Viðskipti erlent Citigroup skilaði tæplega 400 milljarða hagnaði Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, skilaði 3,34 milljarða dollara eða tæplega 400 milljarða kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins. Viðskipti erlent 15.7.2011 14:28 Vilja byggja háhraðalest milli Osló og Kaupmannahafnar Kínverskir sérfræðingar eru nú staddir í Noregi og Svíþjóð en þeir vilja byggja háhraðalestaspor milli Osló og Kaupmannahafnar með viðkomu í Gautaborg. Viðskipti erlent 15.7.2011 10:10 Metfjöldi árása sjóræningja í ár Metfjöldi árása sjóræningja á skip varð á fyrri helmingi þessa árs. Alls voru skráðar 266 árásir sem er 36% aukning frá sama tímabili í fyrra. Viðskipti erlent 15.7.2011 09:21 Deilur harðna um skuldaþak Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Viðskipti erlent 15.7.2011 08:12 Miklar sveiflur á olíuverðinu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast töluvert fram og til baka í vikunni, Í nótt og morgun hefur niðursveifla verið í gangi. Viðskipti erlent 15.7.2011 07:50 Skuldaskrímslið étur framtíð okkar „Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Viðskipti erlent 15.7.2011 01:00 Handrit eftir Jane Austen seldist á 188 milljónir Fágætt handrit eftir enska rithöfundinn Jane Austen seldist á uppboði hjá Sotheby´s í London fyrir rétt tæp milljón pund eða um 188 milljónir kr. Þessi upphæð var meir en þrefalt matsverð handritsins fyrir uppboðið. Viðskipti erlent 14.7.2011 14:33 Hagnaður jókst hjá JPMorgan Hagnaður JPMorgan Chase bankans á öðrum ársfjórðungi ársins nam rúmum 5,4 milljörðum dollara eða um 630 milljarða kr. Þetta er töluvert yfir væntingum sérfræðinga og verulega betri árangur m.v. sama tímabil í fyrra þegar hagnaðurinn nam 4,8 milljörðum dollara. Viðskipti erlent 14.7.2011 13:18 Skuldabréfaútboð Ítalíu betra en óttast var Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%. Viðskipti erlent 14.7.2011 10:48 Eigandi Kauphallarinnar í sigtinu í Svíþjóð Samkeppniseftirlitið í Svíþjóð er nú með Nasdag OMX, eiganda kauphalla á Norðurlöndum og þar á meðal á Íslandi, til rannsóknar vegna meints brots á samkeppnislöggjöf landsins. Nasdag OMX er sakað um að hafa meinað samkeppnisaðila aðgangi að viðskiptakerfi í sinni eigu. Viðskipti erlent 14.7.2011 09:08 Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 14.7.2011 08:01 AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna. Viðskipti erlent 13.7.2011 21:07 Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans. Viðskipti erlent 13.7.2011 13:22 Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Viðskipti erlent 13.7.2011 12:03 Gull slær aftur verðmet sitt Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney. Viðskipti erlent 13.7.2011 10:55 Olíusjóðurinn með 1.800 milljarða í ruslbréfum Norski olíusjóðurinn átti 84 milljarða norskra kr. eða rétt tæplega 1.800 milljarða kr. í ruslbréfum og öðrum áhættufjárfestingum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í Finansavisen í dag. Viðskipti erlent 13.7.2011 08:21 Moody´s setur Írland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands niður í ruslið. Einkunnin var lækkuð niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 13.7.2011 08:09 Logn á mörkuðum eftir storminn Ró er komin á fjármálamarkaði Evrópu eftir storminn sem þar hefur geisað undanfarna tvo daga. Flestir helstu hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun í grænum litum. Viðskipti erlent 13.7.2011 08:03 Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Viðskipti erlent 13.7.2011 03:00 Hagfræðingur: Orðrómur kom á stöðugleika Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir að orðrómur sem fór eins og eldur um sinu um klukkan 10 í morgun, að evrópskum tíma, olli því að stöðugleiki komast á fjármálamarkaði. Mínúturnar fram að þessum tímapunkti ríkti hinsvegar mikil örvænting og taugatitringur á mörkuðunum. Viðskipti erlent 12.7.2011 18:00 Þrýstingnum léttir af Ítalíu og Spáni Fjármálamarkaðir Evrópu virðast hafa náð áttum um hádegisbilið í dag og hefur þrýstingnum létt af Ítalíu og Spáni. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir velheppnuðu skuldabréfaútboði í dag upp á 6,75 milljarða evra og kom það ró á markaðina. Viðskipti erlent 12.7.2011 13:15 Olíuverðið heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka vegna óróans á fjármálamörkuðum Evrópu. Verðlækkunin í morgun er meiri en varð í gærdag. Viðskipti erlent 12.7.2011 12:06 Vilja sniðganga fisk frá HB Granda í Bretlandi Sue Fisher talskona hvalaverndunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation Society vill að Bretar sniðgangi fisk frá HB Granda sem seldur er til „fiskur og franskar“ veitingastaða í Bretlandi. Viðskipti erlent 12.7.2011 11:19 Orðrómur réttir af hlutabréfamarkaðina Hlutabréfamarkaðir í Evrópu af rétt sig aðeins af undir hádegið og dregið hefur úr falli hlutabréfa. Ástæðan er talin vera orðrómur um að evrópski seðlabankinn ECB hafi gripið inni í þróunina og kaupi nú ríkisskuldabréf af miklum krafti. Viðskipti erlent 12.7.2011 11:08 Evrópa rambar á barmi fjármálahruns Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. Viðskipti erlent 12.7.2011 10:06 Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert. Viðskipti erlent 12.7.2011 08:49 Alcoa á blússandi siglingu Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti erlent 12.7.2011 08:08 Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%. Viðskipti erlent 12.7.2011 08:00 Hlutabréf féllu í verði í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Viðskipti erlent 12.7.2011 06:32 Angela Merkel í Kenía Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt til Kenía í dag eftir að hafa fundað með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, í Þýskalandi. Merkel ætlar að funda með leiðtogum Kenía. Þar á meðal eru forsetinn og forsætisráðherra Kenía. Tilgangur Merkel með heimsókninni er einkum sá að efla fjárfestingu milli Þýskalands og Kenía. Viðskipti erlent 11.7.2011 22:46 « ‹ 222 223 224 225 226 227 228 229 230 … 334 ›
Citigroup skilaði tæplega 400 milljarða hagnaði Citigroup, þriðji stærsti banki Bandaríkjanna, skilaði 3,34 milljarða dollara eða tæplega 400 milljarða kr. hagnaði á öðrum ársfjórðungi ársins. Viðskipti erlent 15.7.2011 14:28
Vilja byggja háhraðalest milli Osló og Kaupmannahafnar Kínverskir sérfræðingar eru nú staddir í Noregi og Svíþjóð en þeir vilja byggja háhraðalestaspor milli Osló og Kaupmannahafnar með viðkomu í Gautaborg. Viðskipti erlent 15.7.2011 10:10
Metfjöldi árása sjóræningja í ár Metfjöldi árása sjóræningja á skip varð á fyrri helmingi þessa árs. Alls voru skráðar 266 árásir sem er 36% aukning frá sama tímabili í fyrra. Viðskipti erlent 15.7.2011 09:21
Deilur harðna um skuldaþak Aukin harka hefur færst í deilur bandarískra þingmanna um skuldaþak bandaríska ríkisins. Fokreiðir þingmenn hafa gagnrýnt bæði hver annan og Barack Obama Bandaríkjaforseta. Viðskipti erlent 15.7.2011 08:12
Miklar sveiflur á olíuverðinu Heimsmarkaðsverð á olíu hefur sveiflast töluvert fram og til baka í vikunni, Í nótt og morgun hefur niðursveifla verið í gangi. Viðskipti erlent 15.7.2011 07:50
Skuldaskrímslið étur framtíð okkar „Án fjárlagajafnvægis myndi skuldaskrímslið, sem kemur úr fortíðinni, éta upp framtíð okkar og framtíð barnanna okkar,“ sagði Giulio Tremonti, fjármálaráðherra Ítalíu, þegar hann ávarpaði þingheim í gær. Viðskipti erlent 15.7.2011 01:00
