Viðskipti erlent

Geimflaugaskotpallur NASA til leigu í Flórída

Einn af geimflaugaskotpöllum NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, á Canaveral höfða í Flórída er til leigu. Um sögufrægan skotpall er að ræða því hann var notaður til að skjóta á loft fyrstu mönnuðu geimflaugunum sem fóru til tunglsins.

Viðskipti erlent

Apple sakað um viðamikil skattaundanskot

Apple, verðmætasta fyrirtæki heimsins, hefur verið sakað um viðamikil skattaundanskot í Bandaríkjunum, raunar ein þau mestu í sögunni. Af þessum sökum hefur Tim Cook forstjóri Apple verið kallaður fyrir eina af nefndum Öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Viðskipti erlent

Kínverjar draga úr álframleiðslu vegna verðlækkana

Kínverjar hafa dregið úr álframleiðslu sinni á þessu ár um eina milljón tonna og munu sennilega draga úr henni um 2 milljónir tonna fyrir árið 2015. Ástæðan er verðlækkanir á heimsmarkaðsverði á áli og sú staðreynd að um þriðjungur álvera í Kína er rekinn með tapi þessa stundina.

Viðskipti erlent