Viðskipti erlent

Stjórnandi hjá Goldman Sachs í gæsluvarðhald

Fyrrverandi stjórnandi hjá Goldman Sachs hefur verið hnepptur í gæsluvarðhald. Hann er sakaður um að hafa gefið vogunarsjóð innherjaupplýsingar. Maðurinn, sem heitir Rajat Gupta, er sakaður um að hafa veitt Raj Rajaratnam, stjórnanda vogunarsjóðsins, upplýsingarnar. Verjandi Gupta neitar fullyrðingum þess efnis að Gupta hafi gerst brotlegur við lög.

Viðskipti erlent

Krugman segir hagfræðiþekkingu Íslendinga góða

Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og heimsfrægur samfélagsrýnir, segir mikla hagfræðiþekkingu hjá Íslendingum miðað það sem hann hafi lesið. Það sé áhugavert í ljósi þess að landið er álíka fjölmennt og meðal bær í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á bloggi Krugmans á vefsíðu The New York Times.

Viðskipti erlent

Þýska þingið samþykkti björgunaraðgerðir

Þýska þingið hefur samþykkt tillögur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um aðgerðir vegna kreppunnar á evrusvæðinu. Aðgerðaráætlunin hefur verið lengi í smíðum en allir leiðtogar evruríkjanna hittust á sunnudaginn til þess að móta áætlunina. Áætlunin gengur út á að björgunarsjóður Evrópusambandsins verði stækkaður upp í allt að 1000 milljarða evra og að bankar í Evrópu afskrifi stóran hluta af skuldum gríska ríkisins.

Viðskipti erlent

Greenspan: ESB „dæmt til þess að falla“

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að Evrópusambandið sé „dæmt til þess að falla“ vegna þess að munurinn á innviðum hagkerfanna í Suður- og Norður Evrópu sé einfaldlega of mikill. Þessi orð Greenspan falla í viðtali við CNBC í gær.

Viðskipti erlent

King segir björgunarpakkann ekki duga

Björgunarpakkinn sem leiðtogar evruríkjanna eru nú með í smíðum til að koma í veg fyrir efnahagshrun á evrusvæðinu er ekki varanleg lausn. Þetta sagði Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, á fundi með þingnefnd breska þingsins í morgun. King sagði að enn þyrfti að leysa undirliggjandi vanda evruríkjanna.

Viðskipti erlent

Grunur um innherjasvik

Fjármálaeftirlitið á Wall Street í Bandaríkjunum hefur til skoðunar viðskipti vogunarsjóðsins SAC Capitol Advisors vegna gruns um innherjasvik. Frá þessu er greint á vefsíðu Wall Street Journal í dag.

Viðskipti erlent

Noregur aðstoði við innheimtu

Norska utanríkisráðuneytið á nú í viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, og Grikkland um aðstoð við umbætur í stjórnsýslunni. Eitt þeirra atriða sem ríkisstjórn Georgs Papandreú þarf aðstoð við er innheimta skatts, að því er haft er eftir starfsmanni norska utanríkisráðuneytisins á fréttavef Aftenposten.

Viðskipti erlent

Hafa verulegar áhyggjur af einkageiranum

Einkageirinn í Evrópu sér fram á erfiða tíma á næstunni og eru fyrirtæki þegar farin að búa sig undir lítinn vöxt. Þetta segir Chris Williamson, aðalhagfræðingur ráðgjafafyrirtækisins Markit, í viðtali við Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Vonir bundnar við fundinn

Markaðir hækkuðu í morgun vegna bjartsýni manna um að tekist hafi að finna leið til að leysa skuldavanda evruríkja. Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í morgun og gengi evrunnar hélst stöðugt.

Viðskipti erlent

Bankar þurfa 16.000 milljarða

Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins.

Viðskipti erlent

Krefja Ítali um aðgerðir

Forystumenn þjóðríkja á evrusvæðinu hafa í dag sett þrýsting á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, með því að krefja hann um aðgerðir vegna vaxandi skuldavanda landsins.

Viðskipti erlent

NBA tímabilið hangir á bláþræði

Samningar milli NBA og leikmanna hafa verið lausir frá í sumar og hart er deilt. Þegar hefur hundrað leikjum verið aflýst og ekki útséð um frekari áföll. Þorgils Jónsson kynnti sér kjaradeilu milljónamæringanna.

Viðskipti erlent

Afskrifa þarf helming af skuldum Grikklands

Horft er til þess að eigendur skuldabréfa Gríska ríkisins þurfi að afskrifa allt að helming af þeim svo að Grikkland geti staðið undir skuldum sínum. Óvíst er að hvort samstaða næst um þetta meðal evruríkja og kröfuhafa Grikklands. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Samþykktu lán til Grikklands

Fjármálaráðherrar nokkurra evruríkja hafa samþykkt lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Fréttastofa BBC stöðvarinnar segir að þetta kunni hugsanlega að bjarga landinum frá gjaldþroti. Upphæð fyrstu lánagreiðslunnar nemur átta milljörðum evra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun þurfa að leggja blessun sína yfir lánið og gerist það mun lánið væntanlega verða greitt um miðjan nóvember.

Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í vikunni

Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í vikunni. Wall Street Journal telur að helsta ástæðan sé sú að menn vonist til þess að eitthvað jákvætt komi út úr fundi helstu leiðtoga evruríkja sem fram fer á föstudaginn.

Viðskipti erlent

Samsung toppar iPhone

Sala á nýjum snjallsímum frá Samsung hefur gengið fram björtustu vonum stjórnenda fyrirtækisins. Fyritækið, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, seldi meira en 20 milljónir eintaka af snjallsímum sínum á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt frásögn Wall Street Journal.

Viðskipti erlent