Viðskipti erlent Minni aukning í smásölu en búist var við Smásala í Bandaríkjunum jókst ekki eins mikið og búist hafi verið við samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Smásalan jókst um 0,2% en greinendur höfðu spá 0,5% aukningu, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Viðskipti erlent 13.12.2011 15:51 Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum. Viðskipti erlent 13.12.2011 09:38 Air Atlanta tekur skýþjónustu Microsoft í notkun Air Atlanta hefur tekið í notkun Office 365 skýþjónustu Microsoft, í samvinnu við Nýherja. Um er að ræða fyrstu innleiðingu Nýherja á Microsoft Office 365 fyrir viðskiptavin. Viðskipti erlent 13.12.2011 08:52 Uygur: Enginn stendur með millistéttinni Cenk Uygur þáttastjórnandi er oft harðoður í þætti sínum The Young Turks, þar sem ýmis þjóðfélagsmál í Bandaríkjunum eru til umræðu. Hann segir engan standa með millistéttinni þegar kemur að skattamálum. Viðskipti erlent 13.12.2011 08:46 Stálheppinn auðmaður tekur slaginn gegn Putin Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:58 Afspyrnuléleg jólavertíð í Hollywood Jólavertíðin í Hollywood hefur ekki byrjað jafnilla undanfarin þrjú ár en aðsókn að jólamyndunum í ár í Bandaríkjunum þykir afspyrnuléleg. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:52 Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots Þýski stórbankinn Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots og stendur nú í samingum við þýsk stjórnvöld um frekari ríkisstyrk til að halda starfsemi sinni á floti. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:37 Danir gætu átt 6.000 milljarða í olíusjóði Danska ríkið gæti átt 300 milljarða danskra króna eða yfir 6.000 milljarða króna í þjóðarsjóði ef stjórmvöld í Danmörku hefðu farið sömu leið og Norðmenn árið 1996 og stofnað sérstakan olíusjóð um hagnaðinn af olíuvinnslunni í Norðursjó. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:29 Moody´s setti markaði í rauðar tölur Ákvörðun matsfyrirtækisins Moody´s um að setja öll ríki Evrópusambandsins á athugunarlista með neikvæðum horfum leiddi til þess að markaðir í Bandaríkjunum enduðu í rauðum tölum í gærkvöldi. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:21 Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swebank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði greinina. Viðskipti erlent 12.12.2011 22:06 Samkomulag um endurbætur í Evrópu skiptu engu Þrátt fyrir samkomulag 26 þjóða af 27 á Evrópusambandssvæðinu, sem miðar að því að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, virðast fjárfestar enn hræddir um að vandamálin séu enn óleyst. Þar helst miklar skuldir þjóðríkja, einkum í Suður-Evrópu, og veikir innviðir fjármálastofnanna. Viðskipti erlent 12.12.2011 20:46 Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. Viðskipti erlent 12.12.2011 16:05 iPad 3 í febrúar á næsta ári Talið er að næsta kynslóð iPad spjaldtölvunnar komi út í febrúar á næsta ári. Viðskipti erlent 12.12.2011 11:32 Innanmein Indónesíu Indonesía vex hraðar en flest önnur hagkerfi heimsins. Íbúum fjölgar jafnt og þétt og og fyrirtækjunum sömuleiðis. Eitt af verstu hindrunum fyrir hagkerfi landsins er þó innanmein. Spilling. Viðskipti erlent 12.12.2011 08:54 Markaðir í Evrópu í niðursveiflu Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 12.12.2011 08:27 Rússi gripinn við að smygla smjöri til Noregs Norski tollurinn stoppaði Rússa með ólöglegt smjör á landamærunum við Svíþjóð í bænum Svinesund um helgina. Rússinn ætlaði að smygla 90 kílóum af smjöri til Noregs í flutningabíl sínum en komst ekki undan árvökulum augum norskra tollvarða. Viðskipti erlent 12.12.2011 07:00 Markaðir sýna blendin viðbrögð við leiðtogafundinum Viðbrögð markaða í Asíu í nótt gagnvart niðurstöðunni á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina er nokkuð blendin. Viðskipti erlent 12.12.2011 06:56 Toyota dregur úr hagnaðarspám Japanski bifreiða- og vélaframleiðandinn Toyota hefur dregið úr væntingum um hagnað með yfirlýsingu um að hann verði að líkindum helmingi minni en áætlað var. Einkum er það vegna áhrifa af flóðunum í Tælandi á framleiðslu í landinu. Viðskipti erlent 11.12.2011 18:51 Nick Clegg ósáttur við David Cameron Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, segist ósáttur við þá ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra, að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu. Viðskipti erlent 11.12.2011 12:03 Rykið sest og Þjóðverjar við stýrið Eftir fund leiðtoga Evrópusambandsríkja, sem lauk í gær, er Þjóðverjar nú í meiri lykilstöðu gagnvart öðrum þjóðum heldur en áður. Þetta segir Ian Traynor, blaðamaður The Guardian, í pistli. Hann skrifar frá Brussell þar sem hann fylgdist með fundinum í návígi. Viðskipti erlent 10.12.2011 15:08 Markaðir tóku vel í tíðindi frá Brussel Markaðir, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, brugðust gríðarlega vel við þeim tíðindum sem bárust frá Brussel í dag. Greint var frá því að helstu leiðtogar evruríkjanna hefðu komist að niðurstöðu um það hver næstu skref ættu að vera í skuldavanda ríkjanna. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,94% og S&P 500 hækkaði um 1,69%. Í Evrópu hækkaði FTSE um 0,83%, DAX hækkaði um 1,91% og CAC 40 um 2,48%. Viðskipti erlent 9.12.2011 22:17 Norðmenn vilja lána AGS 600 milljarða Ríkisstjórn Noregs er nú að kanna möguleika á því að veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nýtt lán. Þetta segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, í samtali við fréttamiðilinn NTB. Viðskipti erlent 9.12.2011 20:47 Bretar einir fyrir utan Bretar eru nú eina þjóðin í Evrópusambandinu sem ekki er aðili að samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu. Viðskipti erlent 9.12.2011 16:53 Rauðar tölur á öllum mörkuðum Rauðar tölur voru á öllum mörkuðum í Bandarikjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Viðskipti erlent 9.12.2011 07:26 Smjörsending frá Danmörku stöðvuð í norska tollinum Morgunþátturinn á sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku efndi til smjörsöfnunnar fyrir Norðmenn í vikunni en þar í landi ríkir mikill smjörskortur eins og kunnugt er. Viðskipti erlent 9.12.2011 07:22 Leiðtogarnir mættir til Brussel Leiðtogar helstu ríkja innan Evrópusambandsins eru mættir til fundar í Brussel til þess að ræða skuldakreppuna á evrusvæðinu og finna hugsanlegar lausnir á myntvandanum. Helsta umræðuefnið á fundinum er sameiginleg tillaga Frakka og Þjóðverja um aðhald í ríkisútgjöldum sem felur í sér að ríki sem eyða of miklu verða beitt refsiaðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við komuna til Brussel að evran hefði tapað trúverðugleika. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum sem muni skaða hagsmuni Breta. Viðskipti erlent 8.12.2011 19:53 Stewart gróðavænlegust Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum. Viðskipti erlent 8.12.2011 17:00 Sarkozy segir lausn um helgina vera einu leiðina Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir ekkert annað koma til greina fyrir leiðtoga evruríkjanna en að komast að afgerandi niðurstöðum, hvað varðar viðbrögð við vaxandi skuldavanda þjóðríkja og banka í Evrópu. Sarkozy segir enn fremur að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða og kynna þær vel fyrir opnun markað á mánudag. Viðskipti erlent 8.12.2011 14:55 Stýrivextir lækkaðir í Evrópu Evrópski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentustig. Stýrivextir á evrusvæðinu standa því í einu prósenti og hafa aldrei verið lægri. Búist hafði verið við þessum tíðindum nú stendur yfir leiðtogafundur Evrópuríkja þar sem talað er um að framtíð evrunnar sé undir. Stefnt er að breytingum á sáttmála Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 8.12.2011 13:20 Rólegt á mörkuðum í Evrópu Rólegt er yfir mörkuðum í Evrópu þennan morguninn en hækkanir eru á flestum þeirra. Viðskipti erlent 8.12.2011 09:22 « ‹ 199 200 201 202 203 204 205 206 207 … 334 ›
Minni aukning í smásölu en búist var við Smásala í Bandaríkjunum jókst ekki eins mikið og búist hafi verið við samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Smásalan jókst um 0,2% en greinendur höfðu spá 0,5% aukningu, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Viðskipti erlent 13.12.2011 15:51
Modern Warfare 3 er vinsælli en Avatar Tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 3 er vinsælasta afþreyingarvara allra tíma. Framleiðandi tölvuleiksins, Activision, tilkynnti í daga að sölutekjur Modern Warfare 3 hefðu náð einum milljarði dollara á 16 dögum. Kvikmyndin Avatar náði því takmarki á 17 dögum. Viðskipti erlent 13.12.2011 09:38
