Viðskipti erlent Hlutir í Danske Bank snarlækka eftir lélegt uppgjör Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Á fyrstu fimm mínútunum eftir að opnað var fyrir viðskipti féllu hlutir í bankanum um 3,7%. Viðskipti erlent 2.5.2013 08:20 Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan árið 2009 Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í Danmörku síðan árið 2009. Nýjar tölur frá hagstofu landsins sýna að atvinnuleysið var 5,8% í mars og minnkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Viðskipti erlent 30.4.2013 07:59 Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Viðskipti erlent 29.4.2013 15:03 Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur gengið frá kaupum á bandarísku álveri af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. Viðskipti erlent 29.4.2013 13:47 Veruleg lækkun á vöxtum á ítölskum skuldabréfum Vextirnir á ítölskum ríkisskuldabréfum til tíu ára hafa ekki verið lægri í tvö og hálft ár eða síðan í október árið 2010. Viðskipti erlent 29.4.2013 11:05 Hótel d'Angleterre opnar að nýju 1. maí Hið sögufræga Hótel d'Angleterre opnar að nýju þann 1. maí eftir mestu endurnýjun hótels í sögu Danmerkur. Því er ætlað að verða fremsta hótelið í Norður Evrópu. Viðskipti erlent 29.4.2013 10:36 Nærfatarisi í deilum við kristna fyrirsætu Nærfatarisinn Victoria´s Secret er komið í deilur við fyrirsætuna fyrrverandi Kylie Bisutti. Fyrirsætan hætti að starfa sem slík í fyrra þar sem þetta starf samræmdist ekki kristilegum gildum hennar en Kylie mun vera strangtrúuð. Viðskipti erlent 29.4.2013 09:35 Dreamliner þoturnar aftur á loft Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra. Viðskipti erlent 29.4.2013 08:50 Grikkir segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum Gríska þingið samþykkti í gærdag lög sem gera stjórnvöldum þar í landi kleyft að segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum fyrir árslok árið 2014. Viðskipti erlent 29.4.2013 08:19 Aflabrestur hjá skoskum humarveiðimönnum, verðið rýkur upp Óvenju kalt veður í vetur hefur valdið aflabresti hjá skoskum humarveiðimönnum. Það hefur svo aftur leitt til þess að verðið á humrinum hefur rokið upp. Viðskipti erlent 29.4.2013 08:06 Baltasar Kormákur og CCP taka höndum saman Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikstjórinn Baltasar Kormákur hafa tekið höndum saman. Baltasar mun framleiða þáttaröð fyrir sjónvarp sem byggir á söguheim fjölspilunarleiksins EVE Online. Viðskipti erlent 27.4.2013 20:35 Sir Winston Churchill á nýjum 5 punda seðli Andlit Sir Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra Bretlands verður á nýjum 5 punda seðli sem tekinn verður í notkun árið 2016. Viðskipti erlent 26.4.2013 15:16 Suður Kóreumenn yfirgefa iðnaðarsvæðið í norðri Stjórnvöld í Suður Kóreu hafa kallað heim alla þegna sína sem unnið hafa á iðnaðarsvæðinu Kaesong sem liggur í Norður Kóreu um 10 kílómetra frá landamærunum. Um 175 manns er að ræða. Viðskipti erlent 26.4.2013 12:40 Actavis nær samkomulagi við Shire um ofvirknilyf Actavis og Watson Pharma hafa náð samkomulagi við lyfjaframleiðandann Shire um framleiðslu á samheitalyfi af lyfinu Intuniv sem notað er gegn ofvirkni og athyglisbrest. Viðskipti erlent 26.4.2013 11:11 Í Kaupmannahöfn mun skorta 17.000 íbúðir innan 5 ára Ef svo heldur sem horfir mun skorta 17.000 íbúðir í Kaupmannahöfn að fimm árum liðnum. Viðskipti erlent 