Viðskipti erlent

Grikkir komnir í ruslflokk

Lækkanir urðu á hlutabréfamörkuðum heimsins í kjölfar þess að Standard & Poors settu skuldabréf Grikklands í ruslflokk. Á mörkuðum er ótti um að Grikkland stefni í gjaldþrot. Grikkir eru fyrsta þjóðin á evrusvæðinu til þess að fá á sig ruslflokks stimpilinn. Portúgölsk skuldabréf voru einnig lækkuð í dag og jók það enn á lækkanir á mörkuðum og fall evrunnar.

Viðskipti erlent

Uppgjör Royal Unibrew betra en vænst var

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, skiluðu betra uppgjöri eftir fyrsta ársfjórðung ársins en vænst var. Fjórðungurinn er yfirleitt sá lélegasti á árinu hvað ölsölu varðar en Unbrew tókst að auka veltuna aðeins m.v. sama tímabil í fyrra.

Viðskipti erlent

Olían hækkar í krafti nýrra hagtalna vestan hafs

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka í dag og er tunnan af Brent olíu á markaðinum í London nú komin í 87,50 dollara. Hefur verðið á henni ekki verið hærra undanfarna 18 mánuði. Það er nýjar hagtölur í Bandaríkjunum sem valda hækkunum á olíunni nú.

Viðskipti erlent

Eignir ríkasta fólks í Bretlandi aukast á ný - myndir

Eignir ríkustu manna í Bretlandi eru að aukast á ný eftir ósköpin sem dundu yfir hagkerfi alheimsins árin 2008 og 2009. Hlutabréfaverð er að hækka, bankarnir eru að hagnast á ný og sjálfstraust fjárfesta eykst. Eignir 1000 milljarðamæringa á lista breska blaðsins Sunday Times yfir ríkustu menn árið 2010 hafa því aukist um tæp 30% frá því árið á undan og er það mesta hækkun á ársgrundvelli í 22 ár.

Viðskipti erlent

Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands

Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau.

Viðskipti erlent

Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð

Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu.

Viðskipti erlent

IATA telur fimm flugfélög í gjaldþrotahættu

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.

Viðskipti erlent

Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein

Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.

Viðskipti erlent