Handrit eftir Jane Austen seldist á 188 milljónir Fágætt handrit eftir enska rithöfundinn Jane Austen seldist á uppboði hjá Sotheby´s í London fyrir rétt tæp milljón pund eða um 188 milljónir kr. Þessi upphæð var meir en þrefalt matsverð handritsins fyrir uppboðið. Viðskipti erlent 14.7.2011 14:33
Hagnaður jókst hjá JPMorgan Hagnaður JPMorgan Chase bankans á öðrum ársfjórðungi ársins nam rúmum 5,4 milljörðum dollara eða um 630 milljarða kr. Þetta er töluvert yfir væntingum sérfræðinga og verulega betri árangur m.v. sama tímabil í fyrra þegar hagnaðurinn nam 4,8 milljörðum dollara. Viðskipti erlent 14.7.2011 13:18
Skuldabréfaútboð Ítalíu betra en óttast var Fyrsta alvarlega prófraunin á sýn fjárfesta á skuldakreppu Ítalíu gekk betur en óttast var. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir skuldabréfaútgáfu í dag upp á 4,5 milljarða evra eða tæplega 750 milljarða kr. en um 5 og 15 ára bréf var að ræða. Vextirnir á 15 ára bréfunum reyndust 5,9% en á 5 ára bréfunum urðu þeir 4,93%. Viðskipti erlent 14.7.2011 10:48
Eigandi Kauphallarinnar í sigtinu í Svíþjóð Samkeppniseftirlitið í Svíþjóð er nú með Nasdag OMX, eiganda kauphalla á Norðurlöndum og þar á meðal á Íslandi, til rannsóknar vegna meints brots á samkeppnislöggjöf landsins. Nasdag OMX er sakað um að hafa meinað samkeppnisaðila aðgangi að viðskiptakerfi í sinni eigu. Viðskipti erlent 14.7.2011 09:08
Moody´s íhugar að lækka lánshæfi Bandaríkjanna Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett AAA lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á athugunarlista með neikvæðum horfum. Líklega mun Moody´s lækka þessa einkunn ef þingmenn á Bandaríkjaþingi komast ekki að samkomulagi við Barack Obama forseta um að hækka skuldaþak hins opinbera í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 14.7.2011 08:01
AGS vill mikinn niðurskurð á Ítalíu Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að Ítalía ráðist í veigamiklar niðurskurðaráætlanir til að draga úr skuldum ríkissjóðs landsins. Óttast er að Ítalía verði næsta land á evrusvæðinu sem lendi í miklum vandræðum vegna skulda sinna. Viðskipti erlent 13.7.2011 21:07
Cameron segir Murdoch að gleyma BSkyB David Cameron forsætisráðherra Bretlands segir að fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch eigi að hætt að hugsa um yfirtökuna á breska sjónvarpsrisanum BSkyB. Í staðinn eigi Murdoch að einbeita sér að hneykslismálinu sem skekur nú fjölmiðlaveldi hans. Viðskipti erlent 13.7.2011 13:22
Evrópskir ráðamenn lýsa yfir stríði gegn matsfyrirtækjum Talið er að lækkun á lánshæfismati Írlands muni seinka efnahagslegum bata landsins. Evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst stríði á hendur stóru matsfyrirtækjunum. Viðskipti erlent 13.7.2011 12:03
Gull slær aftur verðmet sitt Heimsmarkaðsverð á gulli sló fyrra met sitt í gærkvöldi þegar það náði rúmum 1.562 dollurum á únsuna í framvirkum samningum til ágústmánaðar. Þetta er hækkun um 0,9% yfir daginn að því er segir í frétt á CNNMoney. Viðskipti erlent 13.7.2011 10:55
Olíusjóðurinn með 1.800 milljarða í ruslbréfum Norski olíusjóðurinn átti 84 milljarða norskra kr. eða rétt tæplega 1.800 milljarða kr. í ruslbréfum og öðrum áhættufjárfestingum um síðustu áramót. Þetta kemur fram í Finansavisen í dag. Viðskipti erlent 13.7.2011 08:21
Moody´s setur Írland í ruslflokk Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfi Írlands niður í ruslið. Einkunnin var lækkuð niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 13.7.2011 08:09