26.4.2013 07:20 Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: "Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Viðskipti erlent 24.4.2013 16:43 Hagnaður Boeing eykst þrátt fyrir Dreamliner vandann Hagnaður Boeing flugvélaframleiðandans jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn nam 1,1 milljarði dollara í ár miðað við 923 milljónir dollara í fyrra. Viðskipti erlent 24.4.2013 13:17 Danir eiga yfir 10.000 milljarða inni á bankareikningum Danskur almenningur á samtals um 513 milljarða danskra króna eða vel yfir 10.000 milljarða kr. inni á almennum bankareikningum sínum. Viðskipti erlent 24.4.2013 12:05 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert frá því síðdegis í gærdag eða um rúmt prósent. Viðskipti erlent 24.4.2013 09:41 Hagnaður Apple minnkar milli ára í fyrsta sinn í áratug Sjaldgæf minnkun varð á hagnaði tölvu- og símarisans Apple á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Að hagnaður hafi minnkað milli ára hjá Apple hefur ekki gerst undanfarinn áratug. Viðskipti erlent 24.4.2013 08:27 Toyota enn á toppnum General Motors og Volkswagen sækja að risanum. Viðskipti erlent 24.4.2013 07:58 Fjöldauppsagnir hjá Deloitte í Danmörku Fjöldauppsagnir eru í gangi hjá Deloitte í Danmörku sem er stærsta endurskoðenda- og ráðgjafaskrifstofa landsins. Viðskipti erlent 23.4.2013 12:56 Vill fá 45 milljarða fyrir íbúðahús í miðborg London Dýrasta íbúðahús Bretlands er til sölu en eigandinn vill frá 250 milljónir punda eða nærri 45 milljarða króna fyrir húsið. Viðskipti erlent 23.4.2013 09:47 Stokkhólmur vex tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn Í nýrri skýrslu frá viðskiptaráði Stokkhólmsborgar kemur fram að í borgarbúum muni fjölga um hálfa milljón manna fram til ársins 2030. Þar með mun Stokkhólmur vaxa tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn og sexfalt hraðar en París. Viðskipti erlent 23.4.2013 08:49 Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Viðskipti erlent 22.4.2013 13:33 Verulega dregur úr fjárlagahalla Bandaríkjanna Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur minnkað verulega frá því hann náði hámarki í 10% af landsframleiðslunni árið 2009. Í ár er reiknað með að hallinn verði nær tvöfalt minni eða 5,3% af landsframleiðslunni. Viðskipti erlent 22.4.2013 13:12 Verkfall lamar Lufthansa flugfélagið í dag Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum flugferðum sínum í dag. Ástæðan er verkfall hjá starfsmönnum félagsins öðrum en flugmönnum og flugáhöfnum. Viðskipti erlent 22.4.2013 12:47 Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Viðskipti erlent 22.4.2013 11:52 FIH bankinn notaði huldufélag til að leyna miklu tapi á fasteignalánum FIH bankinn notaði huldufélag til þess að leyna miklu tapi sínu á fasteignalánum sínum á síðustu árum. Viðskipti erlent 22.4.2013 09:42 Lundbeck setur áfengispillu á markaðinn Danska lyfjafyrirtækið Lundbeck hefur sett nýtt lyf á markaðinn en það hefur þau áhrif að draga úr áfengisneyslu þess sem tekur það. Viðskipti erlent 22.4.2013 09:23 « ‹ 143 144 145 146 147 148 149 150 151 … 334 ›
Hlutir í Danske Bank snarlækka eftir lélegt uppgjör Verð á hlutum í Danske Bank hefur hríðlækkað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun. Á fyrstu fimm mínútunum eftir að opnað var fyrir viðskipti féllu hlutir í bankanum um 3,7%. Viðskipti erlent 2.5.2013 08:20
Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan árið 2009 Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í Danmörku síðan árið 2009. Nýjar tölur frá hagstofu landsins sýna að atvinnuleysið var 5,8% í mars og minnkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. Viðskipti erlent 30.4.2013 07:59
Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. Viðskipti erlent 29.4.2013 15:03
Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur gengið frá kaupum á bandarísku álveri af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. Viðskipti erlent 29.4.2013 13:47
Veruleg lækkun á vöxtum á ítölskum skuldabréfum Vextirnir á ítölskum ríkisskuldabréfum til tíu ára hafa ekki verið lægri í tvö og hálft ár eða síðan í október árið 2010. Viðskipti erlent 29.4.2013 11:05
Hótel d'Angleterre opnar að nýju 1. maí Hið sögufræga Hótel d'Angleterre opnar að nýju þann 1. maí eftir mestu endurnýjun hótels í sögu Danmerkur. Því er ætlað að verða fremsta hótelið í Norður Evrópu. Viðskipti erlent 29.4.2013 10:36
Nærfatarisi í deilum við kristna fyrirsætu Nærfatarisinn Victoria´s Secret er komið í deilur við fyrirsætuna fyrrverandi Kylie Bisutti. Fyrirsætan hætti að starfa sem slík í fyrra þar sem þetta starf samræmdist ekki kristilegum gildum hennar en Kylie mun vera strangtrúuð. Viðskipti erlent 29.4.2013 09:35
Dreamliner þoturnar aftur á loft Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra. Viðskipti erlent 29.4.2013 08:50
Grikkir segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum Gríska þingið samþykkti í gærdag lög sem gera stjórnvöldum þar í landi kleyft að segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum fyrir árslok árið 2014. Viðskipti erlent 29.4.2013 08:19
Aflabrestur hjá skoskum humarveiðimönnum, verðið rýkur upp Óvenju kalt veður í vetur hefur valdið aflabresti hjá skoskum humarveiðimönnum. Það hefur svo aftur leitt til þess að verðið á humrinum hefur rokið upp. Viðskipti erlent 29.4.2013 08:06
Baltasar Kormákur og CCP taka höndum saman Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikstjórinn Baltasar Kormákur hafa tekið höndum saman. Baltasar mun framleiða þáttaröð fyrir sjónvarp sem byggir á söguheim fjölspilunarleiksins EVE Online. Viðskipti erlent 27.4.2013 20:35
Sir Winston Churchill á nýjum 5 punda seðli Andlit Sir Winston Churchill fyrrum forsætisráðherra Bretlands verður á nýjum 5 punda seðli sem tekinn verður í notkun árið 2016. Viðskipti erlent 26.4.2013 15:16
Suður Kóreumenn yfirgefa iðnaðarsvæðið í norðri Stjórnvöld í Suður Kóreu hafa kallað heim alla þegna sína sem unnið hafa á iðnaðarsvæðinu Kaesong sem liggur í Norður Kóreu um 10 kílómetra frá landamærunum. Um 175 manns er að ræða. Viðskipti erlent 26.4.2013 12:40
Actavis nær samkomulagi við Shire um ofvirknilyf Actavis og Watson Pharma hafa náð samkomulagi við lyfjaframleiðandann Shire um framleiðslu á samheitalyfi af lyfinu Intuniv sem notað er gegn ofvirkni og athyglisbrest. Viðskipti erlent 26.4.2013 11:11
Í Kaupmannahöfn mun skorta 17.000 íbúðir innan 5 ára Ef svo heldur sem horfir mun skorta 17.000 íbúðir í Kaupmannahöfn að fimm árum liðnum. Viðskipti erlent 26.4.2013 07:20
Segir evruna eiga fimm ár eftir ólifað Dr. Kai Konrad, formaður ráðgjafarnefndar í þýska fjármálaráðuneytinu gaf frá sér harðorð ummæli um evruna þegar hann sagði: "Evrópa skiptir mig máli. Evran gerir það ekki. Ég held að evran eigi sér takmarkaðar lífslíkur." Viðskipti erlent 24.4.2013 16:43
