Viðskipti erlent

Áætlun Íslands til fyrirmyndar

Fleiri komu á vegum íslenskra stjórnvalda á vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Washington D.C. um nýliðna helgi en alla jafna koma frá stjórnvöldum annarra landa.

Viðskipti erlent

Bankarnir ausa út lánsfé

Hagvöxtur jókst um 9,7 prósent í Kína á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er 0,1 prósentustigs samdráttur á milli ársfjórðunga og meiri vöxtur en gert var ráð fyrir. Á sama tíma hækkaði verðlag í kringum tíu prósent og keyrði verðbólgu upp. Hún mælist nú 5,4 prósent.

Viðskipti erlent

S&P segir horfur í bandarísku efnahagslífi neikvæðar

Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's. mun hugsanlega lækka lánshæfismat bandaríska ríkisins á næstunni.Ástæður þess eru einkum að S&P telur að demókratar og repúblikanar geti ekki komið sér saman um áætlun til þess að draga úr halla á ríkissjóði. S&P tilkynnti í dag að horfur í efnahagsbúskap bandaríkisins væru neikvæðar en höfðu verið góðar. Fréttastofa BBC segir að þetta geti þýtt að lánshæfismatið verði lækkað á næstu tveimur árum. Hlutabréf á WallStreet lækkuðu í dag eftir að tilkynningin frá S&P barst.

Viðskipti erlent

Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök

Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins.

Viðskipti erlent

Glencore stjórnar stórum hluta af málmviðskiptum heimsins

Hrávörurisinn Glencore International hefur afhjúpað yfirburðastöðu sína á alþjóðamörkuðum, einkum hvað málma varðar. Í ljós kemur að Glencore stjórnar 60% af viðskiptum með zink, 50% af viðskiptum með kopar, 45% af viðskiptum með blý og 38% af viðskiptum með ál í öllum heiminum.

Viðskipti erlent

Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra

Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans.

Viðskipti erlent

Green opnar verksmiðju í Bretlandi

Sir Philip Green, eigandi Topshop keðjunnar, er að velta fyrir sér að opna verksmiðju í Bretlandi. Með því vill hann viðhalda starfshæfni Breta og minnka viðskipti við erlenda birgja. Green hefur einnig verið í viðræðum við fulltrúa úr ríkisstjórninni, þar á meðal menntamálaráðherrann Michael Grove, um að koma á fót sérstökum iðnskóla.

Viðskipti erlent

Stórbankar slást um ofurríka viðskiptavini

Bandaríski stórbankinn JP Morgan Chase hefur lýst yfir stríði á hendur Wells Fargo og ætlar að reyna að lokka til sín ofurríka viðskiptavini frá Wells Fargo. Helst vopn JP Morgan í þeirri baráttu verður krítarkort með örgjörva.

Viðskipti erlent

Aðvörun: Olíuverðið í 160 dollara á tunnuna

Hrávörusérfræðingar Bank of America hafa sent frá sér greiningu á þróun olíuverðs út þetta ár. Þeir telja að 30% líkur séu á að verðið nái 160 dollurum fyrir árslok. Til skamms tíma telja sérfræðingarnir að mjög sennilega fari olíuverðið í 140 dollara á tunnuna, það er á næstu þremur mánuðum.

Viðskipti erlent