Logn á mörkuðum eftir storminn Ró er komin á fjármálamarkaði Evrópu eftir storminn sem þar hefur geisað undanfarna tvo daga. Flestir helstu hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun í grænum litum. Viðskipti erlent 13.7.2011 08:03
Eftirgjöf skulda Grikklands ekki útilokuð Hálfgert óðagot varð á mörkuðum í gær vegna verðfalls ítalskra verðbréfa, sem rakið er til erfiðrar skuldastöðu ítalska ríkisins. Viðskipti erlent 13.7.2011 03:00
Hagfræðingur: Orðrómur kom á stöðugleika Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir að orðrómur sem fór eins og eldur um sinu um klukkan 10 í morgun, að evrópskum tíma, olli því að stöðugleiki komast á fjármálamarkaði. Mínúturnar fram að þessum tímapunkti ríkti hinsvegar mikil örvænting og taugatitringur á mörkuðunum. Viðskipti erlent 12.7.2011 18:00
Þrýstingnum léttir af Ítalíu og Spáni Fjármálamarkaðir Evrópu virðast hafa náð áttum um hádegisbilið í dag og hefur þrýstingnum létt af Ítalíu og Spáni. Ítölsk stjórnvöld stóðu fyrir velheppnuðu skuldabréfaútboði í dag upp á 6,75 milljarða evra og kom það ró á markaðina. Viðskipti erlent 12.7.2011 13:15
Olíuverðið heldur áfram að lækka Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka vegna óróans á fjármálamörkuðum Evrópu. Verðlækkunin í morgun er meiri en varð í gærdag. Viðskipti erlent 12.7.2011 12:06
Vilja sniðganga fisk frá HB Granda í Bretlandi Sue Fisher talskona hvalaverndunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation Society vill að Bretar sniðgangi fisk frá HB Granda sem seldur er til „fiskur og franskar“ veitingastaða í Bretlandi. Viðskipti erlent 12.7.2011 11:19
Orðrómur réttir af hlutabréfamarkaðina Hlutabréfamarkaðir í Evrópu af rétt sig aðeins af undir hádegið og dregið hefur úr falli hlutabréfa. Ástæðan er talin vera orðrómur um að evrópski seðlabankinn ECB hafi gripið inni í þróunina og kaupi nú ríkisskuldabréf af miklum krafti. Viðskipti erlent 12.7.2011 11:08
Evrópa rambar á barmi fjármálahruns Skuldakreppan í Evrópu fer versnandi með hverri mínútunni. Greining Danske Bank telur að álfan rambi á barmi fjármálahruns og ef ekki verði gripið í taumana strax blasi ný fjármálakreppa við í Evrópu. Viðskipti erlent 12.7.2011 10:06
Kvóti fyrir 22 milljarða skráður á danskan togara Alls er kvóti fyrir rúmlega milljarð danskra kr. eða um 22 milljarða kr. skráður á togarann Ísafold sem gerður er út frá Hirsthals í Danmörku. Þar með er togarinn meira virði en stærstu gámaskip Mærsk skipafélagsins, svokölluð E-skip, sem geta tekið 18.000 til 20.000 gáma hvert. Viðskipti erlent 12.7.2011 08:49
Alcoa á blússandi siglingu Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, er á blússandi siglingu. Uppgjör félagsins fyrir annan ársfjórðung er umfram væntingar sérfræðinga. Salan jókst um 27% og hagnaðurinn nær þrefaldaðist miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti erlent 12.7.2011 08:08
Hrunið á hlutabréfamörkuðum heldur áfram Hrunið á hlutabréfamörkum í Evrópu heldur áfram í dag eftir blóðugan dag á Asíumörkuðum í nótt. Mest lækkar úrvalsvísitalan í kauphöllinni í Mílanó á Ítalíu eða um 4%. Viðskipti erlent 12.7.2011 08:00
Hlutabréf féllu í verði í Asíu Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið. Viðskipti erlent 12.7.2011 06:32
Angela Merkel í Kenía Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt til Kenía í dag eftir að hafa fundað með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, í Þýskalandi. Merkel ætlar að funda með leiðtogum Kenía. Þar á meðal eru forsetinn og forsætisráðherra Kenía. Tilgangur Merkel með heimsókninni er einkum sá að efla fjárfestingu milli Þýskalands og Kenía. Viðskipti erlent 11.7.2011 22:46