Viðskipti erlent

Suzuki af markaði í Bandaríkjunum

Suzuki bílar verða ekki seldir í Bandaríkjunum á næstunni. Ástæðan er sú að þrátt fyrir að bílarnir hafi verið seldir þar í þrjá áratugi virðast Bandaríkjamenn ekki vera spenntir fyrir þeim. Salan gengur illa og tekjurnar eru ekki nægjanlega miklar. Bifhjól og bátamótorar verða aftur á móti seldir áfram í Bandaríkjunum enda gengur sala þeirra mun betur.

Viðskipti erlent

Fróðleikur: Efnahagsstórveldið Bandaríkin

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum eru efnhagslegur stórviðburður, enda hefur stefna forseta Bandaríkjanna í efnahagsmálum afgerandi áhrif á ganga mála á alþjóðlegum fjármála- og verðbréfamörkuðum, sem og á sviði alþjóðastjórnmála. Hvort sem Demókratinn Barack Obama verður forseti áfram næstu fjögur ár, eða Repúblikaninn Mitt Romney verður nýr forseti landsins, er ljóst að krefjandi verkefni bíður nýs forseta þegar kemur að efnahagsmálum.

Viðskipti erlent

Seldu þrjár milljónir iPad mini á þremur dögum

Apple tilkynnti í dag að yfir þrjár milljónir iPad mini og fjórðu kynslóðar iPad-spjaldtölva hefðu selst um opnunarhelgina en sala á þeim hófst 23. október. Þetta eru tvöfalt fleiri spjaldtölvur en seldust opnunarhelgina á iPad í mars síðastliðnum.

Viðskipti erlent

Georg Jensen var eigendum til vandræða

Georg Jensen skartgripaverslanakeðjan hefur aldrei skilað eigendum sínum þeim hagnaði sem vænst var. Georg Jensen var í eigu fjárfestingasjóðsins Axcel í ellefu ár. Eins og greint var frá í morgun hefur keðjan síðan verið seld auðjöfrum frá Bahrain, en fyrirtækið sem heldur utan um eignarhlutann núna heitir Investcorp.

Viðskipti erlent

Danir selja Georg Jensen

Danska hönnunar- og skatgripafyrirtækið Georg Jensen hefur verið selt auðjöfrum frá Bahrain fyrir um sextán milljarða íslenskra króna. Það er fjárfestafyrirtækið Investcorp sem kaupir Georg Jensen, en Financial Times segir að kaupin verði staðfest síðar í dag. Margir Íslendingar þekkja Georg Jensen vegna jólaskrautsins sem fyrirtækið framleiðir.

Viðskipti erlent

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum

Ríflega 171 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í október, sem er töluvert mikið meira en reiknað hafði verið með. Þrátt fyrir þetta jókst skráð atvinnuleysi í Bandaríkjunum úr 7,8 prósent frá því í september í 7,9 prósent í október. Atvinnuleysisskráin í Bandaríkjunum þykir um margt óáreiðanleg, en einungis þeir sem eru skráðir virkir í atvinnuleit eru á atvinnuleysisskrá í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Stórum bönkum gert að styrkja lausafjárstöðu sína

Fjórir stórir alþjóðlegir bankar, Citigroup, HSBC, Deutsche Bank og JP Morgan, þurfa að fara varlega á næstu misserum og halda sterkri lausafjárstöðu, samkvæmt skilyrðum sem eftirlitstofnanir hafa sett bönkunum. Frá þessu var greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun.

Viðskipti erlent

Salan hjá Panasonic hrynur - Um 1.200 milljarða tap

Japanski raftækjaframleiðandinn Panasonic glímir nú við mikinn rekstrarvanda, en sala á vörum fyrirtækisins hefur hrunið undanfarin misseri og er gera spár fyrirtækisins, samkvæmt tilkynningu til kauphallar, ráð fyrir um 9,6 milljarða dala tapi á þessu ári, eða sem nemur um 1.200 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Fækka störfum um 3000

Danske bank, einn stærsti banki Danmerkur, ætlar að fækka störfum um 3000 allt til ársins 2015. Það er um 1000 fleiri störf en bankinn hafði áður gert ráð fyrir þurfa að leggja niður. Bankinn hyggst ýta úr vör nýrri aðgerðaráætlun, New Standard, og segja fjölmiðlar í Danmörku að bankinn sé með þeirri áætlun að viðurkenna að uppsveifla í danska hagkerfinu sé ekki á næsta leyti.

Viðskipti erlent

UBS segir 10 þúsund manns upp

Svissneski bankinn UBS ætlar að fækka störfum um 10 þúsund á starfstöðum bankans víðsvegar í heiminum. Bankinn mun draga úr viðskiptabankastarfsemi sinni. Störfunum verður fækkað á næstu þremur árum. Heildarfjöldi starfsmanna er 64 þúsund og því er um að ræða fækkun um 16%. UBS bankinn tapaði um 39 milljörðum svissneskra franka í fjármálakreppunni og ríkissjóður í Sviss þurfti að koma bankanum til bjargar svo hann færi ekki í þrot. Sergio Ermotti, forstjóri UBS, segir að ákvörðunin hafi verið erfið, því bankarekstur snúist að öllu leyti um fólkið sem vinnur hjá bankanum.

Viðskipti erlent

Markaðir opnir þrátt fyrir fellibylinn

Til stendur að opna kauphöllina á Wall Street á morgun þrátt fyrir að búist sé við gríðarmiklum stormi á austurströnd Bandaríkjanna í nótt og á morgun. NYSE Euronext og Nasdaq verða starfandi á morgun. Stærstu bankarnir, eins og Goldman Sachs, Citigroup og JP Morgan verða líka starfandi.

Viðskipti erlent

Niðursveiflunni lokið í Bretlandi

Nýjar hagtölur benda til þess að breska hagkerfið sé farið að vaxa á ný eftir níu mánaða niðursveiflu. Hagvöxtur er talinn hafa verið ríflega 1% á þriðja ársfjórðungi, en aukinn þrótt efnahagslífsins má að stórum hluta rekja til Ólympíuleikanna í London.

Viðskipti erlent

Faldir sjóðir Wen Jiabao koma upp á yfirborðið

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er orðinn vellaugður og eru sjóðir upp á hundruðir milljóna dala geymdir í félögum sem eru skráð á fjölskyldumeðli hans, þar á meðal níræða móður hans, sem skráð er fyrir eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum sem eru 120 milljóna dala virði, eða sem nemur 15 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Windows sett í nýjan búning

Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár.

Viðskipti erlent