Viðskipti erlent

HM bætti fjárhagsstöðu S-Afríku

Tekjur Suður-Afríku vegna HM í knattspyrnu sem fram fór þar í landi í sumar leiddu til þess að tekjuhalli ríkissjóðs í landinu á öðrum ársfjórðungi hefur ekki verið minni í sex ár. Reuters fréttastofan segir þó að neytendur í landinu hafi haldið að sér höndum því þeir hafi áhyggjur af atvinnuástandi og skuldum.

Viðskipti erlent

Sjálfbærastir sjötta árið í röð

Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur verið metinn „sjálfbærasti bílaframleiðandi heims“ í sjálfbærnivísitölu Dow Jones. Þetta er sjötta árið í röð sem bílaframleiðandinn er í efsta sæti á listanum.

Viðskipti erlent

Boeing gerir 430 milljarða samning við Rússa

Bandaríski flugvélarisinn Boeing hefur gert samning upp á 3,7 milljarða dollara, eða um 430 milljarða kr., við rússneska ríkisfyrirtækið Russian Technologies. Um er að ræða sölu á 50 Boeing 737 vélum sem Russian Technologies leigir síðan til Aeroflot flugfélagsins.

Viðskipti erlent

Metatvinnuleysi hámenntaðs fólks í Danmörku

Metfjöldi hámenntaðs fólks, eins og lögfræðingar og hagfræðingar, skráðu sig atvinnulausa í Danmörku í ágúst s.l. Nú eru 2.424 manns sem teljast hámenntaðir á atvinnuleysisskrá í landinu og hefur fjöldi þeirra ekki verið meiri síðan árið 2003.

Viðskipti erlent

Olíuæði geysar á Grænlandi

Eftir að skoska olíufélagið Cairn fann gas undan vesturströnd Grænlands hafa 12 önnur olíufélög rokið til og tryggt sér leyfi til olíuleitar á hafinu úti fyrir Uummannaq á norðvesturhluta landsins.

Viðskipti erlent

Telur silfur vera betri fjárfestingarkost en gull

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur aldrei verið hærra í sögunni en verðhækkanir á gulli hafa valdið því að silfur hefur einnig hækkað í verði og hefur ekki verið hærra síðan árið 2008. Greinandi telur að silfur sé nú betri fjárfestingarkostur en gull.

Viðskipti erlent

Heimilað að banna skortsölu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, samþykkti í gær tillögu sem veitir eftirlitsstofnunum innan ESB umboð til að grípa til aðgerða gegn skortsölu þegar nauðsyn krefur.

Viðskipti erlent

Kínverjar ætla sér forystu í framleiðslu vistvænna bíla

Kínversk stjórnvöld kynntu í síðasta mánuði áform sín um að taka forystuna á alþjóðavísu í framleiðslu umhverfisvænna rafbíla og tvinnbíla, auk þess sem þau ætla að loka tvö þúsund orkufrekum verksmiðjum fyrir septemberlok til að tryggja umhverfisvænni nýtingu orkunnar. Einnig hafa kínversk stjórnvöld ákveðið að orkufrekur iðnaður á borð við áliðnaðinn fái ekki lengur niðurgreidda raforku.

Viðskipti erlent