Hagnaður Boeing eykst þrátt fyrir Dreamliner vandann Hagnaður Boeing flugvélaframleiðandans jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn nam 1,1 milljarði dollara í ár miðað við 923 milljónir dollara í fyrra. Viðskipti erlent 24.4.2013 13:17
Danir eiga yfir 10.000 milljarða inni á bankareikningum Danskur almenningur á samtals um 513 milljarða danskra króna eða vel yfir 10.000 milljarða kr. inni á almennum bankareikningum sínum. Viðskipti erlent 24.4.2013 12:05
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað töluvert frá því síðdegis í gærdag eða um rúmt prósent. Viðskipti erlent 24.4.2013 09:41
Hagnaður Apple minnkar milli ára í fyrsta sinn í áratug Sjaldgæf minnkun varð á hagnaði tölvu- og símarisans Apple á fyrsta ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Að hagnaður hafi minnkað milli ára hjá Apple hefur ekki gerst undanfarinn áratug. Viðskipti erlent 24.4.2013 08:27
Fjöldauppsagnir hjá Deloitte í Danmörku Fjöldauppsagnir eru í gangi hjá Deloitte í Danmörku sem er stærsta endurskoðenda- og ráðgjafaskrifstofa landsins. Viðskipti erlent 23.4.2013 12:56
Vill fá 45 milljarða fyrir íbúðahús í miðborg London Dýrasta íbúðahús Bretlands er til sölu en eigandinn vill frá 250 milljónir punda eða nærri 45 milljarða króna fyrir húsið. Viðskipti erlent 23.4.2013 09:47
Stokkhólmur vex tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn Í nýrri skýrslu frá viðskiptaráði Stokkhólmsborgar kemur fram að í borgarbúum muni fjölga um hálfa milljón manna fram til ársins 2030. Þar með mun Stokkhólmur vaxa tvöfalt hraðar en Kaupmannahöfn og sexfalt hraðar en París. Viðskipti erlent 23.4.2013 08:49
Deutsche Bank reynir að semja við ítalska saksóknara Lögmenn Deutsche Bank hafa setið á fundi í morgun með ítölsku saksóknurunum sem rannsaka stórt svikamál í Monte dei Paschi bankanum, elsta banka heimsins og þeim þriðja stærsta á Ítalíu. Lögmennirnir eru að reyna að koma í veg fyrir að saksóknararnir leggi hald á fjármuni Deutsche Banka á Ítalíu svipað og gert var hjá japanska bankanum Nomura. Viðskipti erlent 22.4.2013 13:33
Verulega dregur úr fjárlagahalla Bandaríkjanna Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur minnkað verulega frá því hann náði hámarki í 10% af landsframleiðslunni árið 2009. Í ár er reiknað með að hallinn verði nær tvöfalt minni eða 5,3% af landsframleiðslunni. Viðskipti erlent 22.4.2013 13:12
Verkfall lamar Lufthansa flugfélagið í dag Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum flugferðum sínum í dag. Ástæðan er verkfall hjá starfsmönnum félagsins öðrum en flugmönnum og flugáhöfnum. Viðskipti erlent 22.4.2013 12:47
Húsnæðisverð lækkar töluvert á evrusvæðinu Húsnæðisverð lækkaði á evrusvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra um 1,8% frá sama ársfjórðungi árinu áður. Af þeim 13 evruríkjum þar sem tölur um húsnæðisverðsþróun er tiltæk lækkaði verð í átta þeirra á þessum tíma. Viðskipti erlent 22.4.2013 11:52
FIH bankinn notaði huldufélag til að leyna miklu tapi á fasteignalánum FIH bankinn notaði huldufélag til þess að leyna miklu tapi sínu á fasteignalánum sínum á síðustu árum. Viðskipti erlent 22.4.2013 09:42
Lundbeck setur áfengispillu á markaðinn Danska lyfjafyrirtækið Lundbeck hefur sett nýtt lyf á markaðinn en það hefur þau áhrif að draga úr áfengisneyslu þess sem tekur það. Viðskipti erlent 22.4.2013 09:23