Viðskipti erlent

CaixaBank verður stærsti banki Spánar

CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana.

Viðskipti erlent

Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi

Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Prótein sem veldur skalla

Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.

Viðskipti erlent

Veðurskynjari í síma

Fyrirtækið Google hefur tryggt sér réttinn til að nota kerfi sem byggir á að selja auglýsingar byggðar á veðrinu. Þannig gæti sá sem heldur á síma í rigningu mögulega séð auglýsingu um hvar næstu regnhlíf er að finna.

Viðskipti erlent

Sívirkni á Facebook merki um sjálfhverfu

Þeir Facebook-notendur sem uppfæra stöðu sína reglulega og merkja sjálfa sig með nafni inn á myndir eru sjálfhverfari en aðrir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Chris Carpenter, prófessors við Western Illinois-háskólann í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Hollt að láta hugann reika

Fólk sem á það til að láta hugann reika á meðan það vinnur er líklegra til að búa yfir betra vinnuminni en aðrir. Þetta kemur fram í nýrri grein í tímaritinu Psychological Science.

Viðskipti erlent

Nýr iPad rokseldist áður en hann lenti á landinu

"Þetta er ekki bara leikjatölva," segir Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Maclands. Sala á þriðju kynslóð iPad-spjaldtölvunnar frá Apple hefst í dag. Hundruðir Íslendinga höfðu forpantað tölvuna samkvæmt verslunum Maclands og Epli.is, sem sérhæfa sig í sölu á vörum frá Apple.

Viðskipti erlent

iPad fer í sölu á miðnætti

Miðnæturopnun verður í verslunum Epli.is á Laugavegi 182 og í Smáralind. Dyr verslananna opna klukkan 00:01 og munu íslenskir Apple aðdáendur fá að handleika þriðju kynslóð iPad spjaldtölvunnar í fyrsta sinn.

Viðskipti erlent

Nýr framkvæmdastjóri hjá McDonald's

Jim Skinner, forstjóri McDonald's-skyndibitakeðjunnar, ætlar að láta af störfum í júní næstkomandi en hann hefur gegnt starfinu frá árinu 2004. Stjórn fyrirtækisins segir að Skinner ætli að setjast í helgan stein enda verður hann 67 ára á þessu ári. Stjórnin þakkar Skinner fyrir störf sín en hann byrjaði fyrir 40 árum síðan sem yfirmaður á einum af stöðunum í Bandaríkjunum. Við starfinu tekur Donald Thompson, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tvo áratugi en hann verður fyrsti svarti framkvæmdastjórinn í sögu fyrirtækisins sem var stofnað árið 1955. Á þessu ári gerir skyndabitakeðjan ráð fyrir að opna þrettán hundruð nýja staði víðsvegar um heiminn.

Viðskipti erlent

Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal: Gengur kínverska módelið upp?

Aðstoðarritstjóri Wall Street Journal, John Bussey, segir að yfirvöld í Kína hafi náð að róa markaði með aðgerðum til þess að sporna við verðbólgu. Hins vegar séu komnar upp alvarlegri spurningar um það, hvort kínverska módelið svokallaða, það er uppbygging kínverska hagkerfisins í heild sinni, gangi upp. Er þar einkum horft til þess að hið opinbera er við allar hliðar borðsins í hagkerfinu.

Viðskipti erlent

Kamprad gefur milljarða króna

Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins.

Viðskipti erlent

iPad sagður hitna verulega við notkun

Neytendur í Bandaríkjunum og víðar hafa kvartað yfir því að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar hitni verulega þegar hún er í notkun. Í tilkynningu frá Apple segir að hitastig tölvunnar sé innan skekkjumarka.

Viðskipti erlent

Ferðafélagið undirritar samning við Advania

Ferðafélag Íslands hefur undirritað samning við Advania um innleiðingu á viðskiptalausninni ÓPUSallt, sem inniheldur einingar fyrir innflutning, dreifingu, framleiðslu, verkbókhald, bókhaldsþjónustu eða handtölvulausnir. Í tilkynningu segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, að ferðafélagið sé með stærstu og öflugustu félagasamtökum í landinu. "Við höfum átt farsælt samstarf við félagið um langt árabil og það er grundvöllurinn að þessari nýju innleiðingu á nútímalegri viðskiptalausn," segir Gestur.

Viðskipti erlent