Veður

Hressi­leg rigning og gular við­varanir

Það er búið að rigna hressilega á Austfjörðum í nótt og er gul viðvörun í gildi þar vegna úrkomu fram eftir morgni. Veðurstofan gerir þó ráð fyrir að vel dragi úr vætunni fyrir hádegi.

Veður

Gular viðvaranir í nótt og á morgun

Gul viðvörun vegna rigningar á Austfjörðum tók gildi klukkan ellefu í kvöld og gildir til klukkan tíu í fyrramálið. Þá hafa gular viðvaranir verið gefnar út fyrir Vestfirði og Strandir og Norðurland vestra sem taka gildi á morgun.

Veður

Suð­læg átt með skúrum og rigningu

Útlit er fyrir suðlæga átt á landinu í dag með skúrum vestanlands en rigningu suðaustantil. Má reikna með að vindur verði á vilinu fimm til þrettán metrar á sekúndu og hvassast á annesjum.

Veður

Vætu­samt á landinu öllu

Rigning verður í öllum landshlutum í dag, mest til fjalla á Ströndum og með norðurströndinni. Búast má við allt að ellefu stiga hita og á morgun gæti hiti náð fjórtán stigum.

Veður

„Veður­spáin lítur ekki vel út“

Rauð viðvörun vegna veðurs hefur nú tekið gildi á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir ofsaveðri með vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu. Hættustig almannavarna hefur verið virkjað og björgunarsveitir fyrir austan eru í viðbragðsstöðu. Almannavarnir hafa biðlað til almennings um að hjálpa þeim að koma skilaboðum um hið slæma veður til ferðamanna.

Veður

Ó­vissu- og hættu­stig al­manna­varna virkjuð vegna veðurs

Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi.

Veður

Kröpp lægð og gular viðvaranir um allt land

Fyrsta haustlægðin lætur að sér kveða þessa dagana en gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í kvöld og vara fram að mánudegi. Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi undir kvöld með snörpum vindhviðum.

Veður

Norð­vestan gola, skúrir og fremur svalt

Veðurstofan spáir norðvestan golu eða kalda í dag, skúraleiðingum og og fremur svölu veðri. Hitinn kemst þó líklega í þrettán til fjórtán stig á Suðausturlandi þegar best lætur.

Veður

Rigning með köflum og á­fram hlýtt

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu, en að tíu metrum á sekúndu við suður- og vesturströndina. Má búst við rigningu með köflum, en bjartviðri austanlands fram á kvöld.

Veður

Allt að fimmtán stiga hiti í dag

Spáð er suðaustan átt þrír til tíu metrar á sekúndu í dag en hitinn verður um tíu til fimmtán gráður á suðvesturströndinni undir hádegi. Heldur hvassara verður í kvöld.

Veður

Snýst í norð­læga átt

Veðurstofan spáir að það snúist í norðlæga átt með þremur til tíu metrum á sekúndu. Reikna má með smávætu norðan- og austanlands í dag, en léttir smám saman til syðra.

Veður

Á­fram­haldandi blíð­virði og hlýtt

Veðurstofan spáir áframhaldandi blíðviðri, björtu og hlýju veðri að deginum, en þó heldur meira skýjuðu þegar líður á vikuna. Hiti verður tíu til tuttugu stig yfir daginn þar sem hlýjast verður inn til landsins.

Veður