Viðskipti erlent

Nýtt olíuævintýri mögulega í uppsiglingu í Danmörku

Norska olíufélagið Noreco er tilbúið að eyða um 100 milljörðum kr. í að rannsaka nýtt mögulegt olíuvinnslusvæði í Norðursjó skammt undan ströndum Vestur-Jótlands. Finnist olía á þessu svæði í því magni sem Noreco telur þar vera yrðu það kærkomnar fréttir fyrir Dani.

Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá Deutsche Bank

Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins en hreinn hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,2 milljarði evra eða tæplega 190 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1,1 milljarði kr.

Viðskipti erlent

Tapaði 1.600 milljörðum á að reyna að veikja gengi frankans

Seðlabanki Sviss (SNB) greindi frá því í morgun að hann hefði tapað sem samsvarar 10,4 milljörðum evra eða rúmlega 1.600 milljörðum kr. á fyrrihluta þessa árs. Tapið stafar af árangurslausum tilraunum bankans til þess að koma í veg fyrir frekari styrkingu svissneska frankans með því að kaupa aðra gjaldmiðla í miklum mæli.

Viðskipti erlent