Air Atlanta tekur skýþjónustu Microsoft í notkun Air Atlanta hefur tekið í notkun Office 365 skýþjónustu Microsoft, í samvinnu við Nýherja. Um er að ræða fyrstu innleiðingu Nýherja á Microsoft Office 365 fyrir viðskiptavin. Viðskipti erlent 13.12.2011 08:52
Uygur: Enginn stendur með millistéttinni Cenk Uygur þáttastjórnandi er oft harðoður í þætti sínum The Young Turks, þar sem ýmis þjóðfélagsmál í Bandaríkjunum eru til umræðu. Hann segir engan standa með millistéttinni þegar kemur að skattamálum. Viðskipti erlent 13.12.2011 08:46
Stálheppinn auðmaður tekur slaginn gegn Putin Rússneski auðmannurinn Mikhail Prokhorov, sem ætlar að bjóða sig fram gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi á næsta ári, á að baki brokkgenga fortíð eins og fleiri rússneskir auðmenn. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:58
Afspyrnuléleg jólavertíð í Hollywood Jólavertíðin í Hollywood hefur ekki byrjað jafnilla undanfarin þrjú ár en aðsókn að jólamyndunum í ár í Bandaríkjunum þykir afspyrnuléleg. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:52
Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots Þýski stórbankinn Commerzbank rambar á barmi gjaldþrots og stendur nú í samingum við þýsk stjórnvöld um frekari ríkisstyrk til að halda starfsemi sinni á floti. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:37
Danir gætu átt 6.000 milljarða í olíusjóði Danska ríkið gæti átt 300 milljarða danskra króna eða yfir 6.000 milljarða króna í þjóðarsjóði ef stjórmvöld í Danmörku hefðu farið sömu leið og Norðmenn árið 1996 og stofnað sérstakan olíusjóð um hagnaðinn af olíuvinnslunni í Norðursjó. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:29
Moody´s setti markaði í rauðar tölur Ákvörðun matsfyrirtækisins Moody´s um að setja öll ríki Evrópusambandsins á athugunarlista með neikvæðum horfum leiddi til þess að markaðir í Bandaríkjunum enduðu í rauðum tölum í gærkvöldi. Viðskipti erlent 13.12.2011 07:21
Fréttaskýring: Sköpuðu bankaáhlaup með Twitter Lögreglan í Lettlandi hefur nú hafið formlega rannsókn á því hvers vegna bankaáhlaup hófst á banka í landinu á dögunum, einkum sænska bankann Swebank. Frá þessu var greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag. Sænski blaðamaðurinn Gustav Sandstrom skrifaði greinina. Viðskipti erlent 12.12.2011 22:06
Samkomulag um endurbætur í Evrópu skiptu engu Þrátt fyrir samkomulag 26 þjóða af 27 á Evrópusambandssvæðinu, sem miðar að því að auka stöðugleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, virðast fjárfestar enn hræddir um að vandamálin séu enn óleyst. Þar helst miklar skuldir þjóðríkja, einkum í Suður-Evrópu, og veikir innviðir fjármálastofnanna. Viðskipti erlent 12.12.2011 20:46
Cameron: Rétt ákvörðun fyrir Bretland David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði ákvörðun sína um að standa fyrir utan samkomulag leiðtoga Evrópusambandsríkja, um aðgerðir til þess að koma á stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, hafa verið tekna með hagsmuni Bretlands í huga. Viðskipti erlent 12.12.2011 16:05
iPad 3 í febrúar á næsta ári Talið er að næsta kynslóð iPad spjaldtölvunnar komi út í febrúar á næsta ári. Viðskipti erlent 12.12.2011 11:32
Innanmein Indónesíu Indonesía vex hraðar en flest önnur hagkerfi heimsins. Íbúum fjölgar jafnt og þétt og og fyrirtækjunum sömuleiðis. Eitt af verstu hindrunum fyrir hagkerfi landsins er þó innanmein. Spilling. Viðskipti erlent 12.12.2011 08:54
Markaðir í Evrópu í niðursveiflu Markaðir í Evrópu hófu daginn með niðursveiflu. Þetta bendir til að fjárfestar í Evrópu séu ekki jafnbjartsýnir og fjárfestar í Asíu á að samkomulagið á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina sé nægilegt til að vinna á skuldakreppunni á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 12.12.2011 08:27
Rússi gripinn við að smygla smjöri til Noregs Norski tollurinn stoppaði Rússa með ólöglegt smjör á landamærunum við Svíþjóð í bænum Svinesund um helgina. Rússinn ætlaði að smygla 90 kílóum af smjöri til Noregs í flutningabíl sínum en komst ekki undan árvökulum augum norskra tollvarða. Viðskipti erlent 12.12.2011 07:00
Markaðir sýna blendin viðbrögð við leiðtogafundinum Viðbrögð markaða í Asíu í nótt gagnvart niðurstöðunni á leiðtogafundi Evrópusambandsins fyrir helgina er nokkuð blendin. Viðskipti erlent 12.12.2011 06:56
