Veður

Hvöss norðan­átt með slyddu eða snjó­komu fylgir krappri lægð

Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu.

Veður

Væta á köflum um sunnan­vert landið

Reikna má með vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en úrkomuminna fyrir norðan. Fremur svalt í veðri. Austlæg og norðaustlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu og allvíða skúrir eða slydduél, en dálítil rigning suðaustanlands.

Veður

Lands­menn varaðir við ó­nauð­syn­legum ferða­lögum

Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta.

Veður

Getur farið yfir 30 metra á sekúndu í hviðum

Lægð, sem í morgun var úti á Faxaflóa, er nú á leið norðaustur yfir landið. Henni fylgir vestan og norðvestan átta til fimmtán metrar, en í vindstrengjum nærri suðurströndinni mun vindstyrkurinn verða fimmtán til 23 metrum sekúndu upp úr hádegi og yfir þrjátíu í hviðum.

Veður

Von á næstu haustlægð í kvöld

Í dag er spáð vestan og suðvestan 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrum en sunnan 8 til 13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands.

Veður

Lægð nálgast úr suð­austri

Landsmenn mega reikna með vestan- og norðvestan golu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan, en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti veður sjö til fjórtán stig yfir daginn, hlýjast austantil og svalast á Vestfjörðum.

Veður

Allt að sau­tján stiga hiti fyrir norðan

Landsmenn mega búast við suðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu og víða rigningu, en úrkomlítið á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu tíu til sautján stig, hlýjast fyrir norðan.

Veður

Vætu­samir dagar fram­undan

Fremur vætusamt verður næstu daga og mun rigna í öllum landshlutum, þó mismikið og ekkert endilega á sama tíma heldur og eins munu koma kaflar þar sem dagpartar verða alveg þurrir.

Veður

Ekkert ferða­veður í kvöld

Gul viðvörun tekur gildi víðast hvar á landinu síðdegis í dag. Búast má við hvössum vindum og mikilli úrkomu í þessari fyrstu haustlægð og fólk er hvatt til að huga vel að lausamunum utanhúss áður en veðrið skellur á af fullum krafti. 

Veður

Lítils­háttar skúrir víða um land

Spáð er suðvestan og vestan fimm til tíu metrum á sekúndu í dag og lítilsháttar skúrir víða um land. Suðaustantil á landinu verður hins vegar yfirleitt þurrt og bjart, og það léttir einnig til á Vestfjörðum með morgninum.

Veður

Frysti í byggð í fyrsta skipti í tvo mánuði

Það gengur í strekkings suðvestanátt norðvestantil á landinu, en annars verður vindur hægari. Frekar þungbúið verður vestantil á landinu með lítilsháttar vætu öðru hverju, en léttara yfir fyrir austan og þurrt. Hiti verður á bilinu tíu til fimmtán stig að deginum.

Veður

Rigning, suð­lægir vindar og milt í dag

Landsmenn mega búast við rólegheitaveðri í byrjun annarrar viku septembermánaðar. Almennt hægir suðlægir vindar og milt í dag, dálítil rigning eða súld, einkum sunnan og vestan til, en vestlægari og styttir víða upp með kvöldinu.

Veður

Sunnan­átt og hiti að 21 gráðu austan­lands

Spáð er suðvestan og sunnanátt í dag, víða fimm til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig sumsstaðar í vindstrengjum á annesjum á Norðvesturlandi og í Öræfum.

Veður

Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undan­farið

Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan.

Veður