Umræðan
Að loknum heimsfaraldri
Það sem skipti sköpum við að leiða fyrirtækin og samfélagið allt í gegn um þetta sérstaka tímabil voru þær margháttuðu stuðningsaðgerðir sem stjórnvöld innleiddu og voru flestar unnar í nánu samstarfi við hagsmunasamtök í atvinnulífinu. Ekki er neinum vafa undirorpið að þær aðgerðir breyttu miklu og má endlaust velta því fyrir sér hver staðan væri núna í hagkerfi landsins ef ekki hefði verið gripið til þessara aðgerða.
Of mikil svartsýni?
Nouriel Roubini heldur því fram að alþjóðahagkerfið fljóti nú í átt að „efnahags-, fjármála- og skuldakreppu án fordæma í kjölfar hallareksturs, óhóflegrar lántöku og skuldsetningar síðastliðinna áratuga.“ Hefur hann rétt fyrir sér?
Í vasa hvers?
Það er ekki rétt, sem virðist hafa verið gefið í skyn, að aukinn húsnæðisstuðningur renni nær beint og óskipt í vasa leigusala. Þó húsaleiga geti vissulega tekið hækkun á sama tíma og húsnæðisbætur hækka eru fjölmargir aðrir þætti sem hafa áhrif bæði til lækkunar á hækkunar. Myndin er ekki eins svarthvít og gefið er til kynna.
Stríð um Tævan?
Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.
Við þurfum kannski ekki þennan fund
Ég þekki engan sem vill sitja fleiri fundi. Ég held að við viljum öll færri fundi. Spyrjum nokkurra spurninga áður en við bókum fundinn og þá fækkar þeim vonandi. Með því bætum við lífið (og heiminn).
Af hverju kaupa fyrirtæki eigin hlutabréf?
Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð.
Minnkandi seljanleiki og ofmetin íbúðaþörf
Nú virðist markaðurinn vera endanlega orðinn vinalaus. Stýrivextir hafa hækkað um 5,25 prósentustig, lánþegaskilyrði hafa verið hert, áhugi á íbúðum hefur dregist saman um 72% og nú liggur fyrir að fólksfjölgun sem hefur verið megindrifkraftur húsnæðisverðshækkana undanfarin ár er verulega ofmetin.
Nýjar reglur Twitter í ljósi markaðsmisnotkunar í skilningi MAR
Markaðsmisnotkun er í grunninn að röngum eða misvísandi upplýsingum er miðlað til markaðarins sem gefa eða eru líklegar til að gefa ranga eða villandi mynd af verði fjármálagernings. Óumdeilt er að tíst á fölsuðum Twitter-reikningi hafði að geyma rangar upplýsingar sem höfðu töluverð áhrif á verð hlutabréfanna í félaginu Eli Lilly and Company. Löggjöfin gerir ekki kröfu um að auðgunarásetningur þurfi að vera fyrir hendi eða að hagnaður hafi hlotist af brotinu svo að um sé að ræða markaðsmisnotkun.
Kröftugur hagvöxtur en hvar er framleiðnin?
Allan hagvöxt ársins hingað til má rekja til 7,7% fjölgunar starfa og þar með ánægjulegs viðsnúnings hagkerfisins eftir að samkomu- og ferðatakmörkunum var aflétt. Það sem hefur gerst er að störf sem glötuðust í faraldrinum hafa endurheimst að fullu. Á hinn bóginn hefur framleiðni dregist saman um 0,5% á árinu. Það er nokkuð áhyggjuefni.
Nýr veruleiki blasir við (enn og aftur)
Ljóst er að fjármálaleg tilraunastarfsemi seðlabanka heimsins og skrautleg peningaprentun hefur endað með ósköpum og vakið upp verðbólgudrauginn all hressilega. Eilífðarvélin virkaði ekki og MMT er stefna sem gleymist vonandi sem fyrst. Enda sjást núna ávöxtunarkröfur á skuldabréfum sem hafa ekki verið í boði árum saman erlendis þó að ekki þurfi að fara mörg ár aftur í tímann hérlendis.
Má gagnrýna Skattinn?
Það gefur auga leið að ef skattborgarar og ráðgjafar þeirra beita öðrum lögskýringarsjónarmiðum en kann að tíðkast hjá Skattinum þá er eitthvað að. Fjöldi deilumála og kröfur um réttaröryggi á þessu sviði leiða til þess að það þarf að athuga hvort kenning um mismunandi viðhorf til lögskýringa sé mögulega rétt og hvort það kunni að vera skýring á fjölda dómsmála sem snúast fyrst og fremst um lögskýringar í skattarétti.
Staðreyndir og þvættingur um úttekt Ríkisendurskoðunar
Það hefur verið sagt að það sé vísindalega sannað að það sé ómögulegt annað en að vera vitur eftir á. Við höfum orðið vitni að því síðustu daga þegar þekkt bandalag stjórnarandstöðuflokka og sumra fjölmiðlamanna, fóðruð með skýrslu Ríkisendurskoðunar, hefur tekið það að sér að útskýra fyrir landsmönnum hvernig hefði átt að standa að sölu á stórum hlut í banka sem er skráður á markað. Þar er teygt sig langt við að snúa öllum staðreyndum á haus til að þjóna eigin pólitískri hentisemi.
Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni
Forsætisráðuneytið hefur hafnað því að fyrirhugað frumvarp ráðherra hafi skaðleg áhrif á erlenda fjárfestingu hérlendis á þeim grundvelli að ekki séu til erlendar rannsóknir sem sýni fram á það. Það er ekki trúverðugur málflutningur. Þær kvaðir sem felast í sérstakri rýni og samþykktarferli auka kostnað og áhættu mögulegra fjárfesta og hafa þannig augljósan fælingarmátt, jafnvel þótt fjárfestingum sé almennt ekki hafnað
Hvernig Kína nær yfirráðum
Ekki má vanmeta hversu veigamikil ásókn Kína í áhrif á sviði alþjóðaviðskipta er. Þó svo að Kína sé ekki að ráðast inn í önnur lönd (ennþá), er metnaður landsins í uppbyggingu viðskiptatengsla um allan heim mikill, sem á endanum styður pólitísk áhrif. Sláandi er að horfa upp á hversu ólíkri leið Bandaríkin og Kína eru á um þessar mundir.
Næsta auðlindakreppa
Sú staðreynd að Vesturlönd eru háð Kína um ákveðna málma hefur hingað til aðeins angrað fámennan hóp sérfræðinga. Núna eru slíkar áhyggjur hins vegar orðnar almennar eins og lesa má úr fyrirsögnum fjölmiðla og heimildaþáttaröðum á BBC. Við höfum hins vegar ekki ennþá svarað mikilvægustu spurningunni: Hvað getum við gert í þessu?
Norðurheimskautið hitnar
Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.
Birting afkomuviðvarana
Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana.
Eru hlutabréf verðtryggð?
Verðbólga hefur mjög mismunandi áhrif á virði hlutabréfa. Þó hlutabréf séu ekki beintengd við vísitölu neysluverðs líkt og verðtryggð skuldabréf þá hefur hófleg verðbólga sem slík ekki bein neikvæð áhrif á virði hlutabréfa.
Of fáar gulrætur í loftslags- og sjálfbærnimálum
Aðgerðir á sviði sjálfbærni geta verið kostnaðarsamar og umfangsmiklar og því getur verið krefjandi fyrir stjórnendur og stjórnir fyrirtækja að réttlæta dýrar fjárfestingar í tækni, innviðum, byggingum og breytingum á starfsemi sem bera með sér óljósan fjárhagslegan ávinning, að minnsta kosti til skemmri tíma. Því vaknar upp sú spurning hvort það sé ekki íslenska ríkinu í hag að bjóða upp „gulrætur“ í formi hvata til að koma á móts við áskoranir fyrirtækja á þessu sviði?
Stór stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni
Íslensk fyrirtæki eru nokkuð á eftir því sem gengur og gerist annars staðar þegar kemur að upplýsingagjöf í sjálfbærni. Fyrirtækjanna bíður fjöldi tækifæri til að taka sjálfbærnimálin fastari tökum og vera tilbúin fyrir það sem koma skal bæði í löggjöf og almennt í samræmi við auknar kröfur sem almenningur, neytendur og fjárfestar gera til sjálfbærnimála fyrirtækja.
Íbúðaframboð í örum vexti
Lengri meðalsölutími, samdráttur í undirrituðum kaupsamningum, aukið framboð, húsnæðisverðslækkanir erlendis og sú staðreynd að tæplega þriðjungur útistandandi íbúðalána er á breytilegum óvertryggðum vöxtum bendir allt til að framundan séu húsnæðisverðslækkanir.
Hvert er þitt framlag í loftlagspúkkið?
Leiðin að kolefnishlutleysi árið 2040 er ekki að fullu kortlögð og verður engin gleðiganga í lystigarðinum. Hins vegar er ljóst að ef stórhuga markmið stjórnvalda eiga að nást þarf að taka hugrökk skref og tryggja víðtækt samstarf allra helstu hagaðila innanlands.
Telst það innherjasvik að vera á undan öðrum þegar innherjaupplýsingar hafa verið birtar?
Löggjöf um verðbréfamarkaði bannar aðilum sem búa yfir betri upplýsingum á markaði að notfæra sér þetta forskot á kostnað annarra á markaðinum. En löggjöfinni er ekki ætlað að draga úr samkeppni á markaði með því að banna fjárfestum að vera hugmyndaríkir í því að nálgast opinberar upplýsingar með lögmætum hætti.
Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans
Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér.
Klæðlausar Kjarafréttir
Eigur íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem standa undir framtíðarlífeyrisgreiðslum, nema 208% af vergri landsframleiðslu á Íslandi samanborið við 61% í Finnlandi, 50% í Danmörku, 11% í Noregi og 4% í Svíþjóð árið 2021, samkvæmt OECD. Lífeyrissjóðakerfi Íslendinga er því sjálfbærara en annarra Norðurlanda og fyrir vikið útheimtir það ekki eins mikla aðkomu hins opinbera.
Skál í sýndar-kampavíni
Titill greinarinnar kann að hljóma furðulega, en staðreyndin er þó sú að í nánustu framtíð verður hægt að nálgast kampavín og aðrar vörur og þjónustu í sýndarveruleika. Kampavínsframleiðandinn Moët Hennessy er langt í frá eina fyrirtækið til að skrá vörumerki sín til notkunar í sýndarveruleika. Fjöldi heimsþekktra vörumerkja hafa á undanförnum misserum farið sömu leið, til dæmis Nike, Disney, Gucci, Louis Vuitton, KFC og Hyundai.
Hvert fór allur seljanleikinn?
Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum.
Er allt vænt grænt?
Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin.
Húsnæðisverð lækkar
Þrátt fyrir að steypan sé uppáhalds fjárfesting Íslendinga getur íbúðaverð lækkað líkt og annað eignaverð og það er einmitt það sem er framundan.
Fjölmiðlafrelsi og miðlun innherjaupplýsinga
Blaðamönnum er heimilt að veita heimildarmönnum sínum innherjaupplýsingar að því marki sem slík upplýsingagjöf telst nauðsynleg í þágu starfs þeirra. Þetta er niðurstaða dómstóls Evrópusambandsins í nýlegu máli franska fjármálaeftirlitsins gegn viðskiptablaðamanni á breska fjölmiðlinum Daily Mail.