Veður

Gul viðvörun víða á landinu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun víða um land, en spáð er miklu hvassviðri í kvöld og í nótt og sums staðar fram á föstudag.

Veður

Bleyta í kortunum fyrir næstu daga

Landsmenn mega reikna með suðaustankalda eða strekkingi, átta til fimmtán metrum, með rigningu í dag, þar sem verður þó hægara og úrkomulítið norðaustanlands.

Veður

Lægð yfir landinu um verslunarmannahelgina

Lægð verður yfir landinu um verslunarmannahelgina gangi spár eftir. Lítil bylgja frá Ameríku mun berast til austurs og með henni sumarhlýtt loft en þegar hún nálgast landið mun henni fylgja sumarlægð samkvæmt spá Veðurvaktarinnar.

Veður

Hiti víða 8 til 15 stig

Hiti mun ná allt að 20 stigum suðaustanlands í dag og verður bjartviðri á Suðurlandi. Hins vegar verður skýjað norðaustantil og við vesturströndina með lítilsháttar vætu.

Veður

Allt að 21 stigs hiti á Suðurlandi

Spáð er allt að 21 stigs hita syðst á landinu og fremur björtu veðri. Gert er ráð fyrir norðvestlægri átt, víða 3 til 8 metrum á sekúndu, en 8-13 með suðurströndinni og á norðaustanverðu landinu.

Veður

Skúraveður í kortunum í dag

Fremur hæg suðvestlæg átt í dag og víða dálitlar skúrir en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustan til á landinu. Hiti átta til nítján stig, hlýjast austanlands.

Veður

Allt að 23 stiga hiti

Í dag gengur í sunnanátt, um 5 til 13 metra á sekúndu. Þurrt og bjart verður á Austurlandi, en búast má við rigningu annars staðar.

Veður