Toyota dregur úr hagnaðarspám Japanski bifreiða- og vélaframleiðandinn Toyota hefur dregið úr væntingum um hagnað með yfirlýsingu um að hann verði að líkindum helmingi minni en áætlað var. Einkum er það vegna áhrifa af flóðunum í Tælandi á framleiðslu í landinu. Viðskipti erlent 11.12.2011 18:51
Nick Clegg ósáttur við David Cameron Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demókrata í Bretlandi og aðstoðarforsætisráðherra, segist ósáttur við þá ákvörðun Davids Cameron forsætisráðherra, að taka ekki þátt í samkomulagi Evrópusambandsþjóða sem miðar að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu. Viðskipti erlent 11.12.2011 12:03
Rykið sest og Þjóðverjar við stýrið Eftir fund leiðtoga Evrópusambandsríkja, sem lauk í gær, er Þjóðverjar nú í meiri lykilstöðu gagnvart öðrum þjóðum heldur en áður. Þetta segir Ian Traynor, blaðamaður The Guardian, í pistli. Hann skrifar frá Brussell þar sem hann fylgdist með fundinum í návígi. Viðskipti erlent 10.12.2011 15:08
Markaðir tóku vel í tíðindi frá Brussel Markaðir, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, brugðust gríðarlega vel við þeim tíðindum sem bárust frá Brussel í dag. Greint var frá því að helstu leiðtogar evruríkjanna hefðu komist að niðurstöðu um það hver næstu skref ættu að vera í skuldavanda ríkjanna. Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,94% og S&P 500 hækkaði um 1,69%. Í Evrópu hækkaði FTSE um 0,83%, DAX hækkaði um 1,91% og CAC 40 um 2,48%. Viðskipti erlent 9.12.2011 22:17
Norðmenn vilja lána AGS 600 milljarða Ríkisstjórn Noregs er nú að kanna möguleika á því að veita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum nýtt lán. Þetta segir Sigbjørn Johnsen, fjármálaráðherra Noregs, í samtali við fréttamiðilinn NTB. Viðskipti erlent 9.12.2011 20:47
Bretar einir fyrir utan Bretar eru nú eina þjóðin í Evrópusambandinu sem ekki er aðili að samkomulagi um aðgerðir til þess að sporna gegn skuldavanda í Evrópu. Bretar beittu neitunarvaldi þegar breytingar á sáttmála sambandsins voru til umræðu. Viðskipti erlent 9.12.2011 16:53
Rauðar tölur á öllum mörkuðum Rauðar tölur voru á öllum mörkuðum í Bandarikjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Viðskipti erlent 9.12.2011 07:26
Smjörsending frá Danmörku stöðvuð í norska tollinum Morgunþátturinn á sjónvarpsstöðinni TV2 í Danmörku efndi til smjörsöfnunnar fyrir Norðmenn í vikunni en þar í landi ríkir mikill smjörskortur eins og kunnugt er. Viðskipti erlent 9.12.2011 07:22
Leiðtogarnir mættir til Brussel Leiðtogar helstu ríkja innan Evrópusambandsins eru mættir til fundar í Brussel til þess að ræða skuldakreppuna á evrusvæðinu og finna hugsanlegar lausnir á myntvandanum. Helsta umræðuefnið á fundinum er sameiginleg tillaga Frakka og Þjóðverja um aðhald í ríkisútgjöldum sem felur í sér að ríki sem eyða of miklu verða beitt refsiaðgerðum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði við komuna til Brussel að evran hefði tapað trúverðugleika. David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að hann muni beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum sem muni skaða hagsmuni Breta. Viðskipti erlent 8.12.2011 19:53
Stewart gróðavænlegust Fjármálatímaritið Forbes hefur útnefnt Kristen Stewart, aðalleikkonu Twilight-myndanna, þá gróðavænlegustu í kvikmyndabransanum. Viðskipti erlent 8.12.2011 17:00
Sarkozy segir lausn um helgina vera einu leiðina Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir ekkert annað koma til greina fyrir leiðtoga evruríkjanna en að komast að afgerandi niðurstöðum, hvað varðar viðbrögð við vaxandi skuldavanda þjóðríkja og banka í Evrópu. Sarkozy segir enn fremur að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða og kynna þær vel fyrir opnun markað á mánudag. Viðskipti erlent 8.12.2011 14:55
Stýrivextir lækkaðir í Evrópu Evrópski seðlabankinn lækkaði í dag stýrivexti um 0,25 prósentustig. Stýrivextir á evrusvæðinu standa því í einu prósenti og hafa aldrei verið lægri. Búist hafði verið við þessum tíðindum nú stendur yfir leiðtogafundur Evrópuríkja þar sem talað er um að framtíð evrunnar sé undir. Stefnt er að breytingum á sáttmála Evrópusambandsins. Viðskipti erlent 8.12.2011 13:20
Rólegt á mörkuðum í Evrópu Rólegt er yfir mörkuðum í Evrópu þennan morguninn en hækkanir eru á flestum þeirra. Viðskipti erlent 8.12.2011 09:22