segir alla velkomna í tíma, á hvaða aldri sem þeir eru.

Menning

Flensan ekki komin

Byrjað var um síðustu mánaðamót að bólusetja fólk gegn inflúensu hér á landi og eru þær aðgerðir í fullum gangi. Enda þótt fréttir berist um hörgul á bóluefni í Bandaríkjunum og víðar, vegna mistaka í framleiðslu þess hjá stóru lyfjafyrirtæki í Bretlandi, mun skorts ekki gæta hér á landi.

Menning

Pastellitanámskeið hjá Mími

Námskeið í pastellitamálun er að hefjast hjá Mími símenntun og það er nýjung þar á bæ. Kennari er Birgir Rafn Friðriksson myndlistamaður sem er aðdáandi pastellita en segir þá hafa goldið þess síðustu ár að vera ekki í tísku.

Menning

Sundkórinn æfir á föstudagsmorgnum

"Við lifum á líðandi stundu, við lokkandi söngvanna klið" glymur um allan klefann og þeir fáu eftirlegutúristar sem enn eru í Íslandsheimsókn vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Klukkan er 08.45 á föstudagsmorgni í Laugardalslauginni og það hvarflar örugglega að fáum að sönglistin blómstri við þessar aðstæður.

Menning

Konur á breytingaskeiði

Um einn fjórði kvenna sem hættu að taka inn hormóna eftir að rannsóknir sýndu að þeir gætu valdið aukinni hættu á hjartasjúkdómum og ákveðnum tegundum krabbameins, eru aftur farnar að taka þá inn.

Menning

Námskeið framundan

Íslendingar eru þekktir fyrir mikinn áhuga á ættfræði. Þorgrímur Gestsson virkjar þann áhuga í námskeiði sem hann kennir í Námsflokkum Reykjavíkur og kallast Ritun ættarsögu.

Menning

"Feiti maðurinn"

Líkami og sál. Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um andlega og líkamlega heilsu.

Menning

Skipti um starfsvettvang

Ari Matthíasson var einn af okkar vinsælli leikurum til langs tíma og átti góðan feril í leiklistinni frá því hann útskrifaðist þangað til hann ákvað að söðla um og snúa sér að allt öðru um áramótin 2002. Nú hefur Ari lokið MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá fyrirtækinu Argus sem sinnir alhliða markaðsþjónustu.

Menning

Fyrsta leikstjórnarverkefni Maríu

Nýtt íslenskt leikverk, <em>Úlfhams saga</em>, verður frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld. Leikstjóri er María Ellingsen en þetta er jafnframt hennar fyrsta leikstjórnarverkefni.

Menning

Bólusett í búðinni

Bólusetningar hófust í Lyfju í Smáralind í gær, en Lyfja er fyrst lyfjabúða á Íslandi með slíka þjónustu. "Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð. Það biðu tíu manns við dyrnar hjá okkur þegar við opnuðum," segir Þórbergur Egilsson lyfjafræðingur, sem er yfirmaður lyfjasviðs Lyfju.

Menning

Áfengisskattur hæstur á Íslandi

Áfengisgjald, sérstakur skattur íslenska ríkisins af áfengi, er með því hæsta sem gerist í Evrópu samkvæmt úttekt <em>Neytendablaðsins</em>. Það er helst að áfengisgjald í Noregi sé svipað því sem hér þekkist.

Menning

Úrsmiður keyrir um á krílí

"Bíllinn minn var valinn einungis út af hagræði. Hann eyðir litlu og engir listar eru á hliðunum þannig að auðvelt verður að merkja hann versluninni minni, þegar ég rolast til þess," segir Rúnar I. Hannah, úrsmiður, eigandi verslunarinnar Úr að ofan og meðlimur í gleðisveitinni Breiðbandinu.

Menning

Dísilvélar umhverfisvænn kostur

Í framtíðinni á að vera hægt að keyra dísilvélar án útblástursmengunar. Margar dísilvélar menga nú þegar afar lítið og stefnt er að því að draga enn frekar úr menguninni.

Menning

Litlir, sætir og sexí aukahlutir

Aukahlutir í bíla er alltaf eitthvað sem tengt hefur verið við bílaáhugamenn, og þá yfirleitt stráka. Eitthvað eins og spoilerar, brjálaðar græjur og jafnvel glasahaldarar. Allt á þetta það sameiginlegt að vera voðalega flott og gerir bílinn að sannkölluðu tryllitæki en það vantar samt fínu litina og pjattið sem gera bílinn heimilislegan.

Menning

Sætar kartöflur

Sætar kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku og er getið í perúvískum heimildum frá 750 fyrir Krist. Þær eru ólíkar venjulegum kartöflum í útliti og minna meira á ofvaxnar brúnar gulrætur en nokkuð annað.

Menning

Sushi í hvert mál

"Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. "Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál."

Menning

Draumabíll útvarpsmannsins

Þegar Andri Viðarsson, eða Freysi eins og flestir þekkja hann, útvarpsmaður á X-inu 97.7 er spurður um draumabílinn sinn þá er það aðeins einn bíll sem kemur upp í hugann.

Menning

Eftirréttur Ólympíufaranna

Kokkalandsliðið er á leið til Þýskalands að taka þátt í Ólympíuleikum í matreiðslu. Þessi dýrðlegi desert verður hluti af framlagi þess. Uppskriftin er miðuð við 10 manns.

Menning

Óheppinn ökumaður

Tæplega þrítugur Frakki varð á dögunum fyrir þeirri martraðarkenndu reynslu að hraðastillirinn (cruiscontrolið) í bílnum hans festist á 190 km hraða.

Menning

Staðreyndir um túnfisk

Fyrir 25 árum keypti fólk ekki túnfisk nema handa kettinum sínum. Þá kostaði hálft kíló nokkra aura. Nú borgar fólk 4.000 krónur fyrir hálft kíló af túnfiski og engum dytti lengur í hug að kaupa hann handa kettinum.

Menning

Giftist í 53. sinn

72 ára gamall maður frá Malasíu kvæntist í vikunni í 53. skiptið. Hann þvertekur fyrir að vera glaumgosi, þótt sum þessara hjónabanda hafi aðeins varað í nokkra daga. Önnur vörðu þó í meira en áratug. Nýjasta eiginkona hans er ennfremur sú fyrsta. Hann kvæntist aftur konunni sem hann gekk fyrst með í hjónaband, fyrir 46 árum.

Menning

Fótbolti í morgunsárið

Þeir eru glaðbeittir í morgunsárið guðsmennirnir sem spila fótbolta í KR heimilinu milli klukkan 8 og 9 á fimmtudagsmorgnum. Spurðir hvort þeim finnist þetta ekki ókristilegur tími fyrir iðkun fótbolta svara þeir því galvaskir neitandi og einn bætir við að boltinn sé góður með morgunbæninni.

Menning

Skálað í skjóli menningar

Myrkar hliðar fylgja breyttum drykkjusiðum Íslendinga. Þeim fjölgar sem drekka áfengi daglega. Hættulegt, segir Þórarinn Tyrfingsson. </font /></b />

Menning

Íslenskum nútímaverkum fjölgi

Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir athugandi að fjölga íslenskum nútímaverkum á dagskrá sveitarinnar. Tónskáld gagnrýna sveitina fyrir að flytja of fá verk af því tagi en tónleikagestir virðast ekki sjá ástæðu til að fjölga þeim